Mynd: Everton FC.
Uppstillingin: Pickford, Martina, Jagielka, Keane, Kenny, Schneiderlin, Gana, McCarthy, Gylfi, Lennon, Calvert-Lewin. Varamenn: Robles, Williams, Holgate, Bolasie, Rooney, Niasse, Davies.
Ágætis byrjun á leiknum, Everton nokkuð mikið með botlann, fínt tempó og bæði lið með ágætist þreifingar.
Callum Wilson fékk færi fyrir Bournemouth á 17. mínútu þegar hann komst inn fyrir vörnina en tók skotið af nokkuð löngu færi og nánast beint á Pickford.
Bournemouth komust svo yfir á 30. mínútu eftir skyndisókn. Einn leikmaður Everton lá á jörðinni á miðjunni í aðdragandanum og hélt um hausinn en dómarinn stoppaði ekki leikinn. Miðjumenn Everton ákváðu jafnframt að setja boltann ekki út af. Í staðinn misstu þeir boltann og hleyptu þar með Bournemouth í skyndisókn sem skilaði marki. 1-0 fyrir Bournemouth.
Everton voru næstum búnir að svara strax þegar Calvert-Lewin komst inn í sendingu bakvarðar aftur til markvarðar en færið of þröngt þannig að Calvert-Lewin gaf í staðinn á Lennon sem kom aðvífandi. Skot hans nálægt marki hins vegar blokkerað af varnarmanni í horn.
Og þannig stóðu leikar í hálfleik — 1-0 fyrir Bournemouth. Betra að sjá til Everton í fyrri hálfleik en í síðustu tveimur en ekkert skot sem rataði á rammann frá Everton í fyrri hálfleik. Breytinga þörf.
Og Sam Allardyce gerði eina breytingu strax í hálfleik: Rooney kom inn fyrir McCarthy og það var allt annað að sjá til Everton eftir það. Rooney náði, strax í upphafi hálfleiks, skoti á mark eftir að Gylfi hafði tekið eftir honum fremstum á auðum sjó og sendi á hann. Rooney hins vegar dæmdur rangstæður.
Niasse var svo skipt inn á fyrir Calvert-Lewin á 54. mínútu og hann átti eftir að fá stoðsendingu skráða á sig áður en um langt leið.
En í millitíðinni vildu leikmnn Everton fá víti þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Bournemouth. Erfitt að meta — var ekki endursýnt, en Rooney átti fast skot rétt framhjá stöng í kjölfarið.
En Gana skoraði mark á 56. mínútu og jafnaði þar með leikinn. Gylfi vann boltann framarlega þegar hann komst inn í sendingu varnarmanns fram og var fljótur að hugsa og sendi boltann á Niasse við jaðar teigs. Niasse framlengdi strax á Gana sem kom á ferðinni inn í teig hægra og setti boltann í hliðarnetið vinstra megin. Staðan orðin 1-1.
Pickford sýndi af hverju Everton borgaði svona mikið fyrir hann þegar hann varði frábærlega á 60. mínútu með því að kasta sér með engum fyrirvara alveg niður á jörð til að verja fast skot innan teigs. Bolasie var svo skipt inn á fyrir Gana á 72. mínútu.
Bæði lið reyndu sitt ýtrasta til að ná þremur stigum og Bournemouth áttu tvær fínar sóknir á um 80. mínútu — náðu skoti á Pickford og svo skot sem sleikti utanverða stöng.
En Everton var næstum búið að komast yfir þegar Gylfi fékk dauðafæri upp við mark eftir skyndisókn og flotta sendingu frá Niasse en varnarmaður rétt náði að blokkera skotið frá Gylfa. Og það átti eftir að reynast ansi dýrkeypt því eitt ömurlegt deflection skot, sem breytti stefnu af fætinum á Michael Keane, endaði í hliðarnetinu rétt fyrir leikslok. Algjört heppnismark en 2-1 varð lokastaðan og fyrsta tap Everton undir stjórn Sam Allardyce því staðreynd.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Kenny (6), Martina (6), Keane (6), Jagielka (6), Gueye (7), McCarthy (5), Schneiderlin (5), Lennon (5), Gylfi (5), Calvert-Lewin (5). Varamenn: Rooney (6), Niasse (7), Bolasie (6).
þeir hljóta að skjálfa á beinunum leikmenn Bournemouth. Þrír varnarsinnaðir miðjumenn hjá okkur. Ávísun á leiftrandi sóknarbolta 🙁 .
Lygilega sammála. Hugsaði akkúrat það sama og gat ekki endað vel með svona miðju.
Ég sé líka þrjá varnarsinnaða miðjumenn eins og Diddi en varla verða þeir allir á sama staðnum allann tímann…
Annars án gríns þá vona ég að liðið okkar fái ekki á sig mark frekar en fyrri daginn og líklegast skorum við eitt mak og sigrum í leiknum með einu marki gegn engu.
Þetta er allt að koma… 🙂
Kær kveðja og gleðilegt ár félagar og vinir…
Ari
Ældudesar bolti
Hvað er malið þvi fæ eg aldrei sammþykt komment bullandi einelti herna
Sorry. Ég var búinn að kíkja á þetta á sínum tíma en fann ekki út úr þessu — ég veit ekki alveg hvað veldur því að alltaf þarf að samþykkja þín komment sérstaklega. Kannski eitthvað sem þú gerðir í fyrra lífi. 😉
Heehe
Jaja það er þa eitthvað sem nær ekki yfir mina refsiverða vitund
Held eg lati mer nægja erlendar everton siður fra og með nu
Góðar stundir og gleðilegt ar 😊
Akkurat enn i ferli. Þetta svar er einelti eg seigi mig her með ur everton klubbnum a islandi frekar þreytt
Sæll, þetta er hið undarlegasta mál, og við erum búnir að reyna finna útúr þessu áður. Núna gerði ég eina breytingu og ætla biðja þig um að reyna setja inn athugasemd einu sinni í viðbót.
