Mynd: Everton FC.
Uppstillingin: Pickford, Coleman, Keane, Jagielka, Martina, Gueye, Davies, Walcott, Rooney, Gylfi, Niasse. Varamenn: Schneiderlin, Williams, Bolasie, Tosun, Calvert-Lewin, Robles, Kenny.
Everton liðið var heppið að lenda ekki undir eftir föst leikatriði í tvígang frá Leicester en þar með var þætti Leicester að mestu lokið í fyrri hálfleik.
Ekki mikið um færi þangað til á 25. mínútu að Cuco Martina stal boltanum af Leicester manni, sendi á Gylfa hátt upp hægra megin sem þurfti bara að setja boltann í hlaupalínuna hjá Walcott sem var á auðum sjó inni í teig fyrir framan mark og setti hann í netið.
Everton hefði átt að bæta við öðrum marki á 37. mínútu þegar Gylfi sendi lágan bolta fyrir mark sem Leicester maður hreinsaði beint í fangið á Niasse. Hann var á auðum sjó beint fyrir framan markið en skaut í utanverða stöngina. Illa farið með gott færi.
Það kom þó ekki að sök því Everton bætti við marki á 38. mínútu og aftur var Walcott að verki. Rooney (eða var það Gylfi?) sendi fyrir mark frá hægri, Keane vinstra megin skallaði fjærstöng og þar var Walcott mættur til að þruma inn. 2-0 fyrir Everton.
Rooney hefði svo getað bætt við marki rétt fyrir lok hálfleiks eftir flikk inn í teig frá Gylfa.
2-0 í hálfleik.
Engar breytingar á liðunum í hálfleik og engin breyting á leiknum heldur — Everton með yfirburði og engin hætta kom frá Leicester sem áttu engin svör.
Everton virtist því ætla að sigla þessu auðveldlega í höfn, alveg þangað til Rooney gaf algjörlega fáránlegt víti á 71. mínútu þegar hann togaði augljóslega á sóknarmann Leicester inni í teig. Vardy á punktinn og skoraði örugglega í vinstra hornið — sendi Pickford í rangt horn. Leicester þar með að minnka muninn í 2-1 og þeir allt í einu komnir inn í leikinn aftur.
Heilmikil taugaveiklun fylgdi að sjálfsögðu í kjölfarið, bæði á velli og á pöllunum. Leicester áttu tvö skot í tréverkið í sömu sókn stuttu síðar. Fyrst í neðanverða slána og svo í stöng. Greinilega svona „stöngin út“ dagur fyrir Leicester. Martina bjargaði svo á línu stuttu síðar.
Allardyce sá í hvað stefndi og gerði tvöfalda skiptingu: Rooney og Gylfi út af fyrir Schneiderlin og Calvert-Lewin á 81. mínútu. Skipting sem greinilega var ætlað að verja stigin þrjú, hægja á leiknum og taka bitið úr leik Leicester.
Og þetta hafði góð áhrif því ógnun Leicester minnkaði til muna. Walcott var meira að segja hársbreidd frá þrennunni þegar boltinn barst óvænt til hans eftir að Schmeichel kýldi boltann úr teignum. Walcott reyndi viðstöðulaust skot á mark, með markmann í grasinu, og boltinn hefði farið inn ef varnarmaður hefði ekki verið mættur til að bjarga á línu.
Coleman átti svo dauðafæri á 86. mínútu þegar hann komst í ákjósanlegt færi inni í teig eftir að hafa brunað með boltann upp allan völlinn. En í stað þess að setja hann í netið með vinstri reyndi hann skot utanfótar með hægri sem fór langt framhjá (boltinn, þeas, ekki fóturinn á honum).
Niasse var svo skipt út af á 88. mínútu fyrir Williams og Everton landaði sigri á Leicester í kvöld. 2-1, mjög kærkomið.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (8), Martina (7), Keane (7), Jagielka (7), Gueye (7), Davies (7), Sigurdsson (6), Rooney (6), Walcott (9), Niasse (6). Varamenn: Schneiderlin (6), Williams (6), Calvert-Lewin (6). Leikmenn Leicester skiptust á fimmum og sexum. Walcott maður leiksins.
