Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Michael Keane keyptur – STAÐFEST - Everton.is

Michael Keane keyptur – STAÐFEST

Mynd: Everton FC.

Everton tilkynnti rétt í þessu um kaup á Michael Keane en hann er 24ra ára gamall miðvörður sem leikið hefur undanfarið hjá Burnley við góðan orðstír. Kaupverðið er talið vera um 25M punda en Everton staðfesti að verðið gæti farið upp í 30M punda þegar uppi er staðið. Keane skrifaði undir 5 ára samning, eða fram til júní 2022.

Hann er uppalinn hjá United og vann FA Youth Cup með þeim árið 2011 en fékk aðeins einn leik í aðalliði þeirra og var mestmegnis tímans á láni hjá öðrum liðum: Leicester, Derby, Blackburn og síðast Burnley sem keyptu hann í janúar árið 2015. Hann spilaði alla leikina með Burnley tímabilið þar á eftir, þar sem hann hjálpaði þeim að vinna ensku Championship deildina (og skoraði meira að segja 5 mörk). Hann átti svo mjög eftirtektarvert tímabil á afstöðnu tímabili í Úrvalsdeildinni sem leiddi til þess að hann var kallaður til liðs við enska landsliðið og fékk PFA Young Player of the Year tilnefningu.

Hann var orðaður við öll efstu félög Englands og Stuart Pearce mat það sem svo að það væri ótrúlegt ef liðin í efstu sætunum myndu ekki stökkva til og klófesta hann. Keane var lengi vel orðaður við endurkomu í United alveg þangað til þeir keyptu Lindelof og Everton nýtti sér það og náði að landa Keane.

Sky Sports tóku saman athyglisvert yfirlit yfir feril hans hingað til og Liverpool Echo birtu tölfræði hans til að útskýra hvers vegna hann er svona mikils metinn í deildinni. Þar kemur meðal annars fram að enginn vann fleiri skallaeinvígi í deildinni en Keane sem var einnig í öðru sæti yfir flest blokkeruð skot. 260 hreinsanir Michael Keane er jafnframt fjórði besti árangurinn á tímabilinu en þess má til gamans geta að Ashley Williams er í þriðja sæti á þeim lista. Keane er einnig í 11. sæti yfir þá sem náðu að komast inn í sendingar mótherja (e. interceptions) og 12. sæti í sendigetu (e. distribution).

„Keane isn’t just a defender that had to defend, he is one of the Premier League’s best.“
– Greg O’Keeffe hjá Liverpool Echo.

„Michael had an offer from Liverpool but decided the ambitious Everton model appealed more“.
– Michael Madison (umbinn hans) í viðtali við TalkSport.

Hér er vídeó með úrklippum af leikjum hans með ýmsum liðum en hann lék í treyju nr. 5 hjá Burnley, 16 hjá Leicester og Blackburn en 38 hjá Derby (og lengst af með United).

Velkominn Michael Keane!

16 Athugasemdir

  1. Eiríkur skrifar:

    Þetta verður bara betra og betra. Ekki bara spekuleringar heldur aðgerðir. Maður fer að verða ansi spenntur fyrir komandi tímabili. Spurning hvað Barkley gerir og hvort Oliver Giroud sé á leiðinni.

  2. Ari S skrifar:

    Af öllum kaupum sumarsins er ég ánægðastur með þessi kaup!

    Michael Keane er frábær leikmaður og einnig skemmir það ekki að það voru fleiri lið að reyna að fá hann og öll blöðin voru í byrjun júní að tala um að hann færi til Manchester United en það var einmitt Sig Alex Ferguson sem að gaf honum fyrsta sénsinn en Louis van Gaal seldi hann frá félaginu. David Moyes hefði aldrei selt Michael Keane frá Manchester United.

    Enn ein staðfestingin að brottrekstur Moyes og ráðning van Gaal til United á sínum var röng ákvörðun. Og allir þessir leikmenn keyptir og hvorki Barkley né Lukaku seldir. Þeir mega fara mín vegna en ég vil samt endilega halda þeim bara. Kannsi að þessi glæsilegu kaup að undanförnu breyti einhverju? Kær kveðja, Ari.

  3. Gunnþór skrifar:

    Frábær ummæli hjá carrager sýnir hvað þeim svíður þessi kaup hjá Everton ?????

  4. Halli skrifar:

    Þvìlìk snilld hjà okkar mönnum ì sumar nù vantar bara ađ klàra Gylfa fyrir okkur hèrna heima à Ìslandi

  5. Gunnþór skrifar:

    Sammála þér Halli Finnur það kæmust 4 af þessum sex beint í liðið hjá rauðum.

  6. þorri skrifar:

    ég sé alveg fyrir mér að Gylfi yrði næsti á listanum hjá koman og ég vona það innilega.En þetta er að verða nokku flotur hópur hjá okkar liði, ég sé okkur í baráttuni um dolluna

  7. Finnur skrifar:

    Mér er svo sem sama hvað Carragher hefur að segja um kaup Everton en ég velti samt fyrir mér hvað hann hefði sagt á sínum tíma um kaup Steve Walsh á Kante, Mahrez og Vardy hjá Leicester.

  8. Elvar Örn skrifar:

    Hverjir koma næst?
    Gylfi, Giroud, Hernandez, Rooney eða Gray.

    Held að þrátt fyrir þessi svakalegu kaup fram til þessa þá sé Everton hvergi hættir, þannig er amk fréttaflutningurinn. Ekki leiðinlegt að fylgjast með þessu í sumar.

  9. Elvar Örn skrifar:

    Jim white – ‘I was told by the top of the house at Everton, it is almost inevitable Wayne Rooney will be back’

  10. Gunni D skrifar:

    Höfum við eitthvað með Rooney að gera. Enn einn elliheimilismaturinn sem við fengjum frá Man U. Held ekki.