Mynd: Everton FC.
Næsti leikur Everton er ekki í miðri viku, eins og verið hefur undanfarið, heldur þurfum við að bíða fram að helgi þegar Everton tekur á móti West Brom á heimavelli. Síðustu þrír leikir Everton hafa endað með 3-0 sigri og eiga það allir sameiginlegt að Lennon kom mjög mikið við sögu í þeim öllum. Það virðist því sem Martinez hafi fundið réttu formúluna/réttu blönduna af mannskap og því athyglisvert að velta fyrir sér hverjir hafa verið í byrjunarliðinu í þessum þremur leikjum, sem er ekki endilega kannski það sem við stuðningsmenn/Martinez lítum á sem sterkustu leikmennina í hópnum:
Robles
Oviedo
Funes Mori
Jagielka
Coleman
McCarthy
Barry (náði tveimur af þremur, á móti Pienaar í einum)
Cleverley
Lennon
Barkley
Lukaku (með tvo af þremur, á móti Kone í einum)
Sem sagt: Howard og Stones komu ekkert við sögu (enda báðir meiddir), og heldur ekki Baines og Pienaar (Bainaar öxulinn víðfrægi). Cleverley og Barkley hafa hins vegar verið að koma mjög sterkir inn en enginn þó jafn mikið og Lennon sem hefur skorað í öllum þremur leikjunum og haldið Deulofeu kyrfilega á bekknum. Gott ef Lennon náði ekki stoðsendingu í öllum leikjunum þremur líka. Og ekki má gleyma því að á einhverjum tímapunkti bætist Niasse við hópinn sem möguleiki í framlínunni líka en hann er okkur óskrifað blað. Liðsvalið er því hausverkur fyrir Martinez, sérstaklega þegar þessir tveir koma aftur úr meiðslum, sem er kannski ágætis vandamál að glíma við. Þess má svo til gamans geta að það eru 79 ár síðan Everton vann þrjá leiki í röð með markatölunni 3-0 og voru þeir leikir spilaðir á næstum því á alveg sömu dögum ársins og þessir nýjustu þrír sigurleikir: 30. jan, 3. feb og 6. feb. Gaman að því.
Áður en við hugum að öðru er rétt að minnast á árshátíð Everton á Íslandi sem er alveg á næsta leyti en hún verður haldin um næstu helgi, þann 13. febrúar (um kvöldið eftir West Brom leikinn). Athugið að allra síðasti séns til að skrá sig er annað kvöld (miðvikudagskvöldið 10. febrúar). Endilega látið í ykkur heyra hér.
Í öðrum fréttum er það helst að sögusagnir um að verið sé að semja um sölu á Everton til bandarískra kaupsýslumanna gerast æ háværari en bæði Sky Sports og BBC greindu frá því að John Jay Moores (kenndur við hafnaboltafélagið San Diego Padres) og Charles Noell væru í sameiningu að leita samninga við formanninn, Bill Kenwright, og stærstu hluthafana, Robert Earl og Jon Woods, um kaupin. Þeir hjá Liverpool Echo halda því fram að aðeins tvær vikur sé í að það klárist.
Af U18 ára liðinu er það að frétta að þeir rústuðu Newcastle 8-0 á dögunum. Shane Lavery og Antony Evans skoruðu báðir þrennu í leiknum og Morgan Feeney og Spencer Myers eitt hvor. Einnig framlengdu þeir Ryan Ledson og Liam Walsh lán sín hjá Cambridge United og Yeovil Town.
Og áður en við sleppum ykkur er rétt að minna (aftur) á árshátíðina en skráning verður að berast annað kvöld (miðvikudag) í síðasta lagi.
Kem og horfi á leikinn með ykkur á lau. nk. og svo árshátíðin um kvöldið!
ég kem líka að horfa og á árshátiðina fáum við enga miða á árshátiðina
Kemst ekki á árshátíðina því miður.
Fallegt 🙂 http://www.theguardian.com/football/2016/feb/11/everton-nine-year-old-george-shaw-goal-of-month-award?
Everton the people’s club
Sælir félagar eru menn ekk spentir fyrir árshátiðinni.Það er alltaf gaman að hittast og spjalla.Um klubbin og félagið okkar sem ég held að sé koma til og verða betri og betri.Getur einhver sagt mér hvar þetta er og hvaða gata húsið stendur við.Mig hlakkar til að sjá ykkur á leiknum og á árshátíðinni.Kl hvað byrjar árhátíðinn.
sælir heyrðu ég kemst ekki í ár þar sem ég bý í Noregi núna þannig að þið skemmtið ykkur vel um kvöldið kv, frá Norge COYB
mæta ekki allir í ölver á morgun að horfa á leikinn
Skemmtið ykkur hrikalega vel á árshátíðinni. Vildi óska að ég gæti verið með ykkur, en þar sem það er árshátíð á mínum vinnustað, verður einhver að vinna og verð ég því á 12 tíma næturvakt þetta kvöld, vona að ég sjái engan Everton mann í mínu starfi þetta kvöld 😉