Mynd: Everton FC.
Everton á leik við Middlesbrough á útivelli á morgun (laugardag) kl. 15:00. Þetta er í fyrsta skipti í 8 ár sem Everton mætir á þennan völl en Middlesbrough eru nú í 15. sæti en samt í bullandi fallbaráttu (eftir sjö leiki án sigurs), aðeins tveimur stigum frá botninum — sem sýnir náttúrulega hversu hörð baráttan er um að forðast fall. Svipaða sögu er að segja um baráttuna um sæti í Meistaradeildinni en Everton liðið virðist ætla að blanda sér í þá baráttu, miðað við formið sem liðið hefur verið í undanfarið: taplaust í síðustu sjö deildarleikjum og unnið fimm af þeim.
Koeman sagði að Yannick Bolasie og Muhamed Besic séu þeir einu sem frá eru vegna meiðsla. Líklega þýðir það að ungliðinn Dominic Calvert-Lewin sé búinn að jafna sig af sínum meiðslum þó maður eigi síður von á að sjá hann í hópnum. Uppstillingin fer mikið til eftir því hvort Koeman ákveður að nota þrjá eða fjóra í varnarlínunni. Ef við gerum ráð fyrir því að svo verði þá verður uppstillingin líklega svona: Robles, Funes Mori, Williams, Holgate, Baines, Coleman, Schneiderlin, Gueye, Barkley, Mirallas, Lukaku.
Hjá Middlesbrough er Antonio Barragan meiddur og Gaston Ramirez og George Friend metnir tæpir.
Í öðrum fréttum er það helst að Tom Davies var kjörinn ungi leikmaður janúarmánaðar. Vel gert hjá honum.
Einnig bárust fréttir af því að Lukaku væri alveg við það að framlengja samning sinn. Við fögnum því ef af verður en rétt að muna að betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi og allt það.
Ungliðarnir halda jafnframt áfram að gera gott mót en Everton U23 báru sigurorð af Arsenal U23 1-0 (sjá vídeó) með marki frá Nathan Broadhead. Everton U23 eru sem fyrr í efsta sæti Úrvalsdeildar U23 ára liða, með 6 stiga forskot á næsta lið þegar 6 leikir eru eftir.
En, Middlesbrough á morgun kl. 15:00. Leikurinn er því miður ekki í beinni útsendingu.
Kanski hægt að „streama“ leikinn á http://www.reddit.com/r/soccerstreams/
streamtvbox.club fyrir 10.99 pund á mánuði og málið er dautt. Allir leikir í húsi.
Held að þetta verði erfiður leikur, spái 1-1.
0-3 fyrir okkur, málið dautt 🙂
Koma svo, treysti á sigur og clean sheet, styttist í að betra bláa liðið taki toppsætið af ríka bláa liðinu
Líst ekki vel á þetta því ég er bjartsýnn á góð úrslit og þá fer ekki vel. Vona að það breytist í dag.
Er ekki hægt að horfa a leikinn i Ölveri?
Nú er ljóst að Lukaku verður að skora til þess að ná því að verða sá sem að hefur skorað mest… á ný. Hann gerir tvö í dag.
0-4 fyrir okkur og malid steindautt.
Mirallas ekki í hóp?