Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Hull 4-0 - Everton.is

Everton – Hull 4-0

Mynd: Everton FC.

Niðurstaðan úr leiknum er ekki lýsandi fyrir leik Everton sem áttu ekki sinn besta dag, allavega ekki í seinni hálfleik. En það verður að vinna svoleiðis leiki líka. Þrátt fyrir stærri markamun en úr síðasta leik reyndist þetta erfiðari leikur en gegn West Brom en sigurinn var þó aldrei í hættu.

Uppstillingin: Robles, Baines, Williams, Jagielka, Coleman, Gana, Schneiderlin, Davies, Barkley, Calvert-Lewin, Lukaku. Varamenn: Stekelenburg, Lennon, Barry, Valencia, Funes Mori, Holgate, Lookman.

Everton var með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn, voru töluvert sterkari, létu boltann ganga vel og settu góða pressu á Hull. Hull ætluðu að leika með þrjá miðverði og wingbacks en pressa Everton var slík að þeir spiluðu mest megnis með fimm varnarmenn og sóknarmaður þeirra einangraður frammi við fyrir vikið.

Eina mark hálfleiksins kom á 9. mínútu frá ungliðanum Dominic Calvert-Lewin, sem varð tvítugur í vikunni og var að spila aðeins sinn annan leik í byrjunarliði Everton. Sóknin byrjaði á Barkley sem sendi glæsilega stungusendingu inn fyrir vörn Hull hægra megin þar sem Davies var mættur og sendi fyrir, beint á Calvert-Lewin, sem þurfti bara að beina boltanum í netið. 1-0 Everton.

Leikurinn opnaðist nokkuð við markið og færi litu dagsins ljós á báða bóga en ekkert kom út úr því. Eini dökki punkturinn annars í fyrri hálfleik var þegar Schneiderlin gekk út af meiddur á 29. mínútu og Barry var skipt inn í staðinn. Leit ekki út fyrir að það væri alvarlegt, en maður veit aldrei.

Ashley Williams var einna næstur því að bæta við marki frá Everton en hann fékk langa sendingu inn í teig á 33. mínútu, stuttu eftir horn. Náði skalla á mark en varið.

Hull fengu svo gullið tækifæri til að jafna á 38. mínútu þegar misskilningur varð á milli Williams og Robles. Boltinn stefndi aftur til Robles, sem kom hlaupandi út úr marki en hætti við stuttu eftir að Williams hafði litið til hans og sóknarmaður Hull komst á milli þar sem Williams ætlaði Robles boltann. Sóknarmaður Hull fór þó illa að ráði sínu því hann vippaði yfir markið þegar hann hefði átt að skora.

Lítil ógnun af Hull, að öðru leyti — haldið vel niðri af vörn og miðju Everton, nema einstaka sinnum þegar vörn Everton var að reyna að skjóta sig í fótinn.

Staðan 1-0 í hálfleik.

Hull breyttu leikstíl sínum í seinni hálfleik og lögðu meiri áherslu á að varnarmennirnir kæmu og hjálpuðu miðjumönnunum. Þetta virkaði vel fyrir þá, því Hull komust mun betur inn í leikinn og færum Everton fækkaði, til að byrja með allavega. Og um tíma litu Hull út fyrir að ná að jafna.

Koeman brá á það ráð að breyta einnig áherslum Everton með því að taka Calvert-Lewin út af fyrir Funes Mori á 56. mínútu og fara í þriggja manna vörn og wingbacks. Miðvörðurinn Funes Mori, nýkominn inn á, fékk óvænt tækifæri innan við mínútu síðar þegar markvörður Hull náði ekki að díla við háan bolta inn í teig en skotið frá Funes Mori framhjá.

Lukaku komst tvisvar upp að teig eftir skyndisóknir og náði föstum skotum að marki, það fyrra fór rétt yfir mark, en það seinna vel varið í horn.

