Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Man United 0-2 - Everton.is

Everton – Man United 0-2

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Martina, Williams, Keane, Holgate, Schneiderlin, Davies, Bolasie, Rooney, Vlasic, Niasse. Varamenn: Robles, Kenny, Jagielka, Lennon, McCarthy, Gylfi, Calvert-Lewin.

Lífleg byrjun á leiknum og fyrri hálfleikur skemmtilegur þó ekki hafi verið mikið um alvöru færi. Svolítið erfiðar aðstæður til að spila fótbolta, enda stormurinn Dylan að ganga yfir svæðið.

Niasse átti líklega besta færið í fyrri háflleik þegar hann komst einn innfyrir vörn United á 25. mínútu og reyndi að pota framhjá De Gea en varnarmaður United náði að skriðtækla boltann í horn.

Eitt skot af löngu færi frá Pogba eina svar United. 0-0 í hálfleik.

Meistari Halli sá umfjöllunina um seinni hálfleikinn og kunnum við honum bestu þakkir fyrir:

Engar breytingar á liðunum í hálfleik. Mata á fyrsta skot hálfleiksins en Pickford ver og United fá hornspyrnu sem kemur ekkert úr.

Mata er maðurinn í upphafi seinni hálfleiks og á skot í stöng eftir rúmar 5 mín.

Leikmenn United meira með boltann og ógna meira og Pogba á skot framhjá.

Okkar menn sækja og eiga fyrirgjöf sem ekkert verður úr og bruna leikmenn United upp og skorar Martial gott mark sem Pickford á ekki möguleika í.

Ég sé ekki betur en að það sé tvöföld skipting Lennon inn fyrir Bolasie og McCarthy fyrir Rooney. Undarlegar skiptingar að mínu mati og hjálpa liðinu ekki en vona það besta.

Nú er þetta búið vera betra hjá okkur, Niasse átti skalla rétt framhjá úr úrvalsfæri eftir fyrirgjöf frá Holgate og höldum við pressunni áfram og Davies átti skot sem var blokkað. Lennon vann svo horn og átti Williams skot í kjölfarið. Nú hefur þetta litið bara vel út síðustu mínúturnar.

Pickford átti svo geggjaða vörslu frá Lindgaard.

En Lindgaard skoraði svo ruglað mark upp í sammarann og kemur United í 2-0 og líklega klárar málið fyrir þá.

Calvert-Lewin kemur inn fyrir Niasse — enginn Gylfi því í dag. Eitt af því sem ég hef áhyggjur af er að enn einn leikinn eigum við ekki skot á rammann.

Holgate með ruddalega tæklingu og hefði getað fengið rautt en slapp með gult.

Næsti leikur á móti Liverpool á Anfield í FA þar sem Big Sam er búinn að segjast ætla í bikarúrslit, þá vinnum við þann leik.

43 Athugasemdir

  1. Teddi skrifar:

    Nú skal spilað til jafnteflis, góða skemmtun.

    Takk og bless.

    • Diddi skrifar:

      nú? Þetta er nú í fyrsta sinn í langan tíma sem ekki er verið að raða varnarmönnum inná völlinn…. 🙂

      • Ari S skrifar:

        Já ég skil ekki kommentið.. „nú skal spila til jafnteflis“…
        Ég er
        sammála Didda aldrei þessu vant 🙂

        • Gunnþór skrifar:

          Það er ekki annað hægt en að vera sammála Didda alltaf. Gleðilegt nýtt ár. Hvernig er niasse góður eða lélegur.

          • Diddi skrifar:

            frekar lélegur hingað til finnst mér, kæmi mér ekki á óvart að Lewin leysti hann af í hálfleik

          • Ari S skrifar:

            Hann er að berjast en stundum klaufalegur og ætlar sér of mikið og missir boltann. Komst einn í gegn og gat skorað en erfitt færi. Er samt alltaf pínu hættulegur. Nokkuð eðlilegur leikur af hans hálfu hingað til finnst mér.

