
Mynd: Everton FC.
Það fer hver að verða síðastur að bóka sig í Íslendingaferðina í lok apríl en við gáfum frest til kvöldsins í kvöld til að panta hjá Vita Sport. Þetta er eina skipulagða Íslendingaferðin á vegum klúbbsins á tímabilinu og tækifæri fyrir ykkur til að upplifa frábæra ferð í góðra vina hópi. Við höfum alltaf tekið vel á móti þeim sem eru að fara í fyrsta skipti og líka leyft fólki að taka með sér gesti þó gestirnir hafi ekki áhuga á fótbolta eða styðji önnur lið.
Það er nefnilega mjög margt að sækja í Liverpool borg en hótelgistingin er nálægt miðbænum þar sem Bítlasafnið og risastóran verslunarkjarna er að finna. Við komum örugglega til með að kíkja líka á brasilíska steikhúsið fræga, Jamie Oliver veitingastaðinn, Cavern Club, þar sem Bítlarnir gerðu garðinn frægan, og náttúrulega kanna pöbbamenninguna vel.
Þannig að… endilega nýtið tækifærið og skráið ykkur fyrir lok dagsins í dag (miðvikudag 23. mars). Allar nánari upplýsingar hér!
Var að klára greiðsluna í dag. Verður magnað.
Ég heyrði í Vita ferðum í dag og ef einhvern langar með þótt fresturinn sé runnin út þá er enn SÉNS að komast með, það er bara ekki 100%. Hún sagði að best væri að hafa bara samband sem allra fyrst.
Hann er þó ekki langur sá frestur því innan tíðar hefst forsala á miðum og við þurfum að vera eins snemma í því ferli og mögulegt er svo við getum fengið góð sæti saman í sömu stúku. Þannig að… Ekki bíða með að panta hjá Vita.
http://www.theguardian.com/football/2016/mar/26/everton-romelu-lukaku-champions-league?
Þetta á ekki að koma neinum á óvart.
Stigasöfnun hefur ekki gengið sem skildi.
Enginn Everton maður í byrjunarliði Englands í dag
Martines virðist ágætis náungi enn með þennan hóp af leikmönnum þá ættum við að vera ofar í töflunni.
Vonandi að nýtt blóð í eigendahópnum skili okkur einhverju .
Enn við erum í bullandi séns í bikarnum og það yrði nú gott búst fyrir klúbbinn..
Eiríkur, ég sé ekki hvað það skipti máli fyrir nokkurn mann að Everton maður sé ekki í byrjunarliði Englands í vináttuleik. Tel það ekki segja neitt reyndar, bara eðlilegt að hann prufi ýmsa menn í ýmsar stöður. Fáum nú vonandi að sjá amk Barkley koma inná, ég ætla amk að horfa á leikinn.
Hinsvegar er ég alveg jafn mikið að vona og þú að nýja blóðið í eigandahópnum skili einhverju og bikarinn úhhhh hvað það myndi breyta öllu að vinna hann (dolla í hús og evrópudeild á næsta ári), eigum 25% séns á því.
Hann er búinn að missa klefann og það fyrir löngu það sést langar leiðir,meira að segja til íslands.Að vera með einn markahæsta leikmann deildarinnar og vera ekki á betri stað í deild segir allt sem segja þarf.GLEÐILEGA PÁSKA,með von um betri árángur í nánari framtíð.
Mér finnst þú Gunnþór alger kelling að rífa bara kjaft hægri vinstri. Drullast bara til að hringja í Vita ferðir strax eftir páska og komdu með í Everton ferðina, það vantar bara þig til að loka hringnum.
Þú veist það bara ekkert Gunnþór minn, missa klefann kjaftæði.
Gleðilega Páska og skelltu þér með drengjunum!!!
Mig langar alveg hrikalega en var að koma af goodison fyrir stuttu þanng að ég verð að sitja hjá núna.
shitt hvað mig langar með í ferðina en ég verð að koma með ykkur í haust skandall að missa af þessu en áfram bláir
Stones, Jagielka og Barkley byrja allir leikinn gegn Hollandi sem hefst klukkan 19:00. Gaman að því.
Hvernig voru þeir að standa sig? Sá ekki leikinn.
Jagielka var svolítið lengi í gang
fannst mér allavega
Enn bætist í hópinn. Haraldur Anton (bróðir) og Haraldur Huginn (stjúpi) verða með okkur Georg (og felögum) á pöllunum. Þetta verður svakalegt.