Hull áttu svo ágætt færi á 72. mínútu þegar sóknarmaður reyndi viðstöðulaust skot með vinstri eftir háa sendingu utan af velli hægri megin en boltinn í hliðarlínuna.

Leikurinn umturnaðist svo á 74. mínútu þegar Huddlestone var rekinn út af fyrir ljóta tæklingu á Idrissa Gueye. Dómarinn í engum vafa en maður verður nú að hafa smá samúð með Hull eftir að hafa séð endursýninguna, því flestir dómarar hefðu gefið gult fyrir brotið enda ekki tveggja fóta, þó ljót hafi tæklingin verið. Allavega spurning í mínum huga. En um leið skilur maður engan veginn hvernig Marcus Rojo slapp við rautt eftir tveggja fóta tæklingu á Idrissa Gueye, fyrr á tímabilinu — tækling sem var tvöfalt ljótari en þessi. Hvað um það.

Koeman brást við þessu með því að skipta Tom Davies út af á 77. mínútu fyrir Enner Valencia og aðeins rétt um mínúta var liðin þegar Valencia var búinn að klára leikinn. Lukaku átti stoðsendinguna þegar hann vippaði yfir vörn Hull þar sem Valencia kom hlaupandi og sá síðarnefndi var ekki í vandræðum með að taka boltann á kassann og klára færið, einn á móti markverði. Stöngin inn, 2-0 Everton.

Barry átti skot rétt yfir á 85. mínútu en svo launaði Enner Valencia Lukaku greiðann á lokamínútunum þegar hann setti hann einan inn fyrir með stungusendingu sem Lukaku, markahæsti maður Úrvalsdeildarinnar, skoraði náttúrulega úr. 3-0 Everton.

En Lukaku var samt ekki hættur því að á 95. mínútu skoraði hann fjórða mark Everton þegar hann komst inn í arfaslaka sendingu varnarmanns Hull á hægri kanti aftur til markmanns, hirti boltann, lék á markvörðinn og sendi knöttinn í autt markið. 4-0 Everton og þannig enduðu leikar.

Everton þar með komið upp fyrir United og jafnir á stigum við Arsenal, sem töpuðu gegn West Brom í dag. 6 stig úr tveimur leikjum, fín pressa á liðin fyrir ofan og flott veganesti fyrir næsta leik, útileikinn gegn Liverpool.

Einkunnir Sky Sports: Robles (6); Coleman (7), Jagielka (7), Williams (6), Baines (7); Barkley (7), Davies (7), Schneiderlin (6), Gueye (7), Calvert-Lewin (7); Lukaku (8). Varamenn: Barry (6), Funes Mori (6), Valencia (7). Hull menn eingöngu í sexum og fimmum (fyrir utan einn fjarka).

53 Athugasemdir

  1. Gunni D skrifar:

    7-1! ! Málið dautt.

  2. Ari S skrifar:

    Barkley er frábær!

  3. Ari S skrifar:

    Valencia og Lukaku eru búnir að vinna frábærlega vel saman í 2. og 3. markinu í dag.

  4. Ari S skrifar:

    Og enn og aftur heldur Joel Robles hreinu!!!

    Til hamingju með glæsilegan 4-0 sigur í dag. 🙂

  5. Eyþór skrifar:

    Frábær leikur hjá okkar mönnum í dag sigurinn var aldrei í hættu.

    • Einar Gunnar skrifar:

      Algjörlega frábært – nú er að halda haus í næstu tveimur leikjum!

      • Orri skrifar:

        Sammála við þurfum að gera vel í næstu leikjum þá verður komin upp spennandi staða.

  6. Gunni D skrifar:

    Markið hjá Valencia magnað. Frábær samvinna.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Hefðum átt að setja Lukaku á bekkinn, ég er brjálaður.
    Nei bara grín, ágætur leikur í dag, margt gott og ekki síst lokatölur og Lukaku með tvö mörk og stoðsendingu og virtist vera mjög sáttur að spila fyrir Everton í dag amk.

