Það er með mikilli sorg í hjarta sem við tilkynnum að Howard Kendall lést í dag, 69 ára að aldri. Sögu Kendall ættum við að þekkja vel en hann er einhver sá öflugasti leikmaður sem leikið hefur með Everton og sigursælasti stjóri Everton frá upphafi.
Hann komst í úrslit FA bikarkeppninnar með Everton 1968 (aðeins 17 ára gamall), vann ensku deildina 1970 og náði að leika meira en 200 leiki með liðinu og var einna best þekktur sem einn af hinni heilagri þrenningu: Kendall, Harvey, Ball. Hann tók við sem knattspyrnustjóri 1981 og stýrði Everton á þriðja og mesta gullaldartímabil liðsins en Everton vann FA bikarinn tímabilið 1983-84 og tveir Englandsmeistaratitlar fylgdu í kjölfarið: tímabilin 1984-85 og 1986-87.
Í Evrópu vann Everton Evrópukepnni bikarhafa (European Cup Winner’s Cup) árið 1985 með því að leggja Rapid Wien 3-1 í Rotterdam. Þetta ár komst Everton einnig mjög nærri því að vinna þrefalt en töpuðu fyrir Manchester United í úrslitaleik FA bikarsins.
Howard Kendall verður sárt saknað og félagið verður ekki hið sama án hans.
Hægt er að lesa nánar um andlátið á frétt BBC sem og í tribute grein þeirra (sjá hér). Klúbburinn birti líka samantekt á viðbrögðunum á twitter og minningargrein.
RIP MR Kendall