Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Yannick Bolasie keyptur - Everton.is

Yannick Bolasie keyptur

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti rétt í þessu kaup á Yannick Bolasie, kantmann frá Crystal Palace. Bolasie skrifaði undir 5 ára samning við Everton (til júní 2021) en kaupverðið var ekki gefið upp — talið vera 22M punda plús add-on sem fari upp í 30M pund sem, ef rétt er, gerir Yannick að dýrasta leikmanni félagsins (sá næstdýrasti er Lukaku á 27M punda). Þau hjá BBC segja reyndar að verðið sé 25M punda (og Yannick þá næstdýrasti) en Sky segja 28M (22.5M út, 2.5M í addons og möguleiki á 3M e-n tímann í framtíðinni).

Bolasie er 27 ára, kantmaður eins og áður sagði, fæddur í Frakklandi en spilar með landsliði Kongó. Hann var í röðum Crystal Palace frá 2012, þegar þeir keyptu hann frá Bristol City og Bolasie varð fljótt lykilmaður í liði Palace sem komst upp í Úrvalsdeildina 2013. Hann er í miklum metum hjá bæði stjóra og aðdáendum Crystal Palace sem vildu alls ekki missa hann en hann lék 143 leiki með Crystal Palace og skoraði í þeim 13 mörk og átti einhverjar stoðsendingar að auki. Hann lék á Wembley í sigri Palace manna í undanúrslitum FA bikarsins á móti Watford og skoraði þar eftir aðeins fimm mínútur.

Hann lék jafnframt með liði Kongó sem náði þriðja sæti í Afríkubikarnum og var Bolasie valinn í lið keppninnar að móti loknu.

Sögusagnir um að Bolsaie væri á leiðinni til Everton hafa verið í gangi um nokkurt skeið og fór allt á fullt eftir að Pardew lét hafa það eftir sér á BBC að hjarta Bolasie og sál hans tilheyrði nú öðru liði og vissu allir að hann ætti við Everton. Sky Sports birtu stuttu síðar frétt um að Bolasie væri kominn í læknisskoðun hjá Everton og nú eru kaupin gengin í gegn.

Bolasie sagði í viðtali eftir undirskriftina: „This is a big club and I know all about it from having played against them over the years. For me, it was a no-brainer to come here. But now that I’ve come to Everton, the job is not done. I’ve got to work hard and feel my way in. I’m ready and up for the challenge. It’s not about the money for me. It’s about looking at the ambition of the Club and where they are trying to get to. I just like to play football.“

Koeman bætti við: „Yannick is a player who has been a long time on my radar because he’s the type of winger I like – fast, strong and he can play different positions in the forward line. He’s a really good signing for the Club. At 27, he’s a good age and he has experience in the Premier League. He will give strength to the team and I’m very pleased to have Yannick as part of what we are trying to build here at Everton.“

Koeman hafði áður sagt að hann vildi að framherjarnir sínir væru meira „aggressívir“ en Bolasie ætti að vera leikmaður að hans skapi því hann er mjög duglegur án bolta að vinna fyrir liðið og trufla andstæðinginn og kemur til með að auka hraðann í framlínunni. Hann er auk þess mjög brögðóttur eins og myndbandið hér sýnir:

Velkominn til klúbbsins Bolasie!

40 Athugasemdir

  1. Halldór Steinar Sigurðsson skrifar:

    Allt að gerast!

  2. Finnur skrifar:

    Mér skilst á Liverpool manni að Bolasie sé búinn að hrella þá svo mikið á Anfield að þeir sjá hann nú sem holdgerving Christiano Ronaldo. 😉

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Nú hefur maður svo sem ekki fylgst mikið með Crystal Palace nema þegar þeir hafa spilað gegn Everton og þá hefur þessi maður ansi oft fengið mann til að nánast pissa í buxurnar.
    Ég er sáttur við þessi kaup, það er enginn smá hraði sem Everton er nú komið með í framlínuna. Bolasie, Deulofeu, Mirallas og Lukaku eru ekki neinir sniglar.

    • Finnur skrifar:

      Lennon er einn af fjótari mönnum á kantinum líka. Þetta verður spennandi!

  4. Georg skrifar:

    Þetta eru frábærar fréttir.

