Mynd: Everton FC.
Dregið hefur verið í forkeppni UEFA Europa League (3. umferð) en Everton kemur til með að mæta Ružomberok frá Slóvakíu eða Brann frá Noregi.
Brann eru sem stendur líklegri mótherjar en þeir eru 1-0 yfir eftir fyrri viðureignina gegn Ružomberok. Þess má annars geta að Brann eru í 318. sæti yfir bestu lið Evrópu og Ružomberok eru í 343. sæti, skv. UEFA styrkleikaröðuninni.
Heimaleikurinn verður leikinn fyrstur þann 27. júlí, en svo útileikurinn þann 3. ágúst.
Brann takk fyrir kærlega.
Það eru meiri líkur á Brann þar sem Brann vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli, eða heimavelli Ružomberok. Sammála það væri fínt að fá Brann.
Getur einhver sagt mér hvað sé í gangi hjá everton, afhverju gengur svona íla að landa Gylfa til everton.Mér finst þetta gangi mjög hægt.Það endar með því að við missum hann til einhvers annara
Er Brann ekki betri kostur fyrir okkar menn ég veit ekkert um Ruzomberok liðið.
Minna ferðalag.
Sammála Elvar ef Gylfi væri englendingur eða brassi þá væri verðmiðinn hærri þannig miðað við gæði og ruglið á upphæðum á þessum leikmönnum er þetta allt í lagi upphæð á Gylfa.En það er kominn nýr leikmaður hvernig lýst mönnum á það.
Getur einhver sagt mér hvernig staðan er hjá everton í sambandi við gylfa sig. Mig langar að vita hver er staðan á því máli í dag.ég er svo spentur að fá hann gylfa til okkar
vonandi heldur hann bara áfram hjá Swansea
Gylfi er góður knatspyrnumaður en er hann ekki ofmetinn hér á landi.Sammála Didda hann á bara spila sem stór fiskur í lítili tjörn hjá Swansea.
Diddi vit þú ekki fá gylfa til okkar. Afhverju ekki. Ég held að hann mundi hjápa félaginu mikið.
ekki fyrir 40-50 milljónir punda, það er bjálæði
Orri ert þú sama sinnis. Heldur þú að gylfi mundi ekki hondla það að vera hjá okkur.Ég meina afhverju ekki.hann er góður sem leikmaður bæði innan sem utan
Ég segji það sama og Diddi 40-50 mil er alltof mikið fyrir hannm
Gylfi er FH ingur .þess vegna vilja þeir hann ekki. Einn helsti kostur Gylfa er að hann er alltaf að bæta sig og var langbestur hjá Swansea City á síðasta tímabili, hélt þeim upp með mörkumn sínum og stoðsendingum. Ég er viss um að hann verður mun betri með betri leikmenn í kringum sig og einnig hefur hann alltaf gert aðra í kringum sig betri. Sjáum bara Aron fyrirliða Íslenska landsliðisins… leikmaður sem er aldrei betri en einmitt með gylfa við hliðina á sér.
Ég segi að sjálfsögðu Gylfa í Everton, 50 milljónir eru ekki stór hluti ef að við fáum til dæmis 25milljónir punda fyrir James McCarthy, 5 milljónir fyrir McGeady og 10 fyrir Deulofeu auk þess sem að við fengum Rooney frítt og Sandro fyrir smápening. Gylfi má alveg kosta þetta og strákar ég held að þið séuð að vanmeta Gylfa og þetta eru ekki okkar peningar.
Kær kveðja, Ari
ps. þvílíkt sem að þetta myndi líka hafa góð áhrif fyrir Everton hérna á Íslandi.
það að Gylfi sé FH ingur kemur þessu máli ekkert við. En ég skal viðurkenna að það bætast kannski í hópinn okka nokkrir aðdáendur ef hann kemur og við fáum meiri umfjöllun hér í fjölmiðlum 🙂
Já þetta með FH var nú bara smá púkaskapur í mér… vonandi fyrirgefið þið mér það Orri og Diddi hehe 🙂
Góðan dag Ari.Við Diddi fyrigefum þér allt það veist þú.
verð reyndar að viðurkenna að ég vissi ekki að hann væri FHingur
Takk Orri minn… 🙂 Diddi hann er uppalinn í FH til 14 ára aldurs, fór síðan til Breiðablik og spilaði með þeim þangað til hann fór til Reading 16 ára.
Lýst ekki á að fá ruslið frá Arsenal og Chelsea. Theo Walcott og Remy alls ekki nógu góðir leikmenn. Þótt Gylfi sé frekar dýr þá er hann betri kostur. Everton hefur staðið sig mjög vel hingað til og vonandi fara þeir ekki á taugum að eltast við ruslið. Ef Everton hefur metnað eiga þeir að reyna við Kun Aguerro frá City t.d.
Bullukollar. Kaupum Gylfa þó hann kosti 46 mills. Ekki eins og þetta sé borgað úr ykkar vasa. Ef hann er overpriced þá eru kaupin amk góð fyrir Everton á Íslandi klúbbinn (mun klárlega stækka), fleiri beinar útsendingar, fleiri skipulagðar ferðir á leiki Everton osfrv. Fyrir utan þetta allt þá mun hann styrkja hópinn klárlega. Föst leikatriði, stoðsendingar og vinnusemi, come on guys.
Sæll Elvar.Það á ekki kaupa bara til að kaupa.
Lestu póstinn frá mér og þá seinustu tvær setningarnar. Hann styrkir hópinn klárlega, það telst ekki að kaupa bara til að kaupa. Enda er þetta afgreitt þannig séð, Gylfi er á leiðinni til Everton.
Ég er ekki að segja að ekki megi kaupa Gylfa en það hljóta þurfa vera serk rök fyrir kaupunum önnur en að stækka aðdándahópinn á Íslandi.
Já eins og ég sagði hér að ofan, þá eru rökin þar (föst leikatriði, duglegur, markaskorari, stoðsendingar). Það er síðan klárlega plús fyrir Everton á Íslandi og annað því tengdu eins og ég vísa einnig til. Það er líka um að gera að nota peningana loksins sem við fengum fyrir söluna á Arteta 🙂
Cuco Martina er staðfestur, shiiii hvað það er allt að gerast hjá Everton.
Staðfest á official Everton FC á Facebook. Flott viðbót með Cuco Martina tel ég.