Frábært að sjá Coleman aftur í liðinu.
Coleman er frábær…
Vá, hvað það yljar manni um hjartarætur!
Gylfi Sigurðsson með stórleik í kvöld… hálfleikur…
Held að Coleman sé búinn að hlaupa meira í kvöld heldur en letihaugurinn Schneiderlin allt tímabilið.
O shit!!
Þetta verða stressandi mínútur.
Þetta voru hrikalega erfiðar mínútur… en þetta hafðist og Davies var ágætur í lokin að pirra aðeins og tefja/ekkitefja… gerði það sem hann mátti gera… benda á að menn væru of nálægt…
En hjúkk þetta hafðist.. Ég elska Coleman, næsta Everton treyjan mín verður með #23 Coleman á bakinu.
Ég sá ekki leikinn en ég elska Coleman líka og á treyju með honum sem ég keypti í vor.
Georg með rétta spá vel gert flott úrslit.
Aldrei spurning með þessa spá haha
Það er allt annað að sjá liðið núna þurfum að fylgja þessu eftir.
Everton var að lána Lookman til RB Leipzig, uss hvað er að frétta.
Góður sigur í dag og verðskuldaður.
Það reyndi á taugarnar að horfa á leikinn eftir vítið. Ánægjulegt að sjá Coleman aftur. Vonandi er þetta upphafið að einhverju betra.
Mangala fær treyju nr 13 út leiktíðina, gott mál.
Hvaðan hefur þú það?
Var í beinni á Sky Sports frá Finch Farm eða Goodison rétt í þessu. 99% staðfest 🙂 Búið að skrifa undir en ekki staðfest fyrr en fyrir kl 01.
Allardyce skammaðist út í Lookman fyrir að vilja fara og Allardyce skammaðist út í Klaassen fyrir að vilja EKKI fara.
Menn eru almennt mjög fúlir út í Allardyce eftir kvöldið og segja hann koma svipað fram við Klaassen og Koeman gerði við Niasse.
Mjög sorglegt ef satt er.
ps. svo fannst mér mjög skrýtið og lélegt að skipta ekki mönnum inná miklu fyrr í leiknum í kvöld gegn Leicester City).
Wow… Ég missti alveg af þessu — hvar var Allardyce að skammast út í einhvern? 🙂
Sá þetta viðtal og Allardyce drullar yfir ákvörðun Lookman, vona að Lookman standi sig þarna bara. Finnst Allardyce tjá sig aðeins if mikið þarna. Lookman er samt bara á láni án möguleika á kaupum af hálfu RB að því loknu.
Sam var held ég að gagnrýna hann að velja Þýskaland þar sem önnur lið t.d. á englandi höfðu áhuga að fá hann lánaðan. Hann er hræddur bæði með spiltíma og líka að fyrir Lookman að vera í Þýskalandi þar sem er bara töluð þýska. Ef hann fær að spila mikið þarna þá er þetta hið besta mál og líka hjá flottu liði. En skil svona að vissu leiti hans áhyggjur ef að aðrir kostir á englandi voru í boði. Klárlega framtíðar leikmaður hjá okkur
Ég held að Lookman hafi áttað sig á því að eina leiðin fyrir hann að fá að spila reglulega hafi verið að komast sem lengst burt frá Allardyce.
Mo Besic lánaður til Middleborough, allt að gerast (staðfest)
Velkominn Coleman. Þessi hægri vængur núna með Coleman og Walcott er svakalegur. Walcott heldur betur að koma vel inn í liðið.
Gríðarlega mikilvægur sigur í kvöld. Áttum að skora meira i þessum leik og var gaman að sjá ákveðnina í leikmönnum. Leicester voru nákvæmlega ekkert búnir að gera í seinni hálfleik þegar þeir fengu þetta víti og leikurinn breyttist við þetta en sem betur fer kláruðum við þetta.
Áhugaverður leikur um helgina. Walcott að mæta á sinn gamla heimavöll og mun skora