Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
FC Twente – Everton 0-3 - Everton.is

FC Twente – Everton 0-3

Mynd: Everton FC.

Everton lék vináttuleik á útivelli við FC Twente í dag.

Uppstillingin í fyrri hálfleik: Stekelenburg, Baines, Williams, Keane, Jonjoe Kenny í vörninni, sá síðastnefndi í hægri bakverði. Barry djúpur miðjumaður, Davies, McCarthy, Mirallas og Lookman á miðjunni. Calvert-Lewin frammi.

Nóg af færum í fyrri hálfleik, þar af Twente með tvö af þeim (skot framhjá og boltinn í ofanverða slá eftir aukaspyrnu), en Everton með rest. Mirallas með mark undir lok hálfleiks — gullfallegt mark, brunaði framhjá tveimur við jaðar vítateigs og smurði honum í samskeytin. Að öðru leyti var þetta dæmigerður hálfleikur á undirbúningstímabilinu: leikmenn að koma ryðgaðir undan sumarfríum — McCarthy kannski örlítið meira en aðrir en Lookman einna líflegastur í fyrri hálfleik. En þó Everton væri að koma sér í ágætar stöður þá vantaði á köflum að klára málið í þriðja hluta vallar.

Connolly kom inn á í hálfleik fyrir Baines og nánast öllu liðinu var svo skipt út á 60. mínútu. Ný uppstilling: Stekelenburg í marki, Connolly í vinstri bakverði, Jagielka og Besic í miðverði og Martina í hægri bakverði. Schneiderlin djúpur á miðjunni með Gana fyrir framan (eiginlega framar en maður á að venjast — af honum), Lennon á vinstri kanti, með Dowell á hægri, Klassen í holunni og Rooney frammi.

Það þurfti smá tíma fyrir nýtt lið að ná áttum en Everton stjórnaði leiknum eftir það og Lennon bætti við marki á 73. mínútu en hann átti það skuldlaust — notaði pressuna og hraðann til að vinna boltann af varnarmanni í einhverju sem maður hélt að væri vonlaus staða, brunaði inn í teig, tók skotið (var reyndar heppinn með að boltinn breytti um stefnu af varnarmanni) og endaði í netinu. 2-0 fyrir Everton.

Þriðja markið kom aðeins nokkrum mínútum síðar og það var einstaklingsframtak frá Kieran Dowell, fékk boltann utan við teig, hljóð í skotið og þrumaði honum í hliðarnetið innanvert. 3-0 Everton.

Klaassen fékk gott tækifæri upp við mark eftir fyrirgjöf frá hægri en skalli frá honum mjög vel varinn af markverði FC Twente.

Lokastaðan 3-0.

Ykkar álit á frammistöðunni?

8 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Flottur sigur hjá okkar mönnum. Mörkin öll mjög góð. Fyrst var það Mirallas sem að skoraði flott mark, síðan Lennon sem átti flott solo mark og síðan Kieran Dowell með fallegt mark sitt annað mark í jafn mörgum leikjum. Vel gert hjá þeim öllum. ég sáttur með mína menn, kær kveðja, Ari

    FC TWENTE 0 Everton 3

    • Elvar Örn skrifar:

      Sammála Ara, Everton að spila nokkuð vel, byrjuðu rólega en voru klárlega betra liðið í dag. Ótrúleg breidd á liðinu samanborið við síðustu ár verð ég að segja. Dowell með magnað mark og ég sé hann klárlega sem þann leikmann úr U23 sem mun koma sterkur inn í aðalliðs á næstu leiktíð.
      Besic kemur á óvart í miðaverði alveg klárlega, svona Mascerano style í þeirri stöðu, hver veit með framhaldið þar.
      Vörnin mjög solid í heild.
      Mirallas með screamer í skeytin í fyrsta markinu og gaman að sjá Lennon skora mark sem hann bjó alveg til sjálfur.
      Rooney og Klaasen að dreifa spilinu mjög vel á kantana sem opnaði leikinn vel.
      Enginn Sandro eða Pickford í dag en taka klárlega þátt a laugardaginn gegn Genk. Held að við munum sjá líklega uppstillingu fyrir byrjun leiktíðar í þeim leik þar sem Everton á næsta leik þar á eftir í undankeppni Evrópu deildar þann 27 júlí ef ég man rétt.
      Fínn leikur í dag.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Áhugaverðar official fréttir eru þær að Barkley fór í aðgerð á nára sem mun halda honum frá keppni í amk 1 mánuð, spurning hvaða áhrif það hefur á hugsanlega sölu eða áframhaldandi veru hans í Everton. Funes Mori fór einnig í aðgerð en á hné en hann verður ekki leikfær fyrr en í fyrsta lagi eftir 9 mánuði, þ.e. út leiktíðina. Spurning hvort það sé ástæða þess að Besic er að spila stöðu vinstri miðvarðar í frystu tveimur leikjum undirbúnings-tímabilsins.

