Mynd: Everton FC.
Átta Íslendingar voru á pöllunum á vegum Everton klúbbsins og fengu að upplifa flottan sigurleik. Það leit þó ekki út þannig í byrjun en Everton fór upp um gír í seinni hálfleik og reyndist of stór biti fyrir Burnley að kyngja.
Uppstillingin: Robles, Baines, Williams, Jagielka, Holgate, Schneiderlin, Gana, Davies, Mirallas, Barkley, Lukaku. Varamenn: Stekelenburg, Barry, Valencia, Calvert-Lewin, Lookman, Kenny, Pennington.
Leikmenn Everton virkuðu ekki rétt stemmdir í fyrri hálfleik og þó þeir væru meira með boltann þá virkuðu Burnley beittari og fengu betri færi.
Jagielka virkaði sérstaklega utan við sig í fyrri hálfleik og tvisvar var hann staddur í stöðu hægri bakvarðar og gaf arfaslaka sendingu til baka sem leikmenn Burnley náðu að komast inn í en ekki að nýta sér, sem betur fer.
Besta færi Burnley kom eftir horn á 16. mínútu þegar sóknarmaður Burnley skallaði yfir Robles en Barkley mættur á línuna til að skalla frá.
Everton átti eitthvað af færum og hálffærum líka — Gana og Holgate náðu til dæmis báðir skoti á mark sem Tom Heaton í marki Burnley varði. Besta færi Everton líklega þó úr aukaspyrnu þegar skot á mark frá Mirallas breytti um stefnu af George Boyd í varnarmúrnum og fór rétt yfir slána.
0-0 í hálfleik.
Koeman gerði breytingu á leikskipulagi Everton í hálfleik, skipti út Gana fyrir Valencia og sú skipting virkaði mjög vel.
Everton átti nefnilega mjög flotta innkomu í seinni hálfleik og Jagielka sérstaklega, sem náði á upphafsmínútunum (eftir horn) að skalla boltann í stöng og þvinga markvörð Burnley að slá út en Jagielka náði frákastinu og potaði inn. Markvörður Burnley virtist hafa náð að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínu í annað sinn en endursýning sýndi að markið átti að standa, sem það og gerði. Staðan orðin 1-0 fyrir Everton og Jagielka að skora í þriðja leik Everton í röð.
En forskot Everton stóð ekki lengi því Robles fór í gjörsamlega fáránlega tæklingu inn í teig og tók niður sóknarmann Burnley. Allan tímann víti og algjör óþarfi hjá Robles þar sem um enga hættu var að ræða — sóknarmaðurinn sem var að reyna að ná í boltann (og varð á undan honum) var á leið frá marki, ekki að. Burnley menn skoruðu auðveldlega úr vítinu og staðan 1-1.
Stöngin kom svo Burnley til bjargar á 63. mínútu þegar Mirallas komst inn fyrir vörnina vinstra megin og náði skoti á nærstöng. Óheppinn að skora ekki en mark Everron kom hins vegar á 72. mínútu og var svolítill heppnisstimpill yfir því. Barkley komst í teig inn fyrir vörnina og náði skoti frá vinstri sem breytti um stefnu af tveimur varnarmönnum Burnley (fyrst Keane og svo Mee) og fór í fjærstöng og inn. Staðan 2-1 fyrir Everton en markið skráð sem sjálfsmark á Mee.
Og aðeins um tveimur mínútum síðar var Lukaku búinn að innsigla sigurinn. Fékk sendingu inn í teig frá Baines og sneri á varnarmann Burnley í fyrstu snertingu, komst inn fyrir varnarlínuna, notaði styrkinn til að halda varnarmanni frá sér og þruma boltanum inn. 3-1 Everton! Lukaku þar með að skora í níunda heimaleik Everton í röð!
Burnley hefðu getað minnkað muninn eftir horn á 86. mínútu — aftur náðu þeir að skalla yfir Robles og aftur var Barkley mættur á línu til að hreinsa. Honum var svo skipt út af fyrir Lookman þremur mínútum síðar.
En fleiri voru markverð færi ekki og áttundi sigur Everton á heimavelli því í röð í höfn (sem er félagsmet) og það er okkur gleðiefni að ferðalangarnir í Íslendingaferðinni hafi fengið að sjá það með eigin augum!
Einkunnir Sky Sports: Robles (5), Holgate (7), Jagielka (7), Ashley Williams (6), Baines (7), Gueye (5), Schneiderlin (7), Davies (5), Barkley (7), Lukaku (7), Mirallas (6). Varamenn: Barry (5), Valencia (6), Lookman (5). Þrír með 6 hjá Burnley sem annars voru í fjörkum og fimmum. Ross Barkley maður leiksins.
Robles er bara ekki nógu góður fyrir Everton
Robles verður valinn í spánska landsliðið bráðlega.
Hans (Joel Robles) helsti kostur er að hann virðist alltaf vera að bæta sig. Ég fyrirgef honum úthlaupið gegn Burnley sem kostaði vítið, verra væri ef hann gerði þetta reglulega. Mér fannst þetta ekki einu sinni vera víti. Hann lærir bara af þessu. Kær kveðja, Ari.
Góður sigur hjá okkar mönnum í dag . Leikurinn sjálfur ekkert fyrir augað.
góð 3 stig í dag, fyrri hálfleikur hörmulegur, sá minna af seinni en skilst að þetta hafi lagast án þess þó að vera eitthvað virkilega sannfærandi 🙂 Jinxið klikkar ekki, er búinn að hringja í Elvar 🙂
Þetta var nú gott.
sammála Ingvar 🙂 en það hefði aldrei tekist nema vegna þess að við vorum pínu svartsýnir 🙂
Hehe, bara snillingur hann Diddi, auðvitað hringdi kappinn í mig eftir sigurinn eftir spjall okkar í seinasta þræði.
