Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Watford – Everton 1-0 - Everton.is

Watford – Everton 1-0

Everton tók á móti Watford á Vicarage Road heimavelli Watford í dag kl. 17:30

Byrjunarliðið: Pickford, Kenny, Williams, Keane, Martina, Davies, Gana, Rooney, Gylfi, Walcott og Niasse

Bekkurinn: Robles, Schneiderlin, Bolasie, Tosun, Calvert-Lewin, Holgate og Garbutt.

Ritarinn okkar Finnur var á vellinum og vorum við bræður, Georg og Elvar því með skýrsluna.

Lítið var af opnum færum í fyrri hálfleik, Everton átti nokkrar álitlegar sóknir en vantaði lokahnykkinn á sóknirnar. Þetta var leikur þar sem að síðasta sendingin var ekki alveg upp á það besta.

Staðan í hálfleik var 0-0

Seinni hálfiekur var nokkuð opinn bæði lið voru að reyna að brjóta upp varnirrnar án lítils árangur. Everton voru þéttir til baka og gáfur lítið af færum, Keane átti nokkrar mjög flottar tæklingar í leiknum.

Big Sam reyndi að lífga upp á sóknarleikinn með því að að skipta Cenk Tosun inn á 57. mínútu fyrir Niasse sem var að vanda duglegur.

Það var svo á 79. mínútu sem að Watford gerir vel þar sem Okaka fer upp kantinn og sendir boltann á Deeney sem var óvaldaður í miðjum teignum, Williams var allt of langt frá honum, Deeney færir boltann til hliðar og setur hann í markið. 1-0 fyrir Watford.

Sam reyndi að lífga upp á sóknarleikinn í kjölfarið til að jafna leikinn og setti Calvert-Lewin og Bolasie inn fyrir Rooney og Gylfa á 82. mínútu.

Everton fékk hornspyrnu í uppbótartíma og fór Pickford fram, Pickford náði skallanum og lendir boltinn hjá Tosun sem skallar boltann en Karnezis varði boltann.

Leikurinn fjaraði svo út og endaði þetta 1-0 fyrir Watford og enn einn leikurinn sem tapast á útivelli.

17 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þessi leikur er sýndur á BT Sports í Englandi og ef mér skjátlast ekki þá höfum við tapað öllum leikjum sem sú stöð hefur sýnt á þessu tímabili og það stórt. Ég býst ekki við að það breytist í dag, þetta fer 3-0 fyrir Watford.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Game over😡😡😡

    • Orri skrifar:

      Sæll Ingvar.Getur þú ekki talað við þá hjá BT Sports og beðið þá um að hætta sýna Everton leikina ef það yrði kanski til þeir færu að vinna leik,ég held að það væri alveg þess virði tala við þá.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Við erum aftur á útivelli næstu helgi og það er nokkuð öruggt að það verður nákvæmlega það sama uppi á teningnum.
    Við erum kannski ekki langt frá Evrópusæti en það er ekki séns í Helvíti að við náum því.

  4. Gunnþór skrifar:

    Hvernig samning er sopinn með verður nýr stjóri í sumar?

    • Orri skrifar:

      Sæll Gunnþór.Það verður að skipta um stjóra og það í logandi hvelli.

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Sammála. Ég var á þeirri skoðun að við ættum að bíða með það þar til eftir tímabilið, eða allavega þar til við værum komnir með þessi 40 stig, en ekki lengur.

        • Orri skrifar:

          Sæll Ingvar.Ég er bara ekki sjá þessi 40 stig með svona spilamensku því miður.

  5. Ari G skrifar:

    Hvað klikkaði í gær afruglarinn bilaði hjá mér og ég gat ekki séð leikinn. Vonandi nær Everton 50 stigum fljótt að koma vinna alla leiki heima þá koma þau. Vill nýjan þjálfara í sumar skil ekki enn hvernig Everton datt það í hug að ráða Sam var enginn betri til í stöðunni trúi því ekki.

    • Ari S skrifar:

      Ég held að hann hafi verið ráðinn vegna þess að það verður og þykir sjálfsagt að reka hann í sumar.

      Að ráða alvöru stjóra til félagsins þegar Sam var ráðinn var lítill sem enginn möguleiki því það var eiginlega enginn alvöru stjóri til taks eða enginn sem stóð til boða. Þetta held ég allavega.

      Næsta sumar munu nokkrir alvöru stjórar standa Everton til boða, held ég. Sam var bara fenginn til að ná í 40 stig, það hlýtur bara að vera. Ekki séns að félagið ætli sér að hafa hann áfram.

  6. Gestur skrifar:

    Sam er algjör pappakassi.

  7. Diddi skrifar:

    gaman að sjá hverju þessi æfingaferð til Dubai skilaði. Næstum 67% heppnaðar sendingar, hungur og barátta og sigurvilji skein í gegn og greinilegt að þjálfararnir hafa náð vel til leikmanna 🙂 Klárt mál að enginn þessara leikmanna hafa nokkurn áhuga á að leggja sig fram fyrir þennan apahaus sem er við stjórnvölinn.

  8. Elvar Örn skrifar:

    Paulo Fonseca mun taka við Everton í júní, besta mál það.

  9. Elvar Örn skrifar:

    Coleman og Baines eru ready fyrir leikinn á morgun, verða amk í hóp. Funes Mori þarf einn U-21 leik í viðbót áður en hann verður valinn í hópinn.
    Must að vinna á morgun en Burnley hafa verið ansi sterkir en dalað aðeins undanfarið en Everton hefur bara unnið 1 útileik og því er maður ekki að deyja úr bjartsýni.
    Sjáum hvað setur.

  10. Georg skrifar:

    Funes Mori var valinn i hóp Argentínu fyrir 2 æfingarleiki í lok mánaðar. Nokkuð magnað í ljósi þess að hann hefur ekkert spilað á leiktíðinni.

    Þurfum svo 3 stig á morgun!