Mynd: Everton FC.
Everton staðfesti nú rétt í þessu kaup á íslenska landsliðsmanninum, Gylfa Sigurðssyni, frá Swansea en kaupupphæðin er talin vera 45M punda, sem er nýtt félagsmet hjá Everton. Koeman og Walsh eru búnir að vera á höttunum eftir Gylfa í meira en ár og höfðu loksins erindi sem erfiði. Gylfi, sem skrifaði undir 5 ára samning við Everton, missir líklega af leiknum við Hajduk Split en verður mögulega á bekknum gegn City þar á eftir. Gylfi hefur þó, eins og kunnugt er, ekki fengið að taka þátt í undirbúningsleikjum Swansea og þarf því einhvern tíma til að ná sér í leikform og sýna sínar bestu hliðar.
Þessi kaup eru frábærar fréttir fyrir okkur, stuðningsmenn Everton, og eiga örugglega eftir að verða lyftistöng fyrir stuðningsmannaklúbb Everton á Íslandi. Við höfum miklar væntingar til Gylfa, sem er líklega brátt á hápunkti ferils síns — rétt að verða 28 ára gamall — og tölfræði hans sýnir hvers vegna Everton var tilbúið að greiða metfé fyrir hann. Á síðustu þremur leiktíðum hafa aðeins fjórir leikmenn náð fleiri stoðsendingum en Gylfi, með sínar 26 stoðsendingar (Fabregas, Özil, Eriksen og De Bruyne að auki, en sá síðastnefndi er með aðeins eina stoðsendingu í forskot á Gylfa). Ekki slæmt fyrir leikmann í botnbaráttu með Swansea! Frá því að Gylfi byrjaði í Úrvalsdeildinni hefur hann skorað 7 mörk úr aukaspyrnum og enginn annar leikmaður skákar honum þar. Baines og Rooney, sem hafa verið að taka aukaspyrnur fyrir Everton undanfarið, eru báðir komnir svolítið á tíma, og mann hlakkar til að sjá Gylfa taka við kyndlinum þar.
Gylfi, sem fær treyju nr 18, er líka harðduglegur, eins og við þekkjum, en hann hljóp 433 kílómetra í leikjum síðasta tímabils, sem er meira en nokkur annar leikmaður — og aðeins einn leikmaður (Vardy) skoraði fleiri mörk en Gylfi gegn liðunum í efstu 6 sætunum. Hann átti auk þess flestar stoðsendingar úr hornum og aukaspyrnum á síðasta tímabili, eða átta talsins og er hann í þriðja sæti yfir hlutfall marka sem hann á þátt í fyrir sitt lið (48.9%). Talnaglöggir menn sjá því að næstum helmingur allra marka Swansea voru fyrir tilstuðlan Gylfa.
Við vitum hvað hann myndi passa vel inn í aðferðafræði Koeman og Steve Walsh og maður fær vatn í munninn við tilhugsunina um allar þessar eitruðu stoðasendingar, aukaspyrnur, horn og víti.
En er látum myndirnar tala. Hér er síðasta tímabil Gylfa…
Gylfi Sigurðsson, hjartanlega velkominn til Everton!
Hvaða skyrrtunúmer fær hann? Verður áttan ekki laus bráðlega?
Mér finnst 8 ólíklegt en kannski óskandi. Vil samt halda Barkley með nr 8. Ef ekki 8 þá 14. Kemur í ljós í dag.
18 er laus
og 18 var það 🙂
Gylfi er mættur í medical hjá Everton skv Twitter tístum
Til hamingju með þetta, frábært. Teldi ráðlegt að kalla saman stjórnarfund hjá klúbbnum og ræða hvað viðbrögð hann getur gert eftir þessi tíðindi!
Sammála
Sæl öll èg er ađ koma heim ùr frìi à morgun og munum viđ halda stjòrnarfund strax og þađ er unnt. Èg veit ekki alveg stöđuna à frìum annarra stjòrnarmanna. En þađ eru strax komnar töluverđar fyrirspurnir um ferđir. Kv Halli
hann verður nr 18
Það væri flott, fær svo nr 8 ef Barkley fer
Sagði það
Held mig við að hann verði nr 19 hann fer ekki í númerið hans Barry.Kannski hann fara svo í 24, búinn að vera nr 22,23 og 25
18 var það heillin 🙂
Sumir eru bara með þetta:-)
Leikurinn gegn Hajduk Split á morgun verður sýndur á BeIn Sport Arabia 2 og 11 og líka á HRT2. Það ætti því að vera séns að finna hann á netinu.
http://www.livesoccertv.com/match/2551201/everton-vs-hajduk-split/
Koeman var að segja fyrir 1 mínútu að hann væri búinn að sjá Gylfa í bláu,,,þið sjáið það á eftir. Shiiiiiiiiit.