    Þetta er mjög öflugur vinstri kantmaður. Eins og Koeman hefur talað um þá vill hann hafa 2 menn í hverri stöðu. Svo núna erum við með Mirallas og Bolasie á vinstri og Lennon og Deulofeu á hægri (Mirallas getur að sjálfsögðu líka spilað hægri). Það er flott að fá mann sem er mjög góður „dribblari“ og mjög hraður.

    Ég er mjög hrifinn af þessari „taktík“ hjá Koeman að vera taka „stærstu“ leikmennina úr veikari liðunum í deildinni. Gueye, Ashley Williams og Bolasie eru allt leikmenn sem voru lykilmenn í sínum liðum. Svo kemur Stekelburg með mikla reynslu bæðir úr alþjólegum bolta og englandi. Svo allir okkar nýju leikmenn eiga ekki að þurfa neinn aðlögutíma fyrir deildina sjálfa. En þurfa að sjálfsögðu að aðlagast nýju liði.

    Ég væri alveg til í mjög öflugann markmann og svo annan framherja með Lukaku. Helda að það sé mjög raunhæft að fá Joe Hart í markið. Guardiola virðist ætla að kaupa nýjan markmann og gaf Hart skilaboð með því að setja hann á bekkinn í fyrsta leik.

  5. Steini skrifar:

    Öflugur kantmaður er hann ekki. þetta eru galnari kaup en Pogba á 90 milljónir.
    Hann hefur tekið þátt í 24 mörkum samtals (9 mörk og 14 stoðsendingar) á seinustu 4 tímabilum með Crystal Palace. Það gera heila heil 6 mörk að meðaltali á tímabil.
    Hátt í 30 milljónir punda með add ons.
    Ég sem ötull stuðningsmaður allra sem spila við Everton er samt mjög sáttur með þessi kaup ykkar.

    • Elvar Örn skrifar:

      Ahhh, Steini passaðu þig pínu. Þetta verður Jinx dauðans þar sem hann skorar í sínum fyrsta leik gegn þínu liði. Boooom.

    • Finnur skrifar:

      Veistu… ég hef áhyggjur af því að þér verði kalt í vetur, Steini minn… þú ferð ekki nógu vel með glerhúsið þitt.

      Andy Carroll: 9 mörk í deild (samtals) — 35M punda. Benteke… afskaplega stutt á undan Bolasie í markaskorun: 32.5M punda. Og aðalhlutverk bæði Carroll og Benteke var (eða… átti að vera) að vera helsti markaskorari liðsins — sem er ekki hlutverk Bolasie.

      Fyrir utan að keyra hratt á varnir, leggja upp mörk og skora nokkur er hans hlutverk alls ekki síður án bolta: að pressa vel og trufla andstæðinginn, sem er ekki partur af tölfræðinni um mörk og stoðsendingar sem þú kýst að skoða.

      En ég skil samt vel að þú sjáir ofsjónum yfir verðmiðanum. Hann er vissulega nokkuð hár. Ég get þó ekki neitað því að ég hef lúmskt gaman af því að sjá tékkana fara hratt stækkandi á undanförnum árum því það merkir að Everton getur nú keppt um betri bita en áður.

    • Georg skrifar:

      Steini það sem ég hef að segja við þig:
      Balotelli 16m pund, Lovren 20m pund, Carroll 35m pund, Benteke 32m pund, Alberto Aquilani 17m pund, Stewart Downing 20m pund, Robbie Keane 19m pund o.s.frv…
      Svo kemur þú hingað á everton síðuna til að hneykslast á verðinu á Bolasie hahah, dreptu mig ekki.
      Það er hægt að hækka verðmiðann á Aquilani, Downing og Keane um ca. 10m pund ef maður er að bera þetta saman við nútímamarkað.

      Leikmenn í dag kosta bara pening ef þeir eru öflugir (þó þú hafir notast við Wikipedia til að mynda þér skoðun á honum). Treysti ég Koeman eða Steina meira fyrir þessu? Haha

      Eigum við ekki fyrst að sjá hvað leikmaðurinn gerir fyrir Everton með betri menn í kringum sig og með betri framherja áður en að skoðun er mynduð á honum?

