Mynd: Everton FC.
Everton staðfesti í dag lánssamning á Djibril Sidibé, 27 ára varnarmanni Monaco, en Everton mun hafa rétt á að kaupa hann að tímabili loknu ef hann stendur sig.
Djibril er fyrst og fremst ætlað að veita Coleman meiri samkeppni þar sem Djibril er hægri bakvörður (en hann getur einnig spilað á miðjunni). Hann var í akademíu og aðalliði Troyes til að byrja með (hjálpaði þeim upp um deild) áður en hann var keyptur til Lille. Hann skoraði mark í sínum fyrsta leik með Lille og var þar í fjögur ár en svo keyptu Monaco hann árið 2016. Monaco (með hann innanborðs) varð franskur meistari í fyrsta sinn í 17 ár og Djibril var í kjölfarið valinn í lið ársins í frönsku deildinni. Á því tímabili komst hann í franska aðallandsliðið.
Hann lék samtals 114 leiki með Monaco og kom að 27 mörkum (þar með talin 6 mörk sem hann skoraði) og á jafnframt að baki 18 landsleiki (og eitt mark) með franska landsliðinu en hann varð heimsmeistari með þeim nýverið.
Velkominn til Everton Djibril Sidibe!
Spennandi leikmaður til að veita Coleman samkeppni.
Vonandi koma einhverjir fleiri í dag.