Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Árgjöld og heimsókn á Goodison Park! - Everton.is

Árgjöld og heimsókn á Goodison Park!

Mynd: Everton FC.

Uppfært 8. okt: Leikurinn við Crystal Palace var færður til og því koma upplýsingarnar hér að neðan til með að breytast. Sjá nánar hér.

Þér gefst núna tækifæri á að fara í bráðskemmtilega ferð með Everton klúbbnum á Íslandi til Englands að sjá Everton mæta Crystal Palace á Goodison Park í byrjun desember. Þessar ferðir hafa alltaf verið frábær skemmtun og þessi verður örugglega ekki síðri og ekki úr vegi að minnast á að hér gefst einnig frábært tækifæri til að klára jólaverslunina í leiðinni!

Smáatriðin varðandi ferðina eru eftirfarandi:

 

[uppfært 20. okt: Tók smáatriðin út þar sem þau breyttust, sjá nýjustu upplýsingar um ferðina hér]

 

 

Félagsgjöld fyrir tímabilið 2015/16

Ekki er heldur úr vegi að minnast á félagsgjöldin þar sem nýtt tímabil er hafið. Árgjaldið í ár er óbreytt — 3000,- kr. og hefur stjórnin, ykkur til hægðarauka, sett inn valkröfu í heimabanka allra félagsmanna (rétt rúmar 3000 kr. — þar sem bankinn leggur ofan á smá þóknun). Einnig er hægt að millifæra beint inn á reikning félagsins (reikningsnúmer: 331-26-124, kennitala: 5110120660, upphæð: 3000,- kr).

Með því að borga árgjaldið…

– Ert þú fullgildur meðlimur í Everton klúbbnum og hefur kosningarétt á aðalfundi.
– Hjálpar þú til við að mæta kostnaði við vefsíðuna og allan almennan rekstur á félaginu.
– Sýnir þú stuðning þinn í verki við stjórnina sem sinnir þessu algjörlega í sjálfboðavinnu, til dæmis með reglulegum greinaskrifum á everton.is og skipulagningu utanlandsferða.
– Máttu eiga von á greiðslugjöf inn um lúguna hjá þér.

… en kannski það mikilvægast af öllu er að með því að sýna stuðning þinn í verki leggur þú þitt lóð á vogarskálarnar við að halda uppi öflugu félagsstarfi Evertonklúbbsins á Íslandi. Við þurfum á þér að halda. Sýndu stuðning þinn í verki! Áfram Everton!

14 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Ég kem vonandi, þarf að fá frí úr vinnu ekki komið á hreint… 🙂

    Diddi hvað með þig? (þetta er áskorun 🙂 )

  2. Teddi skrifar:

    Hvað á að setja í skýringu í millifærslu árgjalds?

  3. Finnur skrifar:

    Gott að setja kt félagsmanns þar, en skiptir svo sem ekki öllu – nema borgað sé fyrir annan.

  4. Georg skrifar:

    Það er klárlega kominn tími á að fara á leik. Ég er allavega hrikalega líklegur.

    Svo var ég rétt í þessu að greiða árgjaldið.

  5. Georg skrifar:

    Svo er kannski verðugt að nefna að þið eruð að standa ykkur frábærlega í stjórninni og eigi stórt hrós skilið fyrir alla umgjörð í kringum evertonklúbbinn á Íslandi.

  6. halli skrifar:

    Það er alveg klárt að ég er að fara í þessa ferð (Staðfest)

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég mæti með læti.

  8. Einar Gunnar skrifar:

    Ég er líklegur í þessa ferð. Og já, hrós til stjórnar!

  9. Finnur skrifar:

    Það eru töluvert góðar líkur á að ég mæti líka.

  10. Hallur skrifar:

    Var bara að taka eftir því að ég er akkúrat í frí þegar þessi ferð verður ég held að ég sé buinn að plata Hadda með i þetta treysti á Didda frænda minn að hann mæti

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Bara af því að ég er forvitinn, eru margir búnir að skrá sig?

  12. Jónatan skrifar:

    Það er búið að færa leikinn fram á mánudagskvöld.

  13. Finnur skrifar:

    Já, rak augun í þetta áðan. Við þurfum að setjast yfir þetta og sjá hvað er hægt að gera…

  14. Finnur skrifar:

    Nýjustu upplýsingar um ferðina komnar inn:
    http://everton.is/?p=10057