      • Orri skrifar:

        Sæll Georg. Við hljótum að taka öllu hrósi frá félaga Steina fagnandi á þessari síðu. Ég er ánægður með það hann skuli standa með okkur.

      • Steini skrifar:

        Þú þarft ekkert að benda mér á slök kaup minna manna. Veit allt um þau. Það gerir þessi kaup ykkar ekkert betri.

        Já ef þú skoðar ítarlega tölfræði um hann þá muntu sjá að hann hefur
        verið lakari en Dealafeu, Lennon og Mirallas í flestu síðastliðin ár. Kominn á þennan aldur förum við varla að sjá mikla bætingu.
        Og það besta við þetta er að þið virðist hafa borgað fyrir kaup Palace á Benteke. Get ekki þakkað ykkur nóg fyrir það.

        • Diddi skrifar:

          vistaðu þetta Steini, Benteke á eftir að skora fleiri mörk fyrir Palace í vetur en nokkur liverpool maður gerir 🙂

  6. Gestur skrifar:

    Ef Everton hefur þurft að skrifa undir pappíra uppá 30m. fyrir hann, þá er hann mjög dýr. Vona að hann sé þess virði.

    • Orri skrifar:

      Sæll Gestur. Svona er boltinn við verðum að borga mikið fyrir góða leikmenn það er málið. Er hann ekki bara þessarar upphæðar virði.

  7. Finnur skrifar:

    BBC sögðu 25M en klúbburinn vildi ekki gefa verðið upp. Sögðu þó ekki að þetta væri metfé (eins og þeir sögðu þegar Stones fór — gáfu heldur ekki upp verð í þeim viðskiptum) þannig að það gefur til kynna að hann kosti minna en þessar 27M eða 28M sem Lukaku var keyptur á. Restin (ef einhver er) er svo árangurstengd og ef árangur fylgir þá er mér slétt sama hvort hann kosti 25M eða 30M.

    Alveg til í að treysta Walsh og Koeman til að gambla svolítið með peninga Moshiri á Bolasie. Ég er hæstánægður með þá tvo sem voru keyptir í sumar: Stekelenburg var besti maðurinn á vellinum í fyrsta leiknum og Idrissa Gueye sá næst-besti. Báðir að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þá vantar bara Williams sem ég hef haft mætur á lengi og held hann eigi ekki eftir að valda okkur vonbrigðum.

  8. Elvar Örn skrifar:

    Já fínasta viðbót.
    Verðið ekki alveg á tæru en skv. Sky er þetta 22.5+2.5 addon + 3 hugsanlega síðar. Hvernig sem þetta virkar þá má gera ráð fyrir rúmum 25 mills í þetta:
    http://www.footballinsider247.com/sky-everton-agree-personal-terms-after-28m-fee-agreed/?

    Moshiri með svakalegt statement til Sky,,, Þetta er spennandi í mín eyru amk. Hann bíður ólmur eftir að eyða í fleiri leikmenn, já ólmur.
    http://www.101greatgoals.com/news/farhad-moshiri-gives-good-news-about-signings-to-everton-fans-after-landing-yannick-bolasie-video/?

    Margir miðlar segja Everton með Joe Hart í sigtinu og að þeir hafi í raun verið það lengi. Bara 2 vikur eftir af glugganum og alveg klár á því að Everton mun fá amk 2 menn til viðbótar ef ekki 3. Sóknarmaður er nr. 1, síðan markvörður og miðvörður.

    Mér finnst samt Stekelenburg líta mjög vel út hjá okkur í markinu og er ekkert allt of stressaður með þá stöðu. Finnst hann klárlega betri en Robles.

  9. Ari S skrifar:

    Mér lýst hreint út sagt frábærlega á Bolasie, hann er stór og sterkur og með fína boltatækni.

    Þetta rakst ég á netinu… gaman að horfa þó þetta sé „leikið“ (FIFA leikurinn)

    https://www.youtube.com/watch?v=cvnvhtCSLns

  10. RobertE skrifar:

    Veit ekki ennþá með þetta season, hver veit hvað gerist á næstu tveimur vikum, vonandi eitthvað spennandi.

