Mynd: Everton FC.
Klúbburinn var að staðfesta að kantmaðurinn ungi, David Henen (19 ára), sem verið hefur á láni með U21 árs liðinu hefði skrifað undir þriggja ára samning við Everton. David lék reglulega með U21 árs liðinu og skoraði með þeim 6 mörk. Velkominn, David!
Í gær var svo sagt frá því að fyrirliði U18 ára liðsins, Jordan Thorniley, og liðsfélagi hans, Delial Brewster, hefðu skrifað undir atvinnumannasamning við Everton.
Þetta er allt að gerast hjá okkur,það er bara bjart framundan.
ef Okkar menn skipta á Coleman og Evans þá held ég að mælirinn sé fullur hjá mér varðandi outcast frá manutd, og þá má þurrka mig af félagatali Evertonklúbbsins 🙂
Ég segi eins og Orri, það er bara bjart framundan og allt að gerast hjá okkur. Hvað coleman varðar þá má alveg selja hann ef að hinir eru tilbúnir að borga að minnsta kosti 25 milljón pund kannski 30.
(á milli)
Sæll Diddi.Það er alveg sama hvaða Man utd rugl er í gangi hjá Everton,það slær okkur ekki út af laginu.Einu sinni Everton maður alltaf Everton maður.
Coleman kostar 25 millur Evans er mest 7-8 millur mín skoðun. Væri í lagi ef við fengum Mexikanan og Evans og 5 millur fyrir Coleman.
Nýjustu fréttir eru að Henen sé farinn til Leeds á láni. Vonandi gengur honum vel þar 🙂