Alveg sammála að fyrri hálfleikur var dapur en alveg Klárt að Koeman gerði flotta breytingu sem kom liðinu í takt og voru klárlega betra liðið í seinni hálfleik. Flott að vinna 8 heimaleikinn í röð en nú þarf liðið að bæta sig á útivelli og fær séns til þess um næstu helgi gegn West Ham.
Hafa menn áttað sig á því hversu mikið betri Barkley er á árinu 2017 en hann var 2016, tölfræðin er orðin allt allt önnur hjá kappanum.
Nú er bara að enda tímabilið vel og versla vel í sumar, já og halda sem flestum ef mögulegt er.
Pínu áhyggjuefni hve bekkurinn er þunnskipaður í fjarveru margra senior leikmanna.
Sá ekki mistökin hjá Robles en heyrði að þau hefðu verið ansi klaufaleg. Kappinn farinn að kosta okkur mark í hverjum leik. Tel alveg klárt að Everton fjárfestir í nýjum markmanni í sumar.
Sælir Ingvar og Diddi.Sumir eru bara ekki spámannlega vaxnir.
Ósammála síðasta ræðumanni.Svartsýni hefur bara neikvæð ákrif. Ég ætla að vera svo bjartsýnn að spá 16 stigum úr síðustu 6. Og það verður ekki mér að kenna ef það fer illa.
held að við fáum bara 5 stig í viðbót Gunni minn, en ég trúi því ekki að maður á Húsavík sem setur inn smá svartsýnisspá frekar í gríni en alvöru hafi veruleg áhrif á úrslit leiks í Englandi…..en hver veit 🙂
Til hamingju með 90 árin um daginn, Diddi 🙂
Það er miklu skemmtilegra að spá sigri eða sigrum, hvers vegna skellir þú ekki einni spá fyrir tímabilið Diddi… hún gæti verið svona:
Við töpum öllum leikjunum við getum ekki neitt og það er ekkert gaman að halda með Everton. Hljómar eins og þetta hafi verið samið á fyrsta aðalfundi neikvæða klúbbsins…
kær kveðja, Ari.
Ég er í skyjunum yfir sigri liðsins í dag. Barkley kom sá og sigraði varði tvisvar á línu og vann mikla og góða varnarvinnu ásamt því að skora mark. Lukaku, þessi yndislegi og frábæri leikmaður sem ætlar að vera hjá okkur nokkur ár í viðbót skoraði mark í 9. heimaleiknum í röð. Everton hefur skorað mest allra liða í Evrópu á sínum heimavelli, geri aðrir betur.
Bæ í bili, jákvæði klúbburinn… 🙂
Átti að vera Barkley kom sá og sigraði eftir mikla og neikvæða umfjöllun í pressunni í vikunni. Lét umfjöllun ekki hafa áhrif á sig og var frábær í dag. Sumir hérna á íslensku stuðningsmannasíðunni létu pressuna hafa meiri áhrif á sig en Barkley sjálfur haha…
ps. ekki alveg rétt statistik hjá mér með markaskorunina í Evrópu… en samt… ofarlega í álfunni með mörk skoruð á heimavelli (meira en Juventus) t.d.. Afsakið fljótfærnina 🙂
Fyrirgefðu Diddi minn, en það eru víst bara 5 leikir eftir. Það eru 13 stig!!
góður 🙂
Stundum þarf að spila svona leiki!
Algjör skyldusigur hjá okkar mönnum. Fyrri hálfleikur var ekki sérstakur en það var allt annar bragur á liðinu í seinni. Koeman með flotta taktíska breytingu með að taka Gana útaf fyrir Valencia sem svo oft áður er að gera flotta hluti þegar hann hefur komið inn á í leikjum.
Robles með hreint út sagt fáránlegt brot og gaf þeim vítið. Leikmaður Burnley er að hlaupa út úr teignum og engin hætta en Robles ákveður að láta sig vaða í manninn. Eins flottur og mér finnst oft Robles vera þá finnst mér of oft vanta fótboltaheilann í hann þar sem hann les stundum illa i aðstæður sem skilar sér í svona hlutum.
Sem betur fer komu þessi mistök Robles ekki að sök en við vorum alveg 10 mínútur að koma okkur aftur af stað og gaf þetta Burnley smá auka kraft.
Seinni hálfleikur heilt yfir flottur sem skilaði 3 góðum mörkum. Nú er bara að bæta aðeins útivallarformið og byrja með sigri á West Ham og fylgja þvi eftir með sigri á heimavelli gegn Chelsea.
Áhugaverð staðreynd: Baines varð á laugardag fyrsti varnarmaðurinn til að eiga 50 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Frábær leikmaður
Tveir í liði vikunnar að mati BBC: Jagielka og Barkley…
http://m.bbc.com/sport/football/39617394
Jæja Leicester úr leik úr meistaradeildinni sem þýðir að 7. sæti skilar sæti í evrópudeildinni. Við erum því öryggir með evrópubolta á næstu leiktíð sem er mjög jákvætt
Efast um að nokkuð lið kaupi Lukaku á 100 millur en kannski Utd, Paris eða Chelsea. Mundi Lukaku sætta sig að spila í Evrópukeppninni. Hann ætti að taka eitt ár enn hjá Everton ef hann fær góðan samning. Verst að umboðsmaðurinn er gráðugur og vill örugglega selja hann til að fá ríkulega þóknun þetta er bilun fyrir einn umboðsmann fá kannski 10-20 millur í sölulaun.