Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Bournemouth vs. Everton - Everton.is

Bournemouth vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton á næst leik við nýliða Bournemouth á útivelli á laugardaginn kl. 15:00. Þeir eru sem stendur í fallsæti með aðeins 9 stig eftir 13 leiki en einu sigrar þeirra á tímabilinu komu á móti West Ham úti og Sunderland heima — en í báðum tilfellum voru andstæðingar þeirra manni færri.

Baines og Besic léku báðir með U21 árs liðinu og gætu því átt séns. Annars er erfitt að sjá Martinez breyta leikskipulaginu sem rústaði Aston Villa í síðasta leik. Líkleg uppstilling því: Howard, Galloway, Mori, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Deulofeu, Barkley, Kone, Lukaku. Hjá Bournemouth eru Tommy Elphick, Callum Wilson (þeirra markahæsti maður með 5 mörk) og Artur Boruc allir meiddir.

Í öðrum fréttum er það helst að Martinez útskýrði klausuna í samningi Everton við Barcelona varðandi Deulofeu, en hún segir að Barcelona geta keypt Deulofeu næsta sumar (ekki í janúar) fyrir 9M evra — eða 12M evra ef þeir bíða næsta sumars þar á eftir. Ef þeir selja hann áfram, sem yrði að gerast minnst ári eftir félagaskipti, fær Everton hluta af söluverði leikmannsins. Þannig að… hvernig sem fer, þá kemur Everton alltaf út í myndarlegum plús fjárhagslega (EF Barcelona kjósa að virkja klásúluna) en Deulofeu á þá náttúrulega eftir að semja við þá um laun. Hvort hann vilji sitja á bekknum hjá þeim eða spila reglulega í ensku Úrvalsdeildinni er svo aftur á móti annað mál.

Klúbburinn ytra hélt aðalfund á dögunum og einnig var Funes Mori á dögunum valinn leikmaður október mánaðar.  Einnig er gaman að segja frá því að Lukaku varð aðeins fimmti maðurinn til að skora 50 mörk eða fleiri fyrir 23ja ára aldur en hinir voru: Cristiano Ronaldo, Robbie Fowler, Wayne Rooney og Michael Owen.

Ljúkum svo þessari færslu með fréttum af ungliðunum en Everton U21 árs liðið tapaði naumlega fyrir Porto U21, 3-2, í Premier League International Cup. Callum Connolly og Harry Charsley skoruðu mörk Everton en liðið getur komist áfram í keppninni ef Porto vinnur líka Tottenham U21.

Sunderland U18 náðu að stöðva látlausa sigurgöngu Everton U18 ára liðsins með því að ná 2-2 jafntefli (sjá vídeó) en þeir jöfnuðu af harðfylgi undir lok leiks. Mörk Everton skoruðu Morgan Feeney og Shayne Lavery. Liðið er enn í efsta sæti norðurriðils, með þriggja stiga forskot á næsta lið.

Að lokum má geta þess að miðjumaðurinn ungi, Ryan Ledson, fór að láni til Cambridge fram yfir áramót.

En, Bournemouth næstir á laugardaginn kl. 15:00. Ykkar spá?

4 Athugasemdir

  1. Halldór skrifar:

    1-3, Lukaku Barkley Mirallas

  2. Teddi skrifar:

    1-1
    Eitthvað vesen á dómaratríóinu orsakar þessi úrslit.

  3. Diddi skrifar:

    er ekki bara ca. fjögurra marka munur á þessum liðum. 0-4, 1-5 eða 2-6. Skiptir ekki máli 🙂

  4. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin: http://everton.is/?p=10217