Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Liverpool – Everton 3-1 - Everton.is

Liverpool – Everton 3-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Robles, Baines, Williams, Jagielka, Holgate, Pennington, Gana, Davies, Barkley, Calvert-Lewin, Lukaku. Varamenn: Stekelenburg, Kenny, Barry, Mirallas, Lookman, Valencia, Kone.

Enginn Coleman í liðinu enda frá eftir ljótt fótbrot í landsleik með Írlandi og fyrri hálfleikur snerist allur um ungliðann Matthew Pennington, sem kom inn í liðið í fjarveru þess fyrrnefnda. Við höfum haft af því áhyggjur að Everton hefur aðeins kjúklinga sem varaskeifur fyrir Coleman og þó að þeir hafi komið skemmtilega á óvart hingað til þá var unliðinn Matthew Pennington ekki vandanum vaxinn í vörninni í fyrri hálfleik.

Bæði Mane og Coutinho fóru illa með hann á upphafsmínútunum og mörkin frá Liverpool bæði svipuð, skot frá vinstri í teignum á fjærstöng, fyrst Mane á 8. mínútu og svo var Coutinho næstum því búinn að skora stuttu síðar af svipuðum stað en Robles reddaði Pennington með flottri vörslu.

En Everton jafnaði metin á 28. mínútu upp úr horni. Baines tók hana vinstra megin vallar, Jagielka framlengdi, Williams fékk hann í sig og missti hann frá sér og boltinn féll fyrir Matthew Pennington sem þrumaði inn. Staðan orðin 1-1.

Everton átti síðar að fá víti að mati þular þegar Emre Can fékk boltann í hendi úr aukaspyrnu frá Baines en ekkert dæmt.

Á 32. mínútu kom svo skellurinn þegar Coutinho fór aftur illa með Pennington og þrumaði í samskeytin. Staðan hefði svo getað versnað til muna þegar Barkley var heppinn að sleppa með gult eftir tæklingu á Lovren, þegar hann missti boltann of langt frá sér í miðri skyndisókn Everton á 38. mínútu.

2-1 í hálfleik. Coleman sárt saknað í fyrri hálfleik.

Everton var mun meira með boltann framan af seinni hálfleik og náðu fínu færi strax á 47. mínútu þegar Barkley átti aukaspyrnu á fjærstöng, skapaði glundroði í vörn Liverpool og Williams náði skoti… en ekki nógu fast og var varið.

Lítið að frétta í sókn Liverpool þangað til Origi fékk marktækifæri á silfurfati. Williams hafði örugglega fengið fyrirmæli óí hálfleik um að hjálpa Pennington í hægri bakverðinum því Williams var staðsettur óþægilega nálægt honum. Það opnaði á skotfæri fyrir Origi þegar hann náði að snúa af sér Williams og þrumaði framhjá Robles af löngu færi. Spurning hvað varð þess valdandi að Robles tók þá ákvörðun að hlaupa út á móti skotinu, eins og þulurinn benti á. Williams líka illa staðsettur. En staðan orðin 3-1 og róðurinn erfiður.

Barry og Valencia var skipt inn á á 67. mínútu fyrir Davies og Pennington og það skapaðist smá líf í Everton liðið með því þegar Holgate fékk tvö dauðafæri á 70. mínútu. Hann átti langskot sem breytti um stefnu úr fjærstöng á nærstöng og Mignolet rétt náði að slengja hendi í boltann. Holgate fékk svo skallafæri upp við mark en náði ekki að stýra boltanum niður.

Matip var næstum búinn að skora á 76. mínútu en Robles sá við honum og varði glæsilega.

Calvert-Lewin var skipt út af fyrir Mirallas á 82. mínútu og hann fékk eitt gott færi undir lokin þar sem hann fór framhjá hverjum leikmanni Liverpool á fætur öðrum og komst inn í teig hægra megin en skotið hátt yfir.

Lokastaðan 3-1.

Einkunnir Sky Sports: Robles (4), Jagielka (5), Williams (5), Holgate (5), Pennington (5), Davies (5), Gueye (5), Baines (5), Barkley (5), Lukaku (4), Calvert-Lewin (5). Varamenn: Mirallas (6), Valencia (6), Barry (6). Einkunnirnar tala sínu máli: enginn steig upp og átti góðan leik. Williams átti reyndar nokkrar glæsilegar landsliðsklassa-tæklingar en liðið allt var í meðalmennskunni og þaðan af verra.

14 Athugasemdir

  1. Einar Gunnar skrifar:

    Hefði haldið að Mirallas fengi að byrja, en hvað veit maður?

  2. marino skrifar:

    erum við að fara geta eitthvað allveg ekta að hafa vængbrotið lið þarna gerist furðulega oft enn ef það er sigur verður það þa bara extra sætara

  3. þorri skrifar:

    kemst ekki verð að horfa á heim er einhverjir komnir á ölver ég seigi bara góða skemmtun

  4. marino skrifar:

    sko djofullinn ættla slokkva hef ekki taugar i þetta

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta ætlar að verða sama ræpan og venjulega ???????

  6. marino skrifar:

    er það bara eg eða getur lukaku ekki rassgat a moti topp 7 liðum 2 mork i þeim leikjum að mig minnir

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja þá er þessi helgi eyðilögð af yfirborguðum drullusokkum sem geta ekki unnið vinnuna sína skítsæmilega.??

  8. Gunnþór skrifar:

    Við erum bara númeri of litlir fyrir stóra sviðið. Skít tapa fyrir arfaslőku liverpool liði niðurlægingin algjőr.

  9. marino skrifar:

    við skulum sammt bera hofuð hátt það vantaði mikið af rót sterkum monnum sem var til þess að ny taktik var spiluð með ungum gaurum inna og aðrir feingu ekki að njota sín eins mikið og þega þeir eru með
    morgan er orðinn okkar lykilmaður og það sást vorum skelfileigir fyrir jol svo kom hann og þetta er bara tapleikur numer 2 a árinu verður erfitt að klara timabilið án coleman og mori enn morgan mætir eftir viku lukaku er ekki goður i storleikjum og er kominn a það að hann ma fara sorry enn ja eg mun ekki gráta það
    kommuogpunktlausræða 🙂

  10. Gestur skrifar:

    Það dr furðulegt að Everton geti ekki spilað fótbolta a Anfield

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Var Lukaku með í dag?
    Ég man ekki eftir að hafa séð hann.

  12. þorri skrifar:

    því miðu þá var hann með.Og hefur oft verið
    betri.Allt liðið fanst mér vera algjör linnu lausir það vantaði allt hungrið.Vonandi gengur betur á móti Man

  13. Gunnþór skrifar:

    Með flesta menn í ekki liði vikunnar og það á móti liverpool mjög sérstakt.

  14. Diddi skrifar:

    nú hlýtur þolinmæði Koemans gagnvart Barkley að vera á þrotum. Kæmi mér ekki á óvart að hann setti hann útúr liðinu eftir hörmulega og heimskulega frammistöðu í derbyleiknum. Það er átakanlegt að horfa á þennan dreng sem er búið að hypa upp sem næsta Gazza. Hann mun aldrei ná Gazza nema ef hann verður fyllibytta þegar hann þroskast og verður stór. Ég segi það enn og aftur að ef spurs kæmu með 30 millj tilboð í hann myndi ég bíta af þeim höndina.