    Fannst reyndar allt of margar lokasendingar annaðhvort klikka eða þær fóru ekki á réttan mann eða þá bara alls ekki á neinn. Koeman talaði reyndar um þetta eftir leikinn einnig.

    Everton komið í 6 sætið og eins og ég nefndi í fyrri póstum þá eru næstu tveir leikir Everton á útivöllum gegn Liverpool og United sem eru akkúrat þau lið sem við erum að berjast við um Evrópusæti og jafnvel já jafnvel meistaradeildarsæti en við jöfnuðum Arsenal að stigum þar sem þeir töpuðu enn einum leiknum. Everton komið með 21 mark í plús og líta bara ansi vel út á árinu 2017.

    Frábært að halda hreinu og margir ungir guttar að spreyta sig með liðinu þessa dagana og að standa sig almennt mjög vel.

    Fyrst og fremst megum við ekki tapa þessum tveimur næstu leikjum en sigur myndi koma Everton í ansi spennandi stöðu. Það er að vísu ansi langt síðan Everton vann á Anfield en kannski er komið að því núna.

    Barkley finnst mér orðinn ótrúlega öruggur á boltanum og hefur eflst gríðarlega undir handleiðslu Koeman eins og á reyndar við um mjög marga í Everton liðinu í dag.

    4-0 er frábært, bara frábært.

    En vilja menn setja Lukaku á bekkinn í næstu leikjum líka? Æi ég varð að spyrja, hehe.

    • Diddi skrifar:

      góður

    • Ari S skrifar:

      Mín vegna má Lukaku hafa 200 000 pund á viku í laun.

      • Ari S skrifar:

        Ég vil að hann sé ánægður hjá félaginu… 🙂

        • Gunnþór skrifar:

          Losa sig við hann vill ekki

          • Gunnþór skrifar:

            Leikmenn sem vilja ekki vera hjá klúbbnum

          • Ari S skrifar:

            Gunnþór, láttu svo ekki pressuna plata þig svona. Lukaku er ekki óvinurinn.

        • Ari S skrifar:

          Ef hann vill ekki vera hjá okkur þá þurfum VIÐ (Everton) ekkert að losa okkur við hann. Ég meina viðhorfið er að þá verða menn bara að „sækja“ hann ef þeir vilja fá hann og hann vill fara.

          Við (Everton) þurfum ekki að gera neitt bara taka við peningunum. Það er ekki eins og við þurfum að auglýsa hann eitthvað…

          En ég hef nú ekki svo miklar áhyggjur af honum samt… ef hann vill fara þá fer hann og við kaupum annann, einfalt er það. bestu kveðjur, Ari.

          En ég vil samt að hann sé ánægður hjá félaginu.

  8. Gunnþór skrifar:

    Flottur sigur frábær innkoma hjá valencia 1 mark og eitt assist skildusigur í raunini og frábært að sjá kjúllana blómstra og flott reynsla fyrir framtíðina svo er prófraun á liðið í næstu tveimur leikjum þá reynir á menn úr hverju þeir eru gerðir.Verðum að halda barkley hann er búinn að vera frábær núna seinni hlutann.

  9. Elvar Örn skrifar:

    Næstkomandi fimmtudag verður plan fyrir nýjan Everton völl kynnt. Verður stórbrotið.

    • Ari S skrifar:

      Já það verður gaman og stórbrotið. Og vonandi verður þá tilkynnt um nýjan samning við Lukaku.

  10. Gunnþór skrifar:

    Það væri frábært ef hann skrifaði undir vonandi er þetta bull að hann vilji fara það er bara mín skoðun að ef menn vilja fara frá félaginu þá á að losa sig við viðkomandi leikmann sem fyrst.

    • Ari S skrifar:

      Ég er sammála þér Gunnþór minn en ég held bara að þessi forsenda að hann sé óánægður hjá okkur sé röng og reynt að búa hana til af fréttamönnum sem vilja bara sömu liðin séu á toppnum.

