Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Djibril Sidibé kominn – STAÐFEST! - Everton.is

Djibril Sidibé kominn – STAÐFEST!

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti í dag lánssamning á Djibril Sidibé, 27 ára varnarmanni Monaco, en Everton mun hafa rétt á að kaupa hann að tímabili loknu ef hann stendur sig.

Djibril er fyrst og fremst ætlað að veita Coleman meiri samkeppni þar sem Djibril er hægri bakvörður (en hann getur einnig spilað á miðjunni). Hann var í akademíu og aðalliði Troyes til að byrja með (hjálpaði þeim upp um deild) áður en hann var keyptur til Lille. Hann skoraði mark í sínum fyrsta leik með Lille og var þar í fjögur ár en svo keyptu Monaco hann árið 2016. Monaco (með hann innanborðs) varð franskur meistari í fyrsta sinn í 17 ár og Djibril var í kjölfarið valinn í lið ársins í frönsku deildinni. Á því tímabili komst hann í franska aðallandsliðið.

Hann lék samtals 114 leiki með Monaco og kom að 27 mörkum (þar með talin 6 mörk sem hann skoraði) og á jafnframt að baki 18 landsleiki (og eitt mark) með franska landsliðinu en hann varð heimsmeistari með þeim nýverið.

https://www.youtube.com/watch?v=pptYpNoV9K4

Velkominn til Everton Djibril Sidibe!

1 athugasemd

  1. Georg skrifar:

    Spennandi leikmaður til að veita Coleman samkeppni.
    Vonandi koma einhverjir fleiri í dag.