Við sjáum Gylfa í Everton treyju í dag. Eins og Elvar sagði þá þá staðfesti Koeman það áðan. Erum að horfa á live blaðamannafundinn fyrir evrópuleikinn á morgun. Hann verður ekki í hópnum á morgun en hann sagðist tala við Gylfa í dag og kanna hvernig hann væri, hvort hann væri match fit fyrir mánudaginn gegn City. Hann mun þá örugglega koma inn á af bekknum enda bara nýkominn.
Núna bíður maður eftir að sjá hann í Everton treyjunni. Næst á dagskrá er svo að bóka evertonferð!
Ég er í skýjunum með þetta
Varðandi leikinn á morgun þá var ég að sjá þetta:
Everton’s Europa League play-off clash with Hajduk Split on Thursday evening will be streamed live on the Club’s Youtube channel.
With no UK broadcaster is in place for the game, the Club stepped in to provide live online coverage for fans.
Semsagt leikurinn verður live á youtube rás everton. Sem er algjör snilld.
Nú vantar okkur bara Benteke til að stanga inn allar frábæru fyrirgjafirnar frá honum 🙂
Ég væri alveg til í Benteke og mig grunar að Everton myndi henta honum vel. Ég sé það skrifað í skýin að Benteke setji sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu frá Gylfa fyrir framan Koppinn á (T)annfield. 🙂
Velkominn Gylfi. Stoltur af þér að vilja spila fyrir Everton. Gangi þér sem best hjá Everton. Diego Costa er betri kostur Diddi.
ekki að mínu mati, hann er ógeðslegur leikmaður sem ég vil helst burt úr deildinni 🙂
Everton eru ekki skátaklúbbur í góðgerðarstarfsemi Diddi, Diego Costa væri flottur fyrir Everton þar sem að lán kemur bara til greina og það aðeins í 4 mánuði eða þangað til að Athletico Madrid má byrja að versla aftur.
OK Diddi kannski leiðinleg persónuleiki en frábær leikmaður. Anthony Martial er líka góður og örugglega skemmtilegri persóna finnst Benteke, Welbach ekki nógu góðir það skiptir líka máli.
vil ekki menn sem smyrja hori úr sjálfum sér í andstæðingana 🙂 En Benteke er frábær striker sem skoraði 42 í 89 leikjum fyrir lélegt Astonvilla lið og síðasta síson setti hann 15 í 37 fyrir lélegt Crystalpalace lið, á milli var hann hjá rauðu nágrönnum okkar en fékk aldrei almennilegt tækifæri hjá þeim og því held ég að það væri gaman að láta þá sjá hann raða inn mörkum fyrir okkur því það getur hann. Hann er líka náungi sem þrífst á góðum fyrirgjöfum því hann er frábær í loftinu 🙂
Mjög sammála Didda um Costa.
Skemmtilegt viðtal við Gylfa hér:
http://www.fotbolti.net/news/16-08-2017/gylfi-14-arum-seinna-fekk-eg-loksins-samning-herna
Mjög sáttur við Gylfa. Hann má eiga það sem margir leikmenn aðrir mættu taka til fyrirmyndir ekkert vesin á honum meðan hann beið eftir að geta skrifað undir samninginn við Everton. Vonandi finnur Everton rétta sóknarmanninn en ég treysti alveg Koeman fyrir því. Kannski er rétti maðurinn sem enginn talar um fullt af góðum sóknarmönnum til. Kannski ætti Everton að halda í Barkely og James MaCarthy áfram þurfum mikla breidd og sleppa að kaupa sóknarmann en ég bakka ekki með Costa þótt hann sé leiðinlegur persónuleiki þá væri það kannski besta lausnin að leigja hann í nokkra mánuði og ef hann er að eitra frá sér þá lætur Everton hann fara og málið dautt.
Frábær kaup og vekja mikla athygli.
Costa er ógeðslegt fyrirbæri,vil helst ekki sjá hann í Everton-treyju.