  11. Finnur skrifar:

    Sammála síðasta ræðumanni, en finnst mér þó margt í þessu líkt og í fasteignakaupum… Lukaku hafnaði fyrsta tilboði en ótímabært að túlka þetta sem svo að hann hafi eitthvað út á væntanlega kaupendur að setja. Sjáum hvað setur — auk þess má alveg nýta krafta hans í eitt tímabil í viðbót og fá samt flott verð fyrir hann, ef ekki tekst að semja um framlengingu.

    En talandi um Lukaku; hann er í liði vikunnar að mati BBC:
    http://www.bbc.com/sport/football/39323656

    • Gunnþór skrifar:

      Ætla að vona að þið hafið rétt fyrir ykkur,en ég er að fara á goodison í apríl og það væri snilld að fá ykkur með og ég tala nú ekki um húsvikingana.

  12. Ari G skrifar:

    Næsti leikur Everton er móti Liverpool. Ef Everton vinnur hann þá er alltaf möguleiki að ná 4 sætinu. Væri alveg til að fá William frá Chelsea frábær leikmaður ef Lukaku yrði seldur til Chelsea. Gætum þá líka keypt Burnley varnarmanninn Keene og góðan markvörð 3 frábærir leikmenn fyrir Lukaku efast um að það mundi veikja Everton ef Lukaku fer. Svo yrði Everton að finna góðan sóknarmenn hef heyrt einn hjá Genua þekki hann ekki en er talinn mjög efnilegur.

  13. Georg skrifar:

    Gleymdi alveg að henda inn commenti hér eftir leikinn.

    Lukaku tróð allavega sokk upp í suma. 2 mörk og 1 assist. Hann fagnaði mikið og hljóp að aðdáendum eftir mörkin 2. Eftir leik hljóp hann að stúkunni og gaf barni treyjuna sína. Augljóslega leikmaður sem er stærri en klúbburinn (sagt í kaldhæðni svo enginn miskilningur verði hér).

    Eins og ég hef sagt, á meðan leikmaðurinn er að gefa allt fyrir liðið og er samningbundinn okkur þá eiga menn ekki að drulla yfir hann og vilja hann burt því hann tók ekki samningstilboði. Auk þess gæti vel endað þannig að hann skrifi undir nýjan samning á næstu vikum þó hann hafi hafnað samningstilboðinu sem lá núna fyrir.

    Hann á allavega 2 ár eftir af samningi eftir tímabilið og er lokaákvörðunin alltaf félagsins hvort hann verði seldur eða ekki á meðan hann er samningsbundinn. Hann sýndi það gegn Hull að hann leggur sig 100% fram fyrir félagið og finnst mér að stuðningsmenn eigi að sýna honum meiri virðingu. Það er allavega mitt álit.

    Þær fréttir bárust í dag að Schneiderlin væri með smávægileg kálfameiðsl (e. minor calf injury) eftir að hafa farið út af á 30. mín í leiknum gegn Hull. Það ætti að koma betur í ljós á næstu dögum hversu lengi hann verður frá. Vonandi að hann komi sem allra allra fyrst þar sem hann er búinn að vera hriklega flottur á miðjunni.

    Við erum farnir að banka aðeins á liðin fyrir ofan okkur og næstu 2 leikir verða algjörir úrslitaleikir upp á hvort við ætlum að eiga séns að fara ofar í deildinni. Nú er kominn tími á sigur á Anfield! Sigur gegn Liverpool myndi heldur betur opna á okkar möguleika á að horfa upp fyrir okkur. Væri gaman ef liðið heldur áfram út tímabilið eins og við höfum verið að spila á árinu 2017.

    • Gunnþór skrifar:

      Goggi minn kæri það er enginn búinn að drulla yfir lukaku það eina sem menn eru að biðja um smá respect við klúbbinn algjörlega óþolandi þegar menn eru á samning hjá klúbbi að tala endalaust um að þurfa að komast til stærri klúbba og lalala sjáið barkley til dæmis er kannski að fara en er ekki endalaust í fjölmiðlum með það eins og hinn.

