Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Chelsea vs. Everton - Everton.is

Chelsea vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton mætir Chelsea á Stamford Bridge á morgun kl. 17:30 og ekki annað hægt að segja en að þetta sé risastórt verkefni sem framundan er. Stjóri þeirra, Antonio Conte, hefur aldeilis náð að lífga þá við og þeir sitja eins og er í 4. sæti í Úrvalsdeildinni. Hann breytti yfir í 3-4-3 uppstilingu í byrjun október og eftir það hafa þeir unnið alla deildarleiki sína (Hull, Englandsmeistara Leicester (stórt), United (burst) og Southampton) án þess að fá á sig mark (skoruðu 11). Sagan sýnir okkur að Chelsea menn hafa ekki tapað fyrir Everton á heimavelli í síðustu 21 (!) Úrvalsdeildarleik en þá rifjast reyndar upp dómaramistök í síðasta leik sem sáu til þess að John Terry næði að jafna úr rangstöðu á síðustu sekúndunum í leiknum. Þess má til gamans geta að Koeman tók fjögur stig af þeim í sínum síðustu tveimur leikjum gegn þeim á útivelli með Southampton en hann viðurkenndi þó að Chelsea liðið nú væri sterkara en þá. Everton er hins vegar með næstbestu vörnina í Úrvalsdeildinni þannig að þeir ættu að geta hamið Costa, sem er þeirra markahæsti maður með 8 mörk.

Stekelenburg hefur náð að jafna sig af sínum meiðslum en Idrissa Gana Gueye verður í leikbanni (5 gul spjöld) og Baines, Kone, Besic og McCarthy frá vegna meiðsla. Gibson er ekki í leikformi en hann lék með Everton U23 liðinu í kvöld. Tom Cleverley eða Tom Davies eru því líklegustu valkostir á miðjunni í stað Gana. Líkleg uppstilling: Stekelenburg, Oviedo, Williams, Jagielka, Coleman, Barry, Cleverley, Mirallas, Barkley, Bolasie, Lukaku. Hjá Chelsea er Willian tæpur og Fabregas meiddur en þeir eru með óbreytt lið frá sigri sínum gegn Southampton.

Af ungliðunum er það að frétta að:

– Everton U23 liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Chelsea U23, eftir að hafa lent 1-0 undir á 5. mínútu. Jöfnunarmark Everton skoraði Harry Charsley en þeir eru nú í öðru sæti Úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir City.
– Everton U23 eru, þegar þetta er skrifað, að leika við Norwich U23 í Premier League Cup.
– Everton U18 liðið gerði 0-0 jafntefli við á útivelli gegn Blackburn U18 og eru ósigraðir í síðustu sjö leikjum í röð.
– Fjórir ungliðar Everton voru kallaðir til liðs við enska U20 landsliðið: Callum Connolly, Jonjoe Kenny, Kieran Dowell og Dominic Calvert-Lewin.

5 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    0-3

  2. Elvar Örn skrifar:

    Hvernig hefur mætingin verið á Ölver? Langar að ná að kíkja á ykkur.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þó svo að það sé allt annað að sjá varnarleik okkar manna, þá er ég ansi hræddur um að jafntefli sé það besta sem við getum búist við í dag.
    Það er hreinlega ekki nógu mikið hugmyndaflug í sóknarleiknum hjá okkur.