Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Man City – Everton 1-1 - Everton.is

Man City – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Fyrir leik hefði maður tekið jafntefli á erfiðum útivelli en eins og þessi leikur spilaðist þá finnst manni eins og tvö stig hafi tapast.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Williams, Jagielka, Keane, Holgate, Gueye, Schneiderlin, Davies, Rooney, Calvert-Lewin. Varamenn: Stekelenburg, Martina, Besic, Klaassen, Mirallas, Lookman, Gylfi.

Flottur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. Vörðust vel og leyfðu City mönnum að vera lengi með boltann. Ekki ósvipað fyrri upplagi Koeman í leikjum gegn City. Vörnin hélt vel þrátt fyrir tilraunir City og sérstaklega bar fyrirliðinn okkar, Jagielka, af með flottum tæklingum á ögurstundu.

City menn áttu þrjú ágætis færi, þar á meðal eitt í stöng en það kom í hlut Everton að skora fyrst, svolítið gegn gangi leiksins. Holgate, sem var að spila sem wingback, náði boltanum eftir mistök varnarmanns City, sendi fína stungusendingu á Calvert-Lewin sem gerði mjög vel að halda sér réttstæðum. Calvert-Lewin lék á einn, sendi svo fyrir á Rooney sem skaut á mark — og klobbaði í leiðinni markvörð og boltinn… í stöngina og inn. Tólfta mark Rooney gegn City.

Þau tíðindi gerðust svo á 45. mínútu að Kyle Walker hjá City fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Keyrði inn í hliðina á Calvert-Lewin og dómarinn sannfærður. Reyndar fullt hart að mati okkar Everton manna, en lítið við því að gera… fyrir City menn.

Staðan 0-1 í hálfleik fyrir Everton og City manni færri í seinni hálfleik.

Svipað uppi á teningnum í seinni hálfleik, þó að Everton væru manni fleiri. City menn mikið með boltann og pressuðu vel á mark Everton en uppskáru lítið sem ekkert.

Koeman gerði tvöfalda skiptingu á 61. mínútu þegar hann skipti Williams og Davies út af fyrir Klaassen og Gylfa Sig. Allt vitlaust á Ölveri þegar Gylfi kom inn á. Gylfi átti fína innkomu og til að mynda tvær flottar aukaspyrnur, sem sköpuðu usla en allt of snemmt að dæma hann, enda varla búinn að spila leik á undirbúningstímabilinu.

City menn reyndu allt sem þeir gátu til að jafna og þeir náðu því loks á 82. mínútu þegar Holgate gerðist sekur um smá einstaklingsmistök þegar hann skallaði frá marki, út í teig, beint á Sterling inni í teig sem þrumaði inn.

Schneiderlin lét svo reka sig út af stuttu síðar fyrir brot á Aguero, seinna gula spjaldið hjá Schneiderlin. Ekkert við því að kvarta. Besic skipt inn á fyrir Rooney í kjölfarið.

Og City menn héldu áfram pressunni og voru líklegri til að bæta við en Everton að komast yfir aftur. Everton fékk reyndar skyndisókn sem lofaði góðu, tveir á tvo en eingöngu smá fótaflækja Besic kom í veg fyrir stungu á Calvert-Lewin sem hefði verið einn á markvörð.

1-1 niðurstaðan og við tökum alveg stigið á erfiðum útivelli þó maður sé ekki sáttur við að liðið nái ekki að klára dæmið manni fleiri. En, það breytir því ekki að Everton er taplaust á tímabilinu eftir fimm leiki. Við tökum það alveg.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Keane (7), Williams (7), Jagielka (7), Schneiderlin (6), Baines (6), Gueye (6), Holgate (6), Rooney (7), Davies (6), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Gylfi (6), Klaassen (6), Besic (6). Hjá City var Aguera sá eini í byrjunarliðinu sem komst upp í 7, aðrir með 5 eða 6. Maður leiksins: Wayne Rooney.