      • Ari S skrifar:

        Alveg hreint hárrétt hjá þér Georg þar sem þú segir þetta:

        „Eins og ég hef sagt, á meðan leikmaðurinn er að gefa allt fyrir liðið og er samningbundinn okkur þá eiga menn ekki að drulla yfir hann og vilja hann burt því hann tók ekki samningstilboði. Auk þess gæti vel endað þannig að hann skrifi undir nýjan samning á næstu vikum þó hann hafi hafnað samningstilboðinu sem lá núna fyrir.“

        Vel sagt, eins og talað úr mínu hjarta.

        Kær kveðja, Ari.

  14. Diddi skrifar:

    eins og staðan er núna þá eru ekki miklar líkur á að við höldum Barkley og Lukaku. Innantóm loforð gera ekkert til að bæta það ástand. Það verður ekki fyrr en keyptir verða leikmenn fyrir háar upphæðir, og þá einhverjir frábærir leikmenn, sem þessir leikmenn fara að trúa því að eitthvað fari að gerast hjá klúbbnum okkar. Enn hefur ekkert slíkt gerst að þeir ættu að fá einhvern fiðring og langanir til að binda sig félaginu. Við seljum leikmenn fyrir 50 millur og kaupum leikmenn fyrir minna en þá upphæð, punktur. Svo eru menn hissa á að þessir menn hafi ekki trú. Rooney vil ég ekki sjá, hann fékk tækifæri á sínum tíma og hann á ekki að fá annað. Punktur. En djöfull yrði ég lítið hissa ef einmitt téður Rooney yrði skiptimynt í Lukaku díl. Er það framþróun ? Ég segi nei.

    • Orri skrifar:

      Sæll félagi.Nú segji ég eins og einn góður Mansari góður golffélagi okkar beggja segjir stundum róaðu þig.

    • Elvar Örn skrifar:

      Diddi, Diddi, Diddi. Þú ert að misskilja þetta all svakalega 🙂
      Rooney er á leiðinni til Everton í sumar, það er bara þannig. Ein aðal ástæðan er sú að Lukaku vill spila með honum, ég tel það nú bara næga ástæðu til að kaupa kappann hmmm.
      Já og svo er Gylfi á leiðinni til liðsins í sumar líka.

      Ef það er nóg að kaupa Rooney, Gylfa og borga honum 160 þús pund á viku fyrir að vera markahæstur í deildinni þá samþykki ég það bara hér og nú.

      Everton er bæði mikið sterkara og að spila af miklu meira öryggi en fyrir ári síðan. Fyrir utan það að fá Schneiderlin, Lookman, Bolasie, Gana, Calvert-Levin, Enner Valencia, Stekelenburg, Williams, ofl þá hafa magnaðir ungir strákar risið upp hjá okkur eins og Davies, Holgate ofl.

      Ég get aftur á móti ekki sagt að ég sakni neins sem fóru seinasta sumar eða í vetur frá Everton, var alveg óviss með Stones en er nú alveg viss að það var rétt ákvörðun.

      Everton er í „framþróun“ og er ég viss að Koeman nær að halda því þannig. Ég bara get ekki varið svartsýnn eins og Everton er að spila á árinu 2017 en samt sem áður er komið að risa risa risa tveimur leikjum núna og það á erfiðum útivöllum.

      • Diddi skrifar:

        ég er ekkert að misskilja, það er frekar að þú sért að misskilja það sem ég skrifaði elsku kallinn 🙂

    • Ari S skrifar:

      Mér finnst eins og þú Diddi, sért að búa til umræðu eða lífga umræðuna upp. Lukaku er leikmaður Everton, Barkley er leikmaður Everton. Liðinu hefur aldrei eða sjaldan gengið eins vel og núna síðustu tvo mánuði. Þá passar það (eins og svo oft áður) að umræðan um að bestu leikmennirnir eru á leiðinni burtu frá félaginu. Ef þeir eru allir að fara þá skulum við bara njóta þess á meðan þeir eru hjá okkur. Hættum alltaf aðláta blöðin eða fréttamiðlana teyma okkur á asnaeyrunum eins og sumir hérna láta gera við sig og lepja allt upp sem þeir lesa eins og það sé sannleikur.