    Margir hafa talið nárameiðsl Barkley vera lélega afsökun fyrir því af hverju hann tæki ekki þátt í undirbúningstímabili Everton þá vegna óánægju hans eða hugsanlegrar sölu. Það var greinilega fótur fyrir þessum fregnum og klárt er að þessar upplýsingar setja framhaldið í ansi mikla óvissu.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Hér má finna higlights úr leiknum:

    https://youtu.be/NjmfMX8FKlw

  4. Finnur skrifar:

    Barkley meiðslin — úff. Hefði viljað sjá annað hvort framlengingu eða sölu, en ekki meiðsli. En, sem betur fer ekki löng meiðsli, ef rétt reynist, en hann verður ekki leikfær fyrr en undir lok félagaskiptaglugga. :/

    Liverpool Echo gaf annars leikmönnum þessar einkunnir:

    Stekelenburg 7, (Jonjoe) Kenny 6, Keane 7, Williams 6, Baines 6, McCarthy 7, Barry 7, Davies 7, Mirallas 8, Lookman 7, Calvert-Lewin 5.

    … og þeir sem komu inn á í seinni hálfleik (10 útileikmenn):

    Jagielka, 6, (Callum) Connolly 7, Martina 6, Besic 7, Lennon 7, Schneiderlin 7, Gueye 8, Dowell 8, Rooney 6, Klaassen 6.

    Sammála Elvari með að vörnin leit solid út og það verður gaman að fá að sjá Pickford loksins í markinu. Funes Mori meiðist og þar sem Pennington og Galloway eru komnir í lán annað þá er Besic valinn þar sem backup. Held það sé bara til að koma honum í leikform þar sem ég sé ekki að hann hafi hæðina í miðvörð í enska boltanum. En hann stóð sig svo sem ágætlega, það er ekki það. Keane og Williams fyrstu kostir, held ég, svo Jagielka.

    Lennon kom skemmtilega á óvart og passar mun betur inn í þennan pressubolta hjá Koeman en hann fittaði í leikaðferð Martinez. Endurkoma hans og Besic auka á breiddina og gefur Koeman valkosti.

    • Elvar Örn skrifar:

      Varðandi þessar einkunnir þá fannst mér McCarthy ekki verðskulda 7, fannst hann annsi slakur og Martina fannst mér nú frekar góður og eiga jafnvel hærra skilið en 6.

      Ef menn skoða markið hjá Mirallas aftur þá er áhugavert að benda á það að hann byrjar með boltann nýlega kominn yfir miðjuna á vinstri kantinum og bara brunar upp kantinn og svo til hægri fyrir framan teig og klessir hann í vinkilinn (sko innri), ansi vel gert fannst mér.

      Calwert Lewin komst í ansi gott færi og var nálægt því að skora en var mikið rólegri í þessum leik en þeim seinasta þar sem hann var ansi góður. Lookman lúkkaði svakalega vel og var nálægt því að skora eins og reyndar Davis og Gana já og Mirallas hefði átt að setja annað mark líka.

      Bara 8 leikir í fyrsta alvöru leik Everton í Evrópudeildinni, hlakka til að sjá það og er viss um að það verði til þess að Everton verði enn betur undirbúnir undir byrjun leiktímabilsins í deildinni og veitir ekki af þar sem við eigum ansi erfitt prógramm í byrjun.

  5. Ari G skrifar:

    Enn einn leikmaðurinn keyptur frá Newcastle ungur og efnilegur strákur eekki endanlega staðfest. Skil ekki Barkley núna vill hann 150000 pund á viku hjá Tottenham sem hann fær aldrei þar enda eigandi Tottenham frekar nískur á laun og borgar sjaldan mikið fyrir góðan leikmann. Eru Utd og Chelsea að spá í Barkley veit ekki hvað er að marka það en það er vonlaust að eiga viðskipti við Tottenham vilja fá alla leikmenn á niðursettu verði. Svo er það spurningin þurfum við fleiri leikmenn ef Barkley fer ekki það er spurning oft verra að hafa of marga leikmenn.

  6. Ari S skrifar:

    Það er víst ekki rétt að hann hafi farið fram á 150000 pund á viku. Nú er spurning hvaða áhrif þetta hefur á hann eða hans sölu, mjög líklega verður hann ekki seldur í þessumm glugga og í næsta glugga þá á hann ekki nema 6 mánuði eftir af samningnum. Það er nokkuð ljóst að hann fer ekki strax.

    kær kveðja, Ari.