Mynd: Everton FC.
Everton tók á móti Arsenal í dag á Goodison Park og — líkt og í síðustu tveimur leikjum –, unnu þeir nokkuð auðveldan sigur. Arsenal menn áttu engin svör, fengu sárafá færi og voru í raun stálheppnir að fá ekki á sig fleiri mörk. Eitt mark nægði þó til sigurs.
Uppstillingin: Pickford, Digne, Zouma, Jagielka, Coleman, Gueye, Gomes, Bernard, Gylfi, Richarlison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Stekelenburg, Baines, Davies, Walcott, Lookman, Tosun.
Silva gerði eina breytingu á liðinu fyrir leik, Jagielka inn fyrir Keane (sem var veikur), og það reyndist algjör happafengur því Jagielka skoraði strax á 9. mínútu. Markið kom eftir langt innkast frá Digne sem Jagielka og varnarmaður Arsenal börðust um í loftinu en náðu bara að framlengja boltann. Calvert-Lewin náði skalla að marki en blokkerað en varnarmaður Arsenal gaf boltann á Jagielka upp við mark og hann þakkaði fyrir sig með því að pota inn. 1-0 Everton.
Engin ógnun frá Arsenal að heita má restina af fyrri hálfleik, Everton gaf Arsenal engan frið á boltanum og hirtu hann af þeim trekk í trekk. Everton liðið hættulegra í fyrri hálfleik, án þess þó að skapa sér dauðafæri. 1-0 í hálfleik.
Arsenal menn byrjuðu seinni hálfleik af nokkrum krafti og þeir fengu hálffæri á fyrstu mínútunum, þegar Pickford reyndi að slá boltann frá en beint á sóknarmann Arsenal sem skaut viðstöðulaust en hátt yfir.
Bernard fékk dauðafæri á 58. mínútu þegar varnarmaður skallaði of stutt til markvarðar og setti Bernard einan inn fyrir. Skotið hins vegar varið. Illa farið með gott færi.
Tvö hættuleg færi litu dagsins ljós á um 70. mínútu, fyrst skot frá Arsenal sem sleikti utanverða stöngina. Hinum megin komst Richarlison í skyndisókn upp hægri kantinn og sendi á Gylfa alveg upp við mark en skotið frá honum beint á markvörð. Everton hefðu átt að vera komið 3-0 yfir á þessum tímapunkti.
Bernard komst aftur í dauðafæri vinstra megin í teig en aftur fór færið hjá honum forgörðum.
Arsenal menn voru svo stálheppnir að missa ekki mann út af þegar varnarmaður klippti niður Calvert-Lewin, þar sem hann var kominn í gegn út á kanti.
Walcott og Lookman inn á fyrir Richarlison og Bernard. Davies inn á fyrir Gylfa rétt undir lokin.
En Everton lokaði þessu vel og Arsenal fékk engin teljanleg færi og voru í raun heppnir að fara af velli með aðeins eitt mark í mínus.
Lokastaðan því 1-0 fyrir Everton.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Jagielka (8), Zouma (7), Digne (7), Coleman (7), Gomes (7), Sigurdsson (7), Gueye (8), Bernard (8), Calvert-Lewin (8), Richarlison (7). Varamenn: Walcott (6). Dominic Calvert-Lewin valinn maður leiksins. Markvörður Arsenal sá eini sem var með hærri einkunn en fimm. Það segir ákveðna sögu.
Flottur fyrri hálfleikur
Frábær sigur, nú geta loksins allir verið sammála (eða það vona ég svo sannarlega) hérna á síðunni. Um eitt….
Dominic Calvert-Lewin er frábær!
Glæsilegt,
Sæll Helgi.Nú er ég sáttari en ég var þegar að ég hitti þig um daginn.