      Núna er ég hættur og farinn að horfa á sjónvarpið.

    • Ari S skrifar:

      Diddi, þú ert eins og kallinn með tjakkinn

  15. Elvar Örn skrifar:

    Hér er taflan miðað við síðustu 10 leiki í deildinni.

    Þar eru Everton efstir, reyndar ásamt Tottenham og Chelsea en Everton eru með lang besta markahlutfallið eða 19 í plús. Come on guys, don’t worry be happy 🙂

    Last 10 matches (total)
    GP W D L GF GA GD Pts 2.5+
    1 Everton 10 7 2 1 26 7 +19 23 60%
    2 Tottenham 10 7 2 1 22 8 +14 23 60%
    3 Chelsea 10 7 2 1 21 10 +11 23 60%
    4 Manchester Utd 10 6 4 0 18 6 +12 22 40%
    5 Manchester City 10 5 3 2 15 10 +5 18 50%
    6 West Bromwich 10 5 2 3 14 15 -1 17 60%
    7 Arsenal 10 5 1 4 18 15 +3 16 70%
    8 Stoke City 10 4 3 3 11 10 +1 15 30%
    9 Swansea City 10 5 0 5 15 19 -4 15 80%
    10 Liverpool 10 3 4 3 15 15 0 13 50%
    11 Leicester City 10 4 1 5 10 16 -6 13 60%
    12 Crystal Palace 10 4 0 6 7 13 -6 12 30%
    13 West Ham Utd 10 3 2 5 17 19 -2 11 80%
    14 Hull City 10 3 2 5 10 17 -7 11 50%
    15 Burnley 10 2 3 5 10 13 -3 9 50%
    16 Southampton 10 3 0 7 16 20 -4 9 90%
    17 Bournemouth 10 2 3 5 16 23 -7 9 60%
    18 Watford 10 2 3 5 11 18 -7 9 50%
    19 Sunderland 10 1 3 6 8 19 -11 6 50%
    20 Middlesbrough 10 0 4 6 4 13 -9 4 30%

    • Orri skrifar:

      Næstu 2 leikir segja mikið í þessari tölfræði Elvar. Við verðum að vera á tánum.

    • Diddi skrifar:

      skoðum þetta frekar eftir 12 leiki þ.e.a.s eftir næstu tvo, svo er það ævinlega tímabilið sem er reiknað með í þessari deild Elvar 🙂

  16. Gestur skrifar:

    Lukaku er ekki hafinn yfir gagnrýni, hvorki á vellinum né utan hans. Það getur verið að Lukaku sé ekki ánægður með stjórnina að styrkja liðið ekki nóg og er ég sammála honum þar. Stjórnin fær tækifæri til að gera vel í sumar og kannski vilja þeir tveir þá skrifa undir. Næstu tveir leikir vera mjög spennandi, Everton hefur ekki riðið feitum hesti frá Anfield síðustu áratugi þannig að væntingum er stillt í hóf. Man virðast vera brothættari. Ég veit ekki með Rooney en er ekki tilbúinn að borga honum ofur laun.

    • Ari S skrifar:

      Hvers vegna þurfa menn alltaf að gefa sér rangar forsendur og mynda skoðun út frá því? Það hefur hvergi komið fram að Lukaku sé óánægður hjá félaginu okkar ástkæra. Það hefur hvergi komið fram að hann sé að skipta sér af því hvaða leikmenn eru keyptir til félagsins. Við skulum hafa staðreyndirnar á hreinu og ekki alltaf vera að gefa okkur rangar forsendur varðandi það sem gerist hjá félaginu til að mynda skoðun Gestur. Kær kveðja, Ari.

