Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Stoke – Everton 1-2 - Everton.is

Stoke – Everton 1-2

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Baines. Keane, Jagielka, Coleman, Gana, Davies, Rooney, Bolasie, Walcott, Tosun.

Varamenn: Robles, Martina, Schneiderlin, Niasse, Klaassen, Calvert-Lewin, Holgate.

Tom Davies fékk fyrsta og líklega eina almennilega færi fyrri hálfleiks strax á 6. mínútu þegar Charlie Adam skildi Davies eftir óvaldaðan inni í teig og Davies náði að skalla háan bolta að marki, en rétt yfir. Hefði átt að halda honum niðri, þá hefði þetta líklega verið mark.

Aðstæður versnuðu til muna eftir um 20 mínútna leik þegar byrjaði að snjóa og var oft erfitt að sjá hvar boltinn var hverju sinni. En það eina markverða sem gerðist eftir þetta var á 30. mínútu, þegar Charlie Adam var rekinn út af fyrir tæklingu á Wayne Rooney og Stoke því manni færri. Þulirnir á því að þetta hafði verið strangur dómur.

Everton náði þó ekki að nýta sér liðsmuninn. 0-0 í hálfleik.

Tom Davies byrjaði seinni hálfleik á að lenda í samstuði við Jack Butland, markvörð Stoke og var Calvert-Lewin skipt inn á fyrir hann á 52. mínútu. Líklega bara til öryggis ef um heilahristing væri að ræða hjá Davies.

Það var voða lítið að gerast í seinni hálfleik, fyrir utan einstaka langskot (þar með talið algjöran þrumufleyg frá Keane utan af velli). En á 68. mínútu náði Everton loks að brjóta ísinn. Og það þurfti þrjár tilraunir í sömu sókn til að skora. Cenk átti skalla í kjölfar aukaspyrnu en Butland varði glæsilega. Calvert-Lewin ætlaði að pota inn, en Stafalidis var snöggur og náði — á línu — að ýta með fætinum boltanum frá marki. En það setti Cenk Tosun í dauðafæri og honum brást ekki bogalistin heldur þrumaði inn. 0-1 Everton. Þriðja mark Tosun í þremur leikjum.

En það entist ekki lengi því Stoke jöfnuðu á 78. mínútu eftir aukaspyrnu. Hár bolti fyrir og Choupo-Moting potað inn. Hann var nýkominn inn á og var skipt út af strax eftir markið þar sem hann meiddist við að skora.

En Everton féllust ekki hendur heldur komust yfir aftur á 83. mínútu eftir fyrirgjöf frá Wallcott frá hægri. Tosun aftur mættur og skallaði í markið. Tosun hefði getað náð þrennu stuttu síðar þegar hann komst í færi upp við mark en Butland varði skotið vel.

Wayne Rooney var svo skipt út á fyrir Schneiderlin á 87. mínútu og Holgate kom inn á fyrir Bolasie á 92. mínútu.

Fjórum mínútum bætt við, en fleiri mörk urðu færin ekki. 1-2 útivallarsigur hjá Everton í dag.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (6), Keane (7), Jagielka (6), Baines (6), Gueye (6), Davies (6), Walcott (7), Rooney (8), Bolasie (7), Tosun (8). Varamenn: Calvert-Lewin (4). Aðeins einn hjá Stoke náði 7 í einkunn, flestir með 6 og sumir 5. Maður leiksins að mati Sky var Cenk Tosun.

12 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ef við vinnum ekki þennan leik manni fleiri þá er það algjör skandall.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Stoke mun vinna þetta núna.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Ógeðslega erfiðar aðstæður, jeminn. Tosun okkar besti maður og hann er kominn með 4 mörk í 3 leikjum.
    Jagielka flottur líka og Rooney heilt yfir góður einnig.

    Við höfðum bara unnið einn útileik á leiktiðinni þegar kom að þessum leik svo sigur í dag var ansi kærkominn.

    Vil sjá Klaassen byrja í næsta leik í stað Davies en annars fannst mér liðsuppstillingin fín í dag. Kantmenn okkar áttu erfitt með að fóta sig í dag enda flughált og helling af snjó og rugli að hægja á boltanum.

    Djöfulli var Tosun öflugur, gæti verið klassa striker þar á ferð.

    Andi ánægður að ná sigri í dag.

  4. Jón Ingi skrifar:

    Ánægjulegt að sjá loksins útisigur. Aðstæður voru hræðilegar og manni leið ekki vel að horfa á leikinn, skíthræddur um að menn mundu meiðast. Góður útisigur, hlakka til að sjá þá í ferðinni okkar á móti Newcastle. Tyrkinn að koma til.

  5. Teddi skrifar:

    Árlegt vorbréf stjórnar íslenska aðdáendaklúbbsins kom í dag.
    Virkilega gaman þessu framtaki klúbbsins að kaupa íslenskar glasamottur.
    Hvernig pantar fólk motturnar?

    • Finnur skrifar:

      Alltaf gaman að heyra þegar fólk kann að meta framlagið!

      Hvað frekari pantanir varðar þá skulum við byrja með það þannig að senda bara skeyti á everton.a.islandi (hjá) gmail (punktur) com og tilgreina fjölda og heimilisfang til að senda á.

  6. Gestur skrifar:

    Mjög flott og skemmtileg gjöf barst í dag og fínn pistill hjá formanninnum. Takk fyrir mig.

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/confirmed-everton-line-up-vs-14479585

    Schneiderlin og Rooney saman á miðjunni. Þetta verður ekki gott.
    0-3 fyrir city☹