Mynd: Everton FC.
Landsleikjahléið er að baki og hefur það reynst okkar mönnum hliðhollt því mjög góðar fréttir hafa borist úr meiðsladeildinni. Engin ný meiðsli komu upp í kjölfar landsleikjanna og allir ættu koma vel undan þeim, enda alvöru harðjaxlar hér á ferð. Coleman spilaði með landsliði Íra sinn fyrsta leik um nokkurt skeið eftir meiðsli sem eru frábærar fréttir fyrir Everton og John Stones er ekki langt undan heldur. Horfir þar allt til betri vegar.
Það var annars helst að frétta úr landsleikjunum að Jagielka varð á dögunum fyrstur leikmanna Everton valinn fyrirliði enska landsliðsins í leik gegn Litháum og hjálpaði til við að halda hreinu, eins og við áttum kannski von á. Barkley skoraði einnig í þeim leik og var valinn maður leiksins, annan landsleik Englands í röð, sem kom Martinez ekkert á óvart. Roy Hodsgon, aftur á móti, vill sjá Barkley halda þessum standard sem hann hefur sýnt okkur, eins og eðlilegt er.
Seamus Coleman er farinn að spila, eins og áður kom fram, þannig að það kæmi líklega á óvart ef hann yrði ekki valinn. Mirallas er jafnframt kominn aftur úr banni og Stones er „læknisfræðilega tilbúinn“ eins og það var orðað og gæti því verið í varnarlínunni gegn United — sem yrði kærkomin sjón, en hann skoraði gegn þeim á síðasta tímabili (sitt fyrsta mark með Everton). Baines, Cleverley og Pienaar eru byrjaðir að æfa og kæmi ekki á óvart heldur þó einhver þeirra léti sjá sig innan örfárra vikna. Hibbert og Besic eru að vinna í sínum meiðslum en líklega ekki langt undan heldur.
Líkleg uppstilling: Howard, Galloway, Jagielka, Mori, Coleman, McCarthy, Barry, Barkley, Deulofeu, Naismith, Lukaku.
Hjá United misstu Wayne Rooney og Michael Carrick af landsleik Englands vegna meiðsla en ættu að vera orðnir heilir fyrir leikinn.
Klúbburinn rifjaði upp skemmtilega baráttuleiki gegn United undanfarið, til dæmis 4-4 jafntefli á Old Trafford (sjá vídeó) og 3-3 jafntefli 2010 (sjá vídeó) þar sem Martin Atkinson flautaði leikinn af í miðri skyndisókn Everton. Einhverra hluta vegna ákváðu þau hjá klúbbnum að rifja ekki upp síðustu þrjá sigurleiki í röð gegn United á Goodison Park, en kannski er það bara væntingastjórnun — enda alltaf gaman að fara fram úr væntingum. Uppselt er á leikinn þannig að stemmingin verður líklega frábær.
Leikurinn er í beinni á Ölveri. Sjáumst!
Howard með þrennu. Þið lásuð það hér fyrst.
Var að rekast á þetta á BBC:
Everton takeover: US investors explore potential purchase
http://www.bbc.com/sport/0/football/34548860
Á síður von á að þetta gerist, en maður veit aldrei.
Man Utd er í 3ja sæti í dag og sigri Everton þá fer Everton uppfyrir United, áhugavert. Miðað við að Everton er nú í 7 sæti og liðin fyrir ofan okkur er West Ham, Leicester og Crystal Palace þá gætum við vel með sigri verið í 4 sæti eftir umferðina. Ha ég bjartsýnn, nei alls ekki, bara raunsær 🙂
ef Martinez klúðrar þessu ekki með einhverju helv…. varfærnisbrölti þá er ég sannfærður um að við vinnum þetta manutd lið. Við eigum að fara algjörlega óhræddir í alla leiki og leika okkar bolta óháð því hver andstæðingurinn er. Áfram EVERTON 🙂
R. I. P. Howard Kendall. Var 69 ára. Vinnum United fyrir kallinn í dag.
R.I.P Howard.
Einfalt 1-1.
Meistaradeildarsætið næsta vor verður til heiðurs Mr.Kendall, takk fyrir okkur!
Þetta Man U liđ er í àkveđinni krìsu 3 Hollendingar ađ koma úr súru landsleikjahlèi Rooney og Carrick tæpir Rojo í ruglinu viđ LVG og svo framvegis. Viđ lùkkum betur gìrađir ì augnablikinu og vinnum þennan leik
Uppstillingin komin:
http://everton.is/?p=10042