Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Newcastle – Everton 3-2 - Everton.is

Newcastle – Everton 3-2

Mynd: Everton FC.

Flautað var til leiks kl. 15:00 í viðureign Newcastle og Everton.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Zouma, Keane, Kenny, Gomes, Gueye, Richarlison, Gylfi, Bernard, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Mina, Schneiderlin, Lookman, Walcott, Tosun. Coleman var upphaflega tilkynntur í byrjunarliðinu, en veiktist og Kenny tók hans stöðu.

Everton liðið mætti einbeitt til leiks og var búið að skapa sér færi á fyrstu mínútunni, sem endaði með lausu skoti á mark. Engin hætta. Newcastle tóku sér aðeins lengri tíma að settla, en náðu tveimur háum fyrirgjöfum frá vinstri fyrir mark Everton, sem enginn náði til.

Everton var hins vegar undan að skora, á 18. mínútu, eftir flottan undirbúning hjá Digne og Bernard vinstra megin. Bernard sendi flotta sendingu upp kantinn á Digne, sem sendi háan bolta fyrir mark og Calvert-Lewin stökk hátt upp og skallaði boltann í hliðarnetið við fjærstöng. Staðan orðin 0-1 fyrir Everton.

Pickford gerðist sekur um slæm mistök á 28. mínútu þegar honum tókst ekki að slá fyrirgjöf frá marki, heldur missti af boltanum og tók niður Rondon í leiðinni í hálfgerðu górillugripi. En Jordan Pickford bætti um betur og varði bara vítið í staðinn.

Örskömmu síðar var Everton búið að skora annað mark, þegar Gomez sendi fasta lága fyrirgjöf fyrir mark frá hægri. Markvörður kastaði sér niður og varði en frákastið fór beint til Richarlison sem þurfti bara að pota inn. Staðan orðin 0-2 fyrir Everton. Algjör vendipunktur í leiknum — í stað 1-1 var staðan orðin 0-2.

Pickford sýndi aftur hvað hann getur á 40. mínútu þegar hann varði glæsilega skot frá sóknarmanni Newcastle, sem var kominn einn inn fyrir með varnarmenn að narta í hælana á sér. 0-2 í hálfleik.

Lítið að frétta framan af seinni hálfleik þangað til í einni sókn, þegar Calvert-Lewin hefði getað sett Richarlison einan inn fyrir — ef hann hefði bara náð að setja stungusendinguna framhjá aftasta. Tókst þó ekki.

Stuttu síðar gerði Pickford svo önnur slæm mistök í leiknum þegar Salomon Rondon nálgaðist markið með tvo varnarmenn í sér. Engin þörf fyrir Pickford að hlaupa á móti en fyrir vikið reyndi Rondon vippu yfir hann sem sleikti utanverða stöngina. Þar skall hurð nærri hælum.

En á 65. mínútu náðu þeir loks að skora. Salomon Rondon þar að verki með skot innan teigs sem breytti lítillega um stefnu af Digne. Staðan orðin 1-2 og Everton búið að hleypa Newcastle inn í leikinn aftur.

Carlvert-Lewin var reyndar nálægt því að skora þegar hann fékk sendingu frá Bernard frá vinstri og með flottum snúningi náði hann skotfæri en skaut boltanum rétt framhjá.

Gylfi setti Richarlison svo inn fyrir hægra megin með flottri sendingu en varnarmaður náði að hreinsa þegar Richarlison var kominn upp að marki og átti bara eftir að setja hann.

Richarlison var svo skipt út af fyrir Mina á 75. mínútu.

En á 80. mínútu náðu Newcastle menn að jafna. Fast skot af löngu færi sem Pickford varði en frákastið náttúrulega beint á Perez, sóknarmann Newcastle, og hann, með engan varnarmann í sér, náði skoti sem Pickford varði en boltinn lak í netið. Staðan orðin 2-2. En Newcastle menn voru ekki búnir.

Á 83. mínútu hefðu þeir getað komist yfir eftir hornspyrnu en Pickford varði í horn fast skot á nærstöng. En aðeins mínútu síðar skoruðu Newcastle enn eitt markið og var þar Perez aftur að verki. Ekki viss um að markið hafi átt að standa þó, því Perez hljóp úr rangstöðu og fékk svo sendingu frá Rondon. Línuvörður sá ekkert athugavert við það. Staðan 3-2. Ótrúlegur viðsnúningur hjá Newcastle.