16 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Varnarsinnað er það

  2. þorri skrifar:

    kanski þá meira skindisóknir hjá okkur við erum ágætir í því.Eigum við ekki bara vinna þá er það ekki bara málið

  3. þorri skrifar:

    Sælir félagar ég komst ekki vegna smá vekinda.En ég horfði á leikinn hér heima á skysport. ég var fyrir smá vonbrigðum með leikinn hjá okkar mönnum. mér fanst vanta góðan varnaleik og spilamenskan var ekki góð. Þetta var ekki góður leikur hjá okkur

  4. GunniD skrifar:

    Þvílíkt lið, þetta City lið. Þetta var ekki brot hjá Schneiderlin, tók boltann löglega og snerti ekki Aguero. Leikaraskapur hjá Citymanninum.

    • Diddi skrifar:

      Sammála Gunni, Schneiderlin með fullkomna tæklingu að mínu mati

  5. Gunnþór skrifar:

    Flott stig á erfiðum útivelli vorum ekki að spila vel en slapp allt til.

  6. þorri skrifar:

    Sammála Gunþór gott jafntefli á góðum útivelli

  7. Diddi skrifar:

    Koeman skeit á sig

  8. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég er kannski heimtufrekur en mér finnst drullufúlt að fá bara eitt stig.
    Nú ætlast maður svo sem ekki til að menn blási til stórsóknar gegn liði eins og Man. City en það var algjör óþarfi að bakka svona mikið í seinni hálfleik.
    Leiðinlegt fyrir Holgate að gefa þeim jöfnunarmarkið en það voru einu mistök hans í leiknum. Hann getur kannski huggað sig við að þetta var besta sending City í vítateig Everton í kvöld.

  9. Elvar Örn skrifar:

    Heilt yfir ansi góður varnaleikur gegn mjög sókndjörfu City liði. Klárlega sanngjörn niðurstaða en hefði verið frábært að halda þetta út. Rooney enn og aftur að sanna sig og okkur sárvantaði sóknarmann til að skipta inná.
    Fannst skrítið að byrja ekki með Claassen og hann er ansi hrifnn af þessari þriggja manna varnarlínu sem hann breytir síðan í 4 manna. Holgate reyndar ansi góður í hægri bak en vildi sjá Martina þar frekar þar sem hann stóð sig fantavel í seinasta leik, og Holgate gaf þetta mark þeirra, en hann var í ansi erfiðri stöðu strákurinn.

    Sjaldgæft að sjá Pickford með svona mörg léleg útspörk/hreinsanir eins og í seinni hálfleik og virtist óstyrkur í að spyrna boltanum fram eftir mistök í að hreinsa boltann í lok fyrri hálfleiks. Jagielka var stjarnfræðilega öflugur, voru menn ekkert að sjá það?

    Rooney ansi sterkur í þessum leik en ansi dapurt að Everton nái ekki að vera meira með boltann eftir að City urðu manni færri. Calwert-Lewin kom á óvart en var ansi mikið einn verð ég að segja og eiginlega kom uppstilling Everton liðsins mér á óvart en kannski er það vegna mikils leikjaálags þessa vikuna, hver veit.

    Chelsea á brúnni næstu helgi í deildinni og svo Tottenham og United. Veit ekki hvað hægt er að ætlast til að við náum mörgum stigum úr þessum leikjum. 6 stig er geggjað, 5 er flott, 4 er raunhæft, færri en það er dapurt. Svo er að klára leikinn á fimmtudaginn gegn Hajduk Split og komast í riðlakeppni Evrópu, trúi ekki öðru en við klárum þann leik.

    Róleg innkoma hjá Gylfa enda ansi varnarmiðað í seinni hálfleik. Finnst að Koeman hefði getað gert liðið meira sóknarmiðað eftir ræðu hálfleiksins en gekk ekki eftir. Stig í dag verður að teljast ásættanlegt.

