Mynd: Everton FC.
Everton mætir á St. Mary’s leikvanginn á sunnudaginn kl. 16:30 til að eigast við Southampton en þetta er fyrsta heimsókn Ronalds Koeman á sinn gamla heimavöll frá því hann fór yfir til Everton. Hvorugt liðið er í sínu besta formi í augnablikinu — bæði með einn sigur í… allt of mörgum leikjum en það vinnur vonandi með okkar mönnum að Southampton koma kannski ekki alveg úthvíldir til leiks því þeir ferðuðust til Tékklands að mæta Sparta Prag í gærkvöldi þar sem þeir töpuðu 1-0.
Gueye Barry er ekki lengur í banni og fer væntanlega beint í liðið aftur eftir að hafa misst af Swansea leiknum. Besic og Pennington eru hins vegar frá. Líkleg uppstilling því: Stekelenburg, Baines, Williams, Jagielka, Coleman, Gueye, Barry, Mirallas, Barkley, Bolasie, Lukaku.
Af ungliðunum er það að frétta að Everton U18 gerðu jafntefli á útivelli við efsta lið ensku U18 Úrvalsdeildarinnar, Manchester City, í bráðfjörugum leik sem endaði 4-4 (sjá vídeó). Everton lenti 2-0 undir í leiknum en skoruðu fjögur mörk í röð og náðu þar með tveggja marka forskoti sem City menn náðu að vinna upp á lokamínútunum. Mörk Everton skoruðu Fraser Hornby (tvö), Jack Kiersey eitt og eitt var sjálfsmark City manna. Everton liðið er þar með áfram ósigrað — nú í tíu leikjum í röð — og eru í fimmta sæti deildar.
Everton U23 er í efsta sæti Úrvalsdeildar U23 en þeir töpuðu fyrir Hertha BSC 1-3 í Premier League International Cup og eru í þriðja sæti í sínum riðli. Stjóri okkar manna, David Unsworth, gerði 10 breytingar á liðinu fyrir leikinn til að gefa þeim færi sem ekki hafa mikið fengið að spreyta sig á tímabilinu hingað til. Gethin Jones skoraði mark Everton.
En, Southampton næstir á sunnudaginn kl. 16:30. Leikurinn er í beinni á Ölveri.
leikmenn þurfa að fara að mæta í vinnuna, allt of margir sem hreinlega mæta ekki til leiks, þannig var þetta í fyrravetur eins og þeir bara væru búnir að ákveða að til að vinna fyrir laununum sínum væri nóg að klæðast búningnum og standa svo í 90 mín + á vellinum. Það þarf að gera þeim ljóst að þeir fitti ekkert inn hjá Everton ef þeir ætli ekki að leggja sig fram. Það var t.d. aðdáunarvert hvernig WBA mætti í síðasta leik gegn Burnley, þeir hreinlega gengu frá þeim með offorsi. Nei ef þetta batnar ekki þá á að selja (eða henda) þá leikmenn sem falla undir þetta. Og nokkra hefði náttúrulega aldrei átt að kaupa, t.d. Bolasie sem er einn af þessum svörtu sambóum sem virðist geta hlaupið en vantar alveg hausinn á 🙂 og hana nú 🙂 hef ekki nokkra trú á að eitthvað fáist útúr þessum leik 🙂
Diddi mikið hrikalega ertu neikvæður með liðið okkar. við erum núna í 7 sæti sem er sjálfu sér ekki mjög slæmt hjá okkur. En ég er sammála með að taka til hjá okkur. En á heildina litið þá er ég nokkuð ánægður með okkar gengi. Og það má alltaf gera betur
Miðað við frammistöðu liðsins í síðustu leikjum þá er ég hræddur um að við skíttöpum.
Held að þetta fari 3-1 fyrir Southampton?
Hættum þessarri neikvæðni bjartir tímar framundan hjá Everton. Gefið Koeman spá tíma þarf að byggja upp liðið. Spái 2:1 fyrir Everton. Ekkert mál hjá Koeman að henda út leikmönnum sem standa sig ekki.
1-3.Fyrir okkur.
Gueye var með í síðasta leik, Barry Ekki lengur í banni.