Djöfull er Pickford góður………..
eins gott því hinir eru hörmulegir, Schneiderlin er algjör hörmung í þessum leik og djöfull er Gylfi hægur, Bournemouth miklu betur spilandi lið og bara heppni að við erum ekki að skíttapa þessu
ég vona að við töpum næstu 10 leikjum í röð ef það er nóg til að losna við þennan hálfvita úr brúnni 🙁
Ég hélt að það væru allir og þar með Þú kominn í jækvæða liðið þetta gengur ekki hjá þér félagi Diddi.
Erfitt að vera jákvæður með gamaldags sauði vinur minn 😄
Ég var nú svo jákvæður í dag að ég hætti að horfa og lagði mig í hálfleik… eða reyndar þegar leikklukkan sýndi 43- eitthvað…
Tapaði Everton fyrir Bournemouth?
Þetta verður ekki okkar tímabil feginn þegar þetta verður búið. 😝😝
Hvað er að gerast hjá Everton, engin áhugi á að vinna!
1 stig á móti tveimur neðstu milli hátíða, það er eitthvað………….. sem fer í sögubækurnar. Hressir lítið uppá jólaskapið.
Eitt tap í ansi mörgum leikjum hjá BS en uppstillingin gaf þetta til kynna.
Everton eru ömurlegir a útivelli og það er eitthvað sem þarf að skoða.
Auðveldur heimaleikur gegn United eftir 2 daga eru amk örugg 3 stig 🙂
Þetta var hryllingur á að horfa.
Við getum þakkað Pickford fyrir að tapið varð ekki stærra.
Ég get engan veginn skilið hvers vegna McCarthy var í byrjunarliðinu í dag nýkominn úr meiðslum. Bolasie er svo langt frá því að vera tilbúinn eftir meiðslin og mér finnst að hann hefði þurft fleiri leiki með u 23 liðinu áður en honum væri hent út í djúpu laugina.
Schneiderlin var greinilega rænt síðasta sumar og einhver tvífari hans sem ekki kann eða nennir að spila fótbolta settur í staðinn.
Allardyce sagði að hann vonaðist til að fá 3 nýja leikmenn í janúar max.
Það er ekki nóg að mínu mati. Við þurfum tvo framherja, tvo kantmenn, vinstri bakvörð (EKKI VAN AANHOLT) og miðvörð. Ég veit svo sem alveg að þetta er ekki að fara að gerast en þetta er mitt mat.
góður Ingvar, var ekki búinn að láta mér detta þetta í hug með Schneiderlin en þetta er auðvitað málið. En það er ekki nóg að kaupa kantmenn ef menn vilja ekki nota þá. Við erum með urmul af kantmönnum en einhvern veginn þá virðast bæði Koeman og BS alveg fyrirmunað að skilja hvernig á að nota þá 🙂
sá á einum stað þar sem búið var að taka saman 10 verstu kaup tímabilsins til þessa. Þar áttu Steve Walsh og félagar 3, Martina, Ramirez og Klaasen. Ég hefði haft Keane með þeim. Það er athyglisvert að með þann ræfil innanborðs þá fengu Burnley á sig 55 mörk í deildinni í fyrra en eru núna búnir að fá 17 mörk á sig í 21 leik án hans. Ég er viss um að við hefðum fengið færri mörk á okkur í gær ef við hefðum plantað tveimur fuglahræðum í stað Martina og Keane 🙂
Þetta er alveg òtrùlegt hvað er hægt að klúðra hlutum og fara létt með það.
Það er hægt að hafa Gylfa á þessum lista
þorði það ekki 🙂
Enda er það með heimskulegri punktum í umræðunni að dæma leikmenn eftir 21 leik í nýjum stað í nýju liði.
Gylfi mun spjara sig vel og svei mér þá ef að Barkley mun ekki bara fá comeback ársins verðlaun í maí. (djók)
já mjög heimskulegt
það er spennandi að sjá hvaða óleikfæra mann bS dregur fram á völlinn í dag. Aldrei betra tækifæri að taka á manutd en í dag þar sem þeir eru að ströggla meiðsla- og formlega séð.
Leikmannakaup Everton hafa brugðist að mestu nema Pickford. Everton er þó í 9 sætinu þótt þeir hafi spilað mjög illa í vetur. En við skulum vera bjartsýnir spilamennska Everton á eftir að lagast mikið og vonandi kaupir Sam réttu leikmennina en þá þarf hann að losa sig við aðra margir mega fara mín vegna. Kannski er rétti tíminn núna að byggja upp algjörlega nýtt lið og selja elstu leikmennina og jafnvel fleiri enda hefur Everton engu að keppa í deildinni verða 7-10 sætinu í vor vonlaust að fara ofar. Þurfum 1 bakvörð, 1 vængmann og 1 sóknarmann þetta er algjörlega forgangur og fleiri ef aðrir verða seldir. Vonandi verður Barkley áfram hef ennþá mikla trú á honum.