Walcott var skipt inn á fyrir Kenny á 86. mínútu og fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma en Everton tókst ekki að finna leiðina í gegn. Svekkjandi 3-2 tap staðreynd.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (4), Kenny (5), Keane (4), Zouma (5), Digne (7), Gueye (6), Gomes (7), Richarlison (7), Sigurdsson (7), Bernard (8), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Mina (5).

15 Athugasemdir

  1. Gunnþòr skrifar:

    Hvað er í gangi í alvöru?

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Týpískt Everton. Ágætis fyrri hálfleikur en mæta svo ekki til leiks eftir hlé.
    Þetta er búið að gerast hvað eftir annað á tímabilinu og ég fer að halda að sökin á því liggji hjá þjálfaranum.
    Það er líka sorglegt að sjá að það er enginn katakter í þessu liði sem dregur menn áfram þegar á móti blæs.

  3. Diddi skrifar:

    áherslubreytingarnar sem Finnur taldi fréttnæmar hafa gleymst í þessum leik er ég hræddur um 🙂

    • Ari S skrifar:

      Af hverju svona leiðindakomment Diddi?

      Ég svo sem býst ekki við svari frá þér frekar en fyrri daginn Diddi minn ekkert vera að rembast við það.

      Ég hélt að tímabilið hefði tekið U-beygju í Cardiff leiknum. Og síðar eftir góða baráttu í Liverpool leiknum…. eins og fyrri hálfleikurinn í gær var góður þá var hinn síðari lélegur. Það er ljóst að uppsveiflan sem ég hélt að hefði komið í tveimur leikjum þar á undan er farinn veg allrar veraldar.

      Og skiptingin þegar Richarlison var tekinn útaf og Mina settur inná misheppnaðist algerlega. Sókn er besta vörnin og mér finnst sem að Silva hafi hreinlega gert mistök í þessari skiptingu. Vörnin og bara allt saman virðist hafa riðlast þegar Mina kom inná. Pickford var ekki öruggur í seinni hálfleiknum… jæja ég er hættur… segi ekki meir…

      kær kveðja, ari

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Tímabilið virðist snarlega hafa tekið aðra U beygju til hins verra.
        Ég er sammála þér með skiptinguna á Mina fyrir Richarlison, ég skil ekki hver hugsunin var með henni, hefði viljað sjá Lookman koma inn í staðinn.

  4. Gunnþòr skrifar:

    Sá ekki leikinn en að tapa niður tveggja marka forystu finnst mér ekki boðlegt.

    • Diddi skrifar:

      vonandi höfum við fengið fleiri innköst en þeir samt 🙂

  5. Ari S skrifar:

    Bara að við hefðum framherja eins og Arsenal hefur þá væri útlitið annað, held ég. Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang myndu bæta Everton liðið verulega. Ekki gott að hafa miðjumann og kantmann sem helstu markaskorara. Verst er að annar þeirra skuli vera íslendingur sem virðist fara smá í taugarnar á sumum… 😉

    Áfram Everton að eilífu!

    • Orri skrifar:

      Sæll minn kæri vinur.Ert þú að meina að tjöllunum sé illa við að hafa íslendinga í ensku liðunum.

      • Ari S skrifar:

        Sæll kæri vinur, nei ég er að meina sumum hérna á þessu spjalli.

        • Ari S skrifar:

          …….er illa við að hafa Íslending í liðinu…

          • Orri skrifar:

            Sæll Ari vinur minn.Ég ætla bara láta það koma fram hérna að mér er ekki illa við að hafa íslending í liðinu en að mínnu mati er enginn íslenskur knattspyrnumaður nógu góður fyrir Everton en þetta er bara mínn skoðun.En að mér sé eitthvað illa við gylfa er bara fjarstæða ég þekkji manninn lítillega og kann afskaplega vel við hann af þeim kynnum.

          • Ari S skrifar:

            Ég var nú meira með Didda í huga heldur en þig Orri.

  6. Diddi skrifar:

    já ég veit að þetta er bara bréf frá einum stuðningsmanni en ekki 15 þannig að þetta er ekki fréttnæmt en engu að síður snilldarbréf og skemmtileg lesning. Segir eiginlega mjög mikið um gang mála. https://royalbluemersey.sbnation.com/2019/3/11/18258650/everton-newcastle-united-tactical-analysis-match-review-marco-silva-substitutions-richarlison-mina

    • Eirikur skrifar:

      Get tekið undir það að þetta er nokkuð góð samantekt hjá þessum Adam. Kannski bara rétt hjá honum þegar að hann segir að Silva sé „fraud“? Skildi aldrei af hverju það varð að fá hann sem stjóra.