  17. Ari G skrifar:

    Næstu 2 leikir eru mjög mikilvægir þurfum að ná 4-6 stig í þeim annars er draumurinn um 4 sætið búinn. Lukaku er stórkostlegur leikmaður vill auðvitað hafa hann áfram sem lengst. Skil hann vel að hann vilji spila í meistaradeildinni það vilja allir alvöru leikmenn gera. En enginn er stærri en klúbburinn eins og Ferguson sagði stundum. Rooney er velkominn en þá kemur stórt vandamál með launin hans finnst að einhvers verður klúbburinn að setja eitthvað hámark annars verða aðrir leikmenn óánægðir. Barkley er núna uppáhaldsleikmaðurinn minn það hefur ekkert heyrst frá honum að hann vilji fara enda er hann Evertonmaður í gegn en hann þarf góðan samning 100000 pund á viku 5 ára samning málið dautt.

  18. Gunni D skrifar:

    Úff; alltof langt í næsta leik!!

  19. Elvar Örn skrifar:

    Mun ein stærsta tilkynning í sögu Everton líta dagsins ljós á morgun? #NyrEvertonLeikvangur

    http://www.101greatgoals.com/news/everton-could-be-about-to-announce-an-incredible-deal/

  20. Elvar Örn skrifar:

    Já og strákar, eruð þið ekki að ná þessu??

    Ef Rooney kemur til Everton í sumar þá munu Barkley og Lukaku verða áfram,,,,þið lásuð það fyrst hér 🙂

  21. Elvar Örn skrifar:

    Fimmtudagur er hér og fréttirnar eru byrjaðar að koma inn.
    Búið að kaupa svæðið undir völlinn og alles, I told you so.
    Nú bíður maður spenntur eftir teikningum og dagsetningu á því hvenær stefnt er að taka hann í notkun.

    https://www.grandoldteam.com/2017/03/23/everton-agree-deal-purchase-waterfront-site/

  22. Elvar Örn skrifar:

    Og þá er það staðfest Officially, geggjað strákar geggjað.

    http://www.evertonfc.com/news/2017/03/23/everton-take-first-step-towards-new-stadium

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Snilld ???

      • Elvar Örn skrifar:

        Gera má ráð fyrir að fullunnar teikningar, samþykktir fjárfestinga og tímaáætlun liggi fyrir í lok þessa árs,,,eða um svipað leitið og Bolasie snýr til baka úr meiðslum 🙂

        • Ari S skrifar:

          Fallegt 🙂

          • Gunnþór skrifar:

            Er maður ekki alveg rólegur ennþá yfir þessu þetta hefur verið kynnt áður og komnar meira að segja teikningar eða er mig að misminna eitthvað. Hefði viljað sjá 55 þús manna völl að lágmarki ef af verður.

          • Finnur skrifar:

            Áður var þetta bara einn mögulegur staður sem verið var að skoða en nú er búið að samþykkja kauptilboð. Hef ekki séð neinar teikningar ennþá, bara tilkynningu um að einhver frægur arkitekt, að mig minnir, sé að vinna í því.

          • Ari S skrifar:

            Gunnþór, það var birt einvher bull mynd/teikning af því hvernig Kings Dock gæti mögulega litið út en ég held að það hafi verið hugarórar fréttamanns eða stuðningsmanns? Alveg pottþétt ekki neinn sem var frá félaginu eða á vegum félagsins sem að bjó til þá teikningu. Þetta sem var að gerast í vikunni held ég að sé alveg örugglega það lengsta sem við höfum komist í áttina að nýjum velli. Gunnþór það hefur aldrei verið meiri möguleiki á þessu fyrr og full ástæða til að láta sér hlakka til. En auðvitað er þetta ekkert öruggt ennþá en samt miklar líkur og meiri núna. kær kveðja, Ari.