          • Diddi skrifar:

            og já Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu allir hér inni 🙂

  2. RobertE skrifar:

    Þessi Niasse er bara ekki að gera sig, ekkert ógnandi, getur ekki tekið á móti sendingu og er hægari en flestir inná vellinum

    • Ari S skrifar:

      Það vita allir að Niasse er enginn snillingur og er ekki sá besti. ég legg til að við hættum að segja alltaf hvað hann sé slakur leikmaður og/eða lélegur. Hann er bara það sem hann er og ekkert meira eða minna. Við þurfum betri mann en hann, það vita allir. 🙂

      • Ari S skrifar:

        Það hefur til dæmis akkúrat EKKERT komið frá Wayne rooney í leiknum. Og enginn gagnrýnir HANN hérna á everton.is spjallinu? Hvað er það til dæmis?

        • RobertE skrifar:

          Rooney hélt miðjunni alveg saman og var einnig virkilega duglegur í vörninni. Nýkominn uppúr veikindum en spilaði samt töluvert betur en Niasse, ef leikmaður stendur sig vel þá setur maður ekki neitt útá hann

          • Ari S skrifar:

            æææi ok þá það. 🙂

          • Ari S skrifar:

            Það kom samt ekkert frá þessari „bindingu“ sem þú kallar RobertE Skapaðist akkúrat engin hætta frá Rooney. baramitt álit.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hvers konar fávita skiptingar voru þetta eiginlega😠😠😠

  4. Diddi skrifar:

    hverjir komu ekki inná í seinni hálfleik, við hljótum að vera að minnsta kosti tveimur færri miðað við yfirburði manutd

  5. Gunni D skrifar:

    Nú er bara að verja 0-1 tapið.

  6. Gunni D skrifar:

    Nei, nú er allt að lifna við!

  7. Gestur skrifar:

    Það er voðalítið spennandi hjá Everton þessa daganna, ekki gaman að horfa á þá, hundleiðinlegur bolti og bara engin stemming í liðinu.

    • Ari S skrifar:

      Það kom smá kafli eftir fyrra markið hjá Manchester United (staðan er 2-0 þegar þetta er skrifað) þar sem að James McCarthy var öflugur í smástund, en það er bara ekki nóg því miður. 2-0 slökkti algerlega í leik okkar manna, þar sem að Keane, sem fram að því hafði átt ágætis leik, hleypti Lingard fram hjá sér sem að skoraði 2-0.

  8. Gunnþór skrifar:

    Gæðinn unnu í dag nokkuð sem vantar í bláa liðið. Þurfum að fara að gefa kjullunum frí mjög efnilegir en eiga svolítið í land því miður.

    • Orri skrifar:

      Eins og talað frá mínu hjarta.

      • Ari S skrifar:

        Orri í þau tuttugu ár sem að þú hefur hringt í mig (og ég stundum í þig) þá hef ég aldri nokkurn tímann heyrt þig tala illa um einn einasta mann. Og alltí einu núna segir þú að þú sért sammála Didda þegar hann segir að Sam Allardyce sé nú meira fíflið?

        Orri minn ertu sem sagt sammála að Allardyce sé fífl?

        Mikið væri samt gaman ef að þið gætuð fundið grein þar sem að Sam Allardyce segir þetta. Ég get ekki betur séð en að mbl.is sé einai fjölmiðillinn í heiminum þar sem hann segir þetta. Var mbl.is að taka viðtal við Sam eftir leik?

        • Orri skrifar:

          Sæll Ari.Þetta er sagt í hita leiksins kanski full gróft minn kæri vinur.

          • Ari S skrifar:

            já ég veit en ég finn þessi ummæli hvergi nema á mbl.is Mig grunar að einhver krakki hafi skrifað þetta og bara hreinlega skilji ekki einskuna…

    • Gestur skrifar:

      Ég las þetta og greyið ef hann heldur að þetta sé eina vandamálið.

