Mynd: Everton FC.
Stjórn Everton á Íslandi hittist á dögunum til að skipuleggja næsta tímabil og ákveða dagsetningar á helstu viðburðum stuðningsmannaklúbbsins. Það er nefnilega kominn tími á að halda aðalfund félagsins en árshátíðin er einnig framundan og ákveðið var að slá þessu tvennu saman.
Formaður kunngjörir því hér með að þann 17. september 2016 (tímasetning tilkynnt síðar) verður haldinn aðalfundur á Ölveri og meiningin er að horfa í kjölfarið saman á heimaleik við Middlesbrough en hittast aftur um kvöldið á árshátíð — vonandi með sigurleik í farteskinu.
Á aðalfundi verður sjö manna stjórn kjörin ásamt tveimur skoðunarmönnum fyrir reikninga félagsins en kjörgengi þeirra er sama og stjórnar. Tillögur að lagabreytingum skal senda á stjórn fyrir fund svo hægt sé að auglýsa með fyrirvara.
Einnig voru næstu tvær formlegar Íslendingaferðir á Goodison Park ákveðnar (haust- og vor-ferð) en meiningin er að sjá Everton mæta Gylfa og félögum í Swansea í haust (leikur sem í augnablikinu er settur á 19. nóvember). Vorferðin er svo áætluð 15. apríl á næsta ári þegar Everton mætir Jóa Berg og félögum í Burnley. Íslendingaferðir að sjá Everton mæta Íslendingaliðum.
Endilega takið því þessar dagsetningar frá:
17. sept 2016 Aðalfundur + árshátíð.
19. nóv 2016 Everton – Swansea
15. apr 2017 Everton – Burnley
Nánari upplýsingar varðandi alla þessa atburði koma síðar.
Kveðja,
Stjórnin
Góða skemtun á árshátiðinni ég kemst ekki á hana en á finan séns á leiknum 19 nóv
Það er svakalegt að það sé ekki kosning um dagsetningu árshátíðar,,,just saying.
Góða skemmtun á árshátíðinni.
Ég kemst ekki þar sem hér verða smalamennskur í gangi.