Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Cuco Martina skrifar undir – STAÐFEST - Everton.is

Cuco Martina skrifar undir – STAÐFEST

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn tilkynnti nú rétt í þessu að Cuco Martina, 27 ára hægri bakvörður sem lék áður með Southampton, hefði skrifað undir 3ja ára samning við Everton. Hann er landsliðsmaður Curaçao en var með lausan samning eftir tveggja ára veru hjá Southampton þannig að Everton greiðir ekkert kaupverð.

Koeman ætti að þekkja Martina vel frá tíma sínum hjá Southampton og reyndi að fá hann til liðs við Everton fyrir ári síðan en Martina er einna helst minnst þar fyrir þetta mark gegn Arsenal:

Honum er væntanlega ætlað að fylla skarðið í hægri bakverði í fjarveru Coleman en hann er tíundi leikmaðurinn sem Koeman og Walsh fá til félagsins, þar af sjötti sem ætlaður er aðalliðinu.

Velkominn Cuco Martina!

4 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Þetta er búið að vera í pípunum í nokkra mánuði. Klárlega vantar backup fyrir Coleman þar sem Holgate hefur ekki verið alveg nógu stöðugur í þeirri stöðu og er að mér finnst alls ekki nógu öflugur fram á við.
    Hinsvegar þekki ég ansi lítið til Cuco Martina en treysti Koeman til þess að velja varnarmenn þó hann sé ekki fyrsti kostur í þessa stöðu. Hann kemur á free transfer svo kannski er þetta bara engin áhætta.

    • Finnur skrifar:

      Minnir ég hafi lesið það einhvers staðar að litið sé á Holgate sem miðvörð fyrst og fremst (þó hann geti spilað hægri bakvörð) og því var ákveðið að taka Martina inn sem backup svo þurfi ekki að spila Holgate úr stöðu.

    • Ari S skrifar:

      Skemmir ekki að hann er fyrirliði í sínu landsliði.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Þessari frétt óviðkomandi.

    Ef menn voru ekki búnir að sjá highlights úr fyrsta leik Everton á Pre-Season gegn Gor Mahia þá er að finna hér um 5 mín highligts á yutube.

    Eiginlega ótrúlegt að Everton hafi ekki skorað fleiri mörk í þessum leik.

    https://youtu.be/_H47OsVotYU

    Minni svo á leikinn á morgun (miðvikudag) gegn FC Twente sem sýndur er á EvertonTV í beinni kl 17. Þess má geta að Pickford, Sandro og Cuco Martina eru allir með í för og líklegir til að taka þátt í þessum leik en þeir misstu allir af fyrsta leiknum.