  11. Gunnþór skrifar:

    Ronald er með þetta klárlega batamerki á liðinnu á bara eftir að batna. Vona að menn sem vildu halda martinez sjái það fljótlega að breytingar voru nauðsyn er það ekki strákar ???

    • Finnur skrifar:

      Jú, maður lifandi. Ég var aðeins lengur að átta mig á því en sumir en ég held að vendipunkturinn (hjá mér — hálf ómeðvitað til að byrja með) hafi komið þegar Everton missti niður tveggja marka forskot í tap gegn West Ham á heimavelli þegar Martinez gerði sóknarskiptingu (miðjumaður út fyrir Niasse) þegar Everton var 2-0 yfir og manni færri — í stöðu sem öskraði á að Barry kæmi inn til að drepa leikinn.

  12. þorri skrifar:

    Sælir félagar þessi nýi liðsfélagi Yannick Bolasie ég verð að segja þvílíkur snillingur sem klubburinn var að kaupa. ég var að horfa á myndbandið með þessum snillingi. Mér sýnist á öllu að við höfum fengið þarna góðan leikmann. Er Lukaku meiddur? bara pæla því hann notaði hann ekkert ef man rétt í leiknum. En að leiknum þá var þetta nokku góður leikur, liðið var mjög gott og spilandi og á EFTIR bara að vera betra.

  13. ólafur már skrifar:

    það eru 2 menn sem ég myndi vilja fá í liðið og þeir eru Axel Witsel frá Zenit verð sagt í kringum 25 millj. punda og Julio Draxler frá Wofsburg verð í í kringum 65 millj. punda klásúla 57 mills

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ég vil ekki sjá Witsel hann væri kominn ef hann hefði viljað það. Hann er ekki annað en gráðugur peningapúki og er ekki einu sinni neitt sérstakur.

  14. Elvar Örn skrifar:

    Joe Hart verður kominn í Everton treyju áður en langt um líður. Held að kaup á varnarmanninum Lamine Kone fari aftur í gang fyrir lok gluggans og spurning hvaða sóknarmaður verður keyptur. Hvaða sóknarmann viljið þið fá?

  15. Ari G skrifar:

    Ég vill Lewandowski eða Griezman bestu kostirnir kosta mikið 60-80 millur. Vill ekki Joe Hart vill frekar markvörð Stoke Butland. Fínt að fá líka MATA OG Kone frá Sunderland þá er Everton komið í toppbaráttuna. Við eigum að sýna metnað vill ekki kaupa rusl bara alvöru leikmenn sáttur með þá sem komnir eru nema þekki ekki Palace manninn en hann á eftir að sanna sig.

  16. Elvar Örn skrifar:

    Everton hugsanlega að fá annan risa fjárfesti. Usmanov á enn hlut í Arsenal en virðist vilja vinna með fyrrum viðskipta félaga Moshiri þar sem hann er ekki að ná að vinna vel með núverandi meirihluta eiganda Arsenal.
    Er Everton að verða stórveldi?
    http://www.101greatgoals.com/news/rumour-arsenals-alisher-usmanov-may-sell-shareholding-invest-everton-instead/

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Náttúrulega bara sögusagnir en maður veit aldrei hvað gerist, ég myndi ekki gráta ef þetta yrði að veruleika.

      • Ari S skrifar:

        Usmanov hefur ekki getað verslað leikmenn til Arsenal þó hann vilji. Aðaleigandi Arsenal Kroenke er með Wenger í vinnu hjá sér og þeir tíma ekki að versla tilbúna leikmenn.

        Usmanov myndi halda eyðsluhátíð þegar hann kæmi til Everton og myndi sennilega kaupa Messi og Bale.

  17. Gunnþór skrifar:

    Þetta lítur bara vel út alltsaman ???og Steini þú ert toppmaður ???

  18. Finnur skrifar:

    Hálf vorkenni Shane Duffy, þó hann sé ekki lengur á snærum Everton.

    Þrjú sjálfsmörk í síðustu tveimur leikjum hans með Blackburn, þar af tvö í kvöld og rautt spjald að auki…
    http://www.bbc.com/sport/football/37030417

    • Diddi skrifar:

      ég vorkenni Steina meira, hann er jú stuðningsmaður einhverra rauðliða sem ég kann ekki að nefna 🙁