Sælir félagar er stadur í noregi og sá leikinn.Ég segi bara þvi líkur leikur og er svo sáttur.Þrí sigrar í þremur leikjum.er bara snilld ég held að EVERTON sé kominn á beinu brautina eru menn sammála því.Þeir voru allir góðir hjá okkur og spyla var frábær hjá okkur
mér fannst liðið mitt gott í dag og leikmenn eins og Gana, Gomes, Bernard, Coleman, Zouma og Digne mjög góðir. Calwert Lewin er hrikalegur í framlínunni og á bara eftir að verða betri. Hann lætur svo sannarlega finna fyrir sér. Einstaka ákvörðun sem ekki var alveg rétt hjá honum (reynsluleysi). Ánægður að sjá Jag koma inn og skora. Hefði gefið Davies fleiri mínútur þar sem Gylfi var ekkert að gera neitt sérstakt. Samt sem áður rannsóknarefni að liðið sé fyrst að komast í form og einhvern takt þegar 6-7 mánuðir eru búnir af tímabilinu. Vona að ef Silva heldur áfram með liðið þá verði einhver breyting á þessu 🙂
Fyllilega verðskuldaður sigur í dag og hefði getað orðið stærri.
Fyrir utan fyrstu tvær mínúturnar fannst mér Arsenal aldrei eiga séns í dag. Okkar menn voru miklu ákveðnari og grimmari í alla bolta og í öllum návígum.
Ég hef ekki alltaf verið hrifinn af DCL og sagt eitt og annað um hann en sá drengur er að troða því öllu ofan í mig aftur. Hann er búinn að vera frábær í síðustu leikjum og í dag var hann algjörlega stórkostlegur.
Gylfi átti fínan leik í dag. Skoraði ekki en átti jafn mörg skot á markið og allt Arsenal liðið í dag.
Fotbolti.net er með þetta…
https://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=274160
Sæll Ari.Þú ert þó ekki að eltast við bullið á þeirri síðu sem fjallar yfirleitt ekki vel um okkar lið.
Uss Orri 🙂
Sæll Orri minn. Síst af öllu átti ég von á þessu frá þér.
Sæll Ari.Mér finnst þessi síða aldrei hafa farið fögrum orðum Everton enda fer ég helst ekki inn á þessa lélegu síðu.
Jagielka í liði vikunnar að mati BBC:
https://www.bbc.com/sport/football/47841776
Ekki ég heldur elsku Orri vinur minn, ég vildi bara sýna ykkur þetta um hann Gylfa okkar 🙂 Ég hefði hugsanlega átt að finna annann miðil með þessari statistik en ég las bara fyrirsögnina sko 😉
Hvaða væl er þetta hjá Arsenal mönnum um ólöglegt mark? það er ekki rangstaða eins og hjá lpool í fyrsta markinu þeirra á föstudag.
Digne svaraði þessu nokkuð vel sjálfur.
w.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-star-lucas-digne-sends-16094441
Svona átti þetta að vera https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-star-lucas-digne-sends-16094441
Það var nánast allt flott við þennann leik. Nema náttúrulega mörkin sem komu ekki til viðbótar.
Ég hef aðeins horft á hann aftur og það er magnað að sjá til Bernard í dag. Í þessum leik sýndi hann hvað hann getur. Frábærinn að hafa fengið hann frítt. Magnaður leikmaður 🙂
Hérna vitna ég í góðað grein þar sem talað er um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um Everton eftir að nýleg uppganga hófst eftir 17 daga fríið fræga. Í greininni kemur fram að fáir fjölmiðlar tala fyrst um hversu Everton séu góðir heldur er það yfirleitt alltaf viðkvæðið hjá þeim flestum hvað hinir eru slakir. West Ham voru hræðilegir, Chelsea ömurlegir, Liverpool undir mikilli pressu og Arsenal með meidda menn…
https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-being-overlooked-pundits-marco-16103389.amp
[ Innskot ritstjóra: Þetta komment má lesa hér: http://everton.is/2019/04/11/hugleidingar-um-lidid/ ]
Sælir félagar æltar einhver að kíkja á ölver á morgun til að horfa á okkar menn í Everton að eiga við Fullham
Á fastlega von á því. Ætla að reyna að mæta sjálfur, ef ég get. Gæti þurft að fara í seinni hálfleik.
Er hann sýndur þar?
Skv. heimasíðu þeirra (sportbarinn.is), þá virðist svo vera…