Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Aðalfundur og árshátíðarhelgi fyrir norðan - Everton.is

Aðalfundur og árshátíðarhelgi fyrir norðan

Mynd: Everton FC.

Það er okkur bæði ljúft og skylt að boða til aðalfundar Everton á Íslandi fyrir haustið 2018, en tvö ár eru liðin frá síðasta aðalfundi! Tíminn líður hratt, ekki satt?

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að það eru ansi margir fylgismenn Everton fyrir norðan og við í stjórn eigum margar skemmtilegar minningar frá síðustu árshátíð, þannig að okkur langar að endurtaka leikinn! Meiningin er að skemmta okkur saman, gera þetta að Everton helgi fyrir norðan, halda bæði aðalfund og árshátíð og horfa svo saman á Everton leik eftir rétt tæpar tvær vikur.

Dagskráin er eftirfarandi: Við ætlum að halda aðalfund á laugardeginum, 15. september, og árshátíð í kjölfarið (á laugardagskvöldinu). Dagskránni lýkur svo á sunnudeginum en þá mætum við á Kaffi Amor og horfum við saman á Everton taka hressilega á móti botnliði West Ham á Goodison Park kl. 15:00. Nánari upplýsingar um staðsetningu og tímasetningu fyrir aðalfund verða auglýstar síðar en við erum búnir að taka frá sal á Greifanum fyrir hópinn fyrir árshátíðina.

Matseðillinn þar er: Humarsúpa í forrétt, lamba-ribey í aðalrétt og ísþrenna í eftirrétt. Verð per mann er 6.500 kr. og munum við senda út hlekk á skráningarsíðuna von bráðar.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest! Endilega látið í ykkur heyra!

5 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Ég ætla klárlega að mæta!

  2. Elvar Örn skrifar:

    Ég mæti klárlega

  3. Halli skrifar:

    Þetta verđur eitthvađ. Mætum ì gleđina à norđurlandinu

  4. albert skrifar:

    Mæti 🙂

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Kemst því miður ekki.