    • Ari S skrifar:

      Ef hann hefur sagt þetta hvað er svona rangt við það sem hann á að hafa sagt Diddi? Fínt að fá smá rökstuðning frá þér svona til tilbreytingar… af því að það er komið nýtt ár… kær kveðja og gleðilegt ár Diddi minn 🙂

      • Diddi skrifar:

        í fyrsta sinn sem óskað er eftir rökstuðningi hér á þessari síðu Ari S og það er að verða pínu erfitt að gera þér til hæfis hér. Þú leggur til að menn hætti að tala um að Niasse sé lélegur t.d. En ég skal segja þér af hverju ég segi að Allardyce sé fífl. Í þessari grein sem er þér ekki þóknanleg talar hann um að eðlilegt sé að liðið skori ekki vegna þess að það vanti framherja. Fyrir leikinn grétu manutd vegna þess að þeir höfðu ekki neinn framherja til að tefla fram. Þeir áttu samt Martial og Rashford og við áttum Lewin og Niasse. manutd skoraði tvö án framherja. Þess vegna segi ég þetta. En mér finnst hann líka asni og fífl að tefla fram ofurvarnarsinnuðum liðum á móti WBA og Bournemouth en það er bara mín skoðun. Ég legg til að allir sem hafi ekki sömu skoðun og þú Ari S hætti bara að tjá sig hér. Það ætla ég alla vega að gera. Takk fyrir allt 🙂

        • Orri skrifar:

          Elskið friðinn félagar.

        • Diddi skrifar:

          hérna er svo þessi grein sem þú vilt meina að hafi verið tilbúningur. Bara vegna þess að það stendur eitthvað í henni sem er þér á móti skapi 🙂 http://soccer.nbcsports.com/2018/01/01/allardyce-we-better-get-a-scorer-or-well-have-to-grind-out-points/

        • Gestur skrifar:

          Mikið svakalega er ég sammála mörgu sem þú ert að segja þarna.

        • Ari S skrifar:

          Mér var ráðlegt að vera ekki að svara þér en þetta er bara smá útskýring vinur, ELSKU vinur 🙂

          Váá þessi pistill. Diddi minn við vitum alveg hvað Niasse getur og sumir hérna inni eru eins og biluð plata… alltaf sami söngurinn… það kominnlegg og spurt var… „Hvernig er niasse góður eða lélegur“ … og boltinn fór að rúlla… endilega talilð þið illa um Niasse ef þið viljið. Mér finnst þetta bara jaðra við einelti því það eru hægt að tala illa um marga aðra.. Þjú ert stundum eins og kelling þú nöldrar sco mikið og alltaf það sama… ég mun aldrei hætta að tjá mig hérna.

          Ég var ekkert að spyrja þig um ástæðuna fyrir því hvers vegna þér finnst Allardyce fífl. Þú mátt að sjálfsögðu hafa þína skoðun í friði elsku kúturinn minn.

          Þessi grein kemur hvergi fram… nema á mbl.is þú ert að láta hafa þig að fífli Diddi með því að vitna í mbl.is kjaftæði sem kemur hvergi fram nema þar. Notaðu sellurnar maður!

          Og hættu svo að grenja eins og kelling yfir lélegu gengi, Liðið okkar er lélegt og við vitum það alveg…

          • Ari S skrifar:

            ÉG biðst afsökunar á þessu sem ég skrifaði hér að ofan um þig Diddi.

            Þetta var rangt hjá mér og þetta kemur víðar fram en á mbl.is um að það sé eðlilegt að við eigum ekki skot á markið. Everton hefur verið hræðilega lélegt sóknarleik og það er bara ekkert nýtt að við eigum ekki skot á mark eða er það? Var þetta virkilega fyrsti leikurinn þar sem að Everton nær ekki skoti á markið???????

            Ég dýrka Thierre Henry og finnst hann sá besti í lýsingum og greiningu á knattspyrnu.

          • Gunnþór skrifar:

            Svarið við niasse er einfaldlega ekki nógu góður fyrir everton og vantar tőluvert uppá.

          • Ari S skrifar:

            Hef aldrei talað um annað Gunnþór. Akkúrat þess vegna skil ég ekki þessa sömu tuggu alltaf hreint. Þú skilur hvað ég á við er það ekki?

  9. Gunnþór skrifar:

    Hann verður ekki lengi í starfi það er klárt.