    • Orri skrifar:

      Miðað við gleði manna við þessi leikmanna kaup í sumar þá hefði ég haldið að það væri ekkert sem stæði fyrir okkur en nú tala menn á annan veg,ég held að við höfum ekki verið að kaupa toppnenn sem ég hélt að væri markmiðið til að vera á eða við toppinn. Ég er bjartsýn maður að eðlisfari en ég held að okkar hlutskipti sé kanski í kringum 10 sæti pg það helgast af því að keyptum ekki vel í sumar.

      • Ari S skrifar:

        9 leikir 6 vinningar og þrjú jaftefli.
        þar af

        5 keppnisleikir 4 vinningar eitt jaftefli.

        Orri minn kæri vinur þetta getur varla verið betra.

        Og mér finnst Wayne Rooney búinn að vera hreint út sagt frábær fyrir okkur. við megum ekki og getum ekki krafist þess af honum að hann sé eins sprækur og hann var í den.

        Auðvitað var maður pínu svekktur eftir að Manchester City jafnaði í lokin en fyrri hálfleikurinn spilaðist alveg eins og Koeman lagði upp meðí byrjun. (hann sagði það sjálfur)

        Það var vitað mál að MC kæmu ákveðnir til leiks í þeim síðari eftir að hafa misst mann útaf og það var mjög erfitt að halda markinu hreinu.

        Það tóks næstum því og Everton leikmenn og stuðningsmenn geta verið ánægðir með góða byrjun á tímabilinu, leikurinn á morgun verður framhald á því. Ég er viss um það.

  10. Ari G skrifar:

    Spilamennska Everton heillaði mig ekki í þessum leik. Varnarleikurinn var fínn en sóknarleikurinn var hræðilegur sérstaklega seinni hálfleikurinn. Jú Jagielka besti leikmaður Everton. Finnst leikur Rooney ekkert sérstakur megum ekki hrósa honum of mikið en samt alltaf duglegur. Gylfi gerði ekkert í þessum leik nema ein flott aukaspyrna. Vonandi hættir Everton þessarri vitleysu að spila 3-5-1-1 og fara spila 4-4-2 eða 4-5-1. Vill sjá Lookman í næsta leik. Vonandi finnur Everton rétta sóknarmanninn en ég hef samt trú á ungu strákunum í þessu liði.

    • Elvar Örn skrifar:

      „Finnst leikur Rooney ekkert sérstakur megum ekki hrósa honum of mikið“. Get ekki verið meira ósammála þér. Skv. Sky Sports (sjá tilvitnun í fréttinni hér að ofan) þá er Rooney maður leiksins og hann var það líka í fyrsta leik Everton gegn Stoke. Hann er einnig búinn að skora bæði mörk Everton í þessum fyrstu tveimur leikjum. Um að gera að hrósa þeim sem hrós eiga skilið. Ég er drullu sáttur við Rooney og verð að vera sáttur með 4 stig eftir 2 leiki. Ekki besti leikur Everton, þá sérstaklega slakir í síðari hálfleik en við verðum að átta okkur á hve sterkur andstæðingurinn var í þessum leik. Engin furða að Bet365 var með stuðulinn 12 á Everton.

      Held einnig að Koeman sé að stilla liðinu með tilliti til næsta leikjar sem er gegn Hajduk í Evrópudeildinni sem við verðum að klára ætlum við að taka þátt í riðlakeppni Evrópu. Það eru bara 3 dagar milli þessara leikja og mætum síðan Chelsea á útivelli þremur dögum eftir leikinn í Evrópudeild.

      Hefði verið magnað að ná að halda út í þessum leik gegn City en jákvætt að vera taplausir still.

  11. Halldór S Sig skrifar:

    Miðað við miklar breytingar á liðinu í sumar er ég ekki með súper væntingar fyrir fyrstu vikurnar, þannig að 4 stig eftir fyrstu 2 leikina er fínt og búnir að fara á sennilega erfiðasta útivöllinn.

    • RobertE skrifar:

      Helvítis Anfield er eftir, langt síðan sigur var sóttur þaðan, myndi kalla það erfiðasta útivöllinn.