Mynd: Everton FC.
Það er stutt á milli leikja þessa dagana en sá næsti er núna á laugardaginn, gegn Southampton á heimavelli kl. 14:00. Því næst leikur liðið við Liverpool á útivelli í miðri viku og að lokum eru undanúrslitin í FA bikarleik gegn Manchester United á Wembley. Allt eru þetta erfiðir leikir og menn ekki á einu máli hvernig eigi að tækla þetta. Paul Merson, sparkspekingurinn hjá Sky, vildi meina að Everton ætti að hvíla menn vel í næstu tveimur deildarleikjum og spila með varaliðinu til þess að leggja höfuðáherslu á FA bikarinn og hafa þannig lykilmennina ferska í þau átök. Ekki eru allir sammála um það hvort það myndi reynast góð strategía en yfirleitt skiptist fólk í tvær fylkingar í þessu máli — önnur vill hvíla leikmenn en hin segir að maður verði að fá snjóboltann til að rúlla og stækka með hverjum sigrinum til að skapa smá skriðþunga sem fleytir liðinu til sigurs í úrslitum. Martinez er að öllum líkindum í seinni fylkingunni.
Það eru þó nokkrir leikmenn sem pottþétt hvíla í þessum leik, en McCarthy er í eins leiks banni eftir rauða spjaldið gegn Palace. Einnig eru Barkley, Baines og Lennon tæpir vegna meiðsla og Jagielka missir pottþétt af leiknum. Allt hér að framansögðu gerir það erfitt að spá fyrir um líklega uppstillingu en hér er ein tillaga (nöfn innan sviga ef sá er heill): Robles, Oviedo (Baines), Mori, Stones, Coleman, Barry, Besic, Mirallas, Cleverley (Barkley), Deulofeu (Lennon), Lukaku. [Uppfært 15. apríl: Fréttir bárust af því að Lukaku væri metinn tæpur eftir smávægileg meiðsl í leiknum gegn Palace].
Í öðrum fréttum er það helst að Barkley og Lukaku voru báðir tilnefndir til verðlauna í flokki ungs leikmanns ársins að mati PFA. Barkley er kominn með 12 mörk og 10 stoðsendingar á tímabilinu og Lukaku 25 mörk en það er hörð samkeppni um þennan titil í ár, sérstaklega frá Tottenham sem eiga einnig tvo af 6 tilnefningum í þessum flokki (Harry Kane og Dele Alli).
Everton hefur unnið alla þrjá leikina á Goodison Park gegn Southampton, síðan Southampton komust upp í Úrvalsdeildina aftur. Vonandi að það haldi áfram á laugardaginn.
ég held að við töpum þessum leik 1 – 2 🙂
Martinez lét þessi gullkorn út úr sér í dag.
“I don’t think you can consider tomorrow’s game as a ‘Goodison’ performance. Tomorrow’s game is the third in a five game block that we need to be at a very good level and clearly that is going to be very important for very different reasons than just playing at home.
“Being truly, truly honest this block of five games is a block and I don’t think a defeat tomorrow would stop us from being a different team in the Merseyside derby and in the semi-final of the FA Cup.
“In the same way, a win tomorrow wouldn’t guarantee us to be at the best level in the next two games.“
Hvað í ósköpunum þýðir þetta???
Hvað um það. Ég held, aldrei þessu vant, að við grísumst til að vinna á morgun.
Betra kannski að meta það í samhengi við það sem hann sagði á undan (sem ég þekki ekki) og hefði verið gott að láta spurninguna fylgja með.
En mér sýnist þetta samt nokkuð ljóst. Hann lítur á þennan leik sem bara einn af fimm leikjum í mjög mikilvægri hrinu („block“ eins og hann kallar það) sem mun hafa stór áhrif á það hvernig tímabilið í heild mun verða metið. Hann hefur oft sagt að hann og leikmenn hugsi aðeins um næsta leik en ekki leikina sem eru þar á eftir og tap í leiknum í dag þýðir ekki sjálfkrafa að leikmenn komi til með að mæta slakir í leikina við Liverpool/United. Að sama skapi tryggir sigur í dag ekki að leikmenn eigi eftir að leika frábærlega í næstu tveimur.
Sé í sjálfu sér ekkert óvenjulegt við þetta svar, þó kannski hefði mátt orða þetta skýrara í einhverjum tilvikum en það er ekki óeðlileg krafa að gefa honum smá meira svigrúm í ljósi þess að enska er ekki hans móðurmál.
Það getur verið að Elvari verði að ósk sinni og fái að sjá einn eða tvo ungliða í hópnum í dag þar sem haft var eftir Martinez að þrír myndu æfa með liðinu og tveir yrðu að öllum líkindum á bekknum í dag…
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/revealed-everton-youngsters-contention-squad-11193894