Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
QPR – Everton 1-2 - Everton.is

QPR – Everton 1-2

Mynd: Everton FC.

Við Halli skiptum með okkur þessari skýrslu bróðurlega. Finnur með fyrri helminginn, Halli þann síðari.

Uppstillingin: Howard, Baines, Stones, Jagielka, Coleman, Gibson, McCarthy, Osman, Lennon, Kone, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Garbutt, Alcaraz, Browning, Barkley, Besic, Naismith.

Leikurinn byrjaði rólega. QPR þó mun ákveðnari frá byrjun, náðu pressu og fengu fyrsta færið á 7. mínútu, Zamora í dauðafæri en réttilega dæmdur rangstæður og kannski honum fyrir bestu því skotið var hræðilegt. Hátt yfir. Hann var svo aftur rangstæður nokkrum mínútum síðar.

En þess á milli átti Osman fyrsta færi Everton tveimur mínútum síðar — fékk boltann inni í teig beint úr horni en skaut yfir.

Zamora náði tvisvar að skapa usla í vörn Everton en alltaf náði einhver að stöðva það áður en reyndi á Howard í markinu.

Everton skoruðu þó þvert gangi leiksins úr fyrsta almennilega færi sínu. Lennon átti frábæra sendingu upp vinstri kant á Kone sem fór með boltann inn í teig, gabbaði varnarmann og gaf aftur á Lennon. Lennon yfir á Osman fyrir framan markið og maður hélt hann myndi skjóta en hann sendi til hægri á Coleman sem þrumaði fjærstöngina inn. 0-1 Everton og nokkuð óverðskuldað, verður maður eiginlega að viðurkenna, miðað hvað ágangur Everton á mark QPR hafði verið lítill.

Eftir markið var Everton liðið sátt við að sitja aftur og beita skyndisóknum og litu ágætlega út þegar þeir komust fram.

Bæði lið fengu nokkur hálffæri í kjölfarið á marki Everton. Austin upp við mark næstum kominn í háan bolta en Howard hoppaði upp og greip hann. Sama þegar Zamora reyndi að skalla framhjá honum. Þess á milli fékk Lukaku færi hinum megin en varnarmaður náði að hreinsa áður en hann komst einn upp að marki.

Everton komst svo í skyndisókn, Kone sendi fram á Lukaku en aðeins of langt. Lukaku náði boltanum áður en hann fór út af og sendi út í teig miðjan þar sem Gibson kom á hlaupinu og tók skotið rétt utan teigs. Boltinn virtist fara í hendina á varnarmanni QPR innan teigs en ekkert gefið. Ekki viss hvort það hefði verið víti.

QPR hefðu vel getað jafnað á 32. mínútu þegar Austin sendi frábæra sendingu af hægri kanti (frá QPR séð) yfir á hausinn á Zamora sem skallaði langt framhjá. Þar hefði staðan átt að vera 1-1.

0-1 í hálfleik.

Gefum Halla orðið með seinni hálfleik:

Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel. QPR áttu skot í þverslá frá Hoilett eftir innan við mínútu og hringdi það strax viðvörunarbjöllum um að eitt mark dugir okkur oftast ekki þar sem við höldum búrinu yfirleitt aldrei hreinu.

Á fyrstu 10 mínútunum í seinni hálfleik voru QPR mun sterkari án þess þó að ógna okkar marki verulega. Á 53. mín fékk Yun gult spjald fyrir rennitæklingu á Lennon og á 58. mín gerðu QPR menn breytingu á sínu liði — tóku Hoilett út og inn kom Vargas sem var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann jafnar leikinn upp úr hornspyrnu eftir mikinn vandræðagang við hreinsun úr teignum hjá okkur á 64. mín.

En á þeirri 60. sparkaði Sandro í andlitið á Kone sem slapp þó vel frá því.

Á 67. mín átti Lukaku sprett upp allan völlin sem varð þó ekkert úr en virtist togna á læri við það og var skipt útaf fyrir Barkley.

Á 74. mín var svo komið að sigurmarki okkar í leiknum. Colemann átti sendingu inn í boxið og var Kone nálægt því að koma boltanum í netið en boltinn datt út í teig og þar kom Lennon og skoraði sitt fyrsta Evertonmark — af mörgum vonandi. Á 78. mín meiddist Kone og var skipt út fyrir Naismith. Og þar með voru báðir framherjar okkar sem byrjuðu leikinn farnir út af með meiðsli.

Það sem eftir lifði leiks sóttu QPR menn og við vörðumst og áttu þeir skot í sammarann í uppbótartíma og skall hurð nærri hælum þar en við sluppum vel með það. 3 stig í dag og okkar fyrsti annar útisigur í deild frá því í október og eru þar með langþráðir 2 sigurleikir í röð komnir í hús.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 6, Jagielka 7, Stones 6, Coleman 7, McCarthy 6, Gibson 6, Lennon 7, Osman 6, Lukaku 6, Kone 6. Varamenn: Naismith 5, Barkley 6. Hjá QPR var Vargas sá eini sem skreið yfir 6 (fékk 7) en restin í 5-um og 6-um.

36 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    eins marks forysta er ekki nóg. Manni líður illa í hvert skipti sem þeir fá aukaspyrnu utan teigs eða þegar hár bolti kemur inn. Virðist alveg sama þó að við séum 3 á móti einum við vinnum ekki skallabolta. Vörnin er ekki traustvekjandi 🙂

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Verðum að skora 1 eða 2 í viðbót. Held ekki að við höldum hreinu tvo leiki í deildinni í röð.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég vissi þetta!!

  4. Gestur skrifar:

    Alveg skelfileg vörn

  5. Gunnþór skrifar:

    Djöfull er þetta lélegt.

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Kraftaverk ef við höldum þessu eina stigi.

  7. Gestur skrifar:

    frábært mark en framherjarnir hrynja niður

  8. Gunnþór skrifar:

    Ekki var það fallegt en þrjú frábær stig eingu að síður.

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Stundum hef ég alveg dásamlega rangt fyrir mér….eins og í dag.

    • Diddi skrifar:

      ég er oftast ánægður þegar þú hefur rangt fyrir þér Ingvar minn 🙂

      • Orri skrifar:

        Sælir Ingvar og Diddi.Ég er líka mjög ánægður með það.

  10. Gunnþór skrifar:

    Diddi ég lái Ingvari það ekkert að biðja um kraftaverk miðað við holinguna á liðinu, nú verðum við að fara að hreinsa til og auka gæðin aftur við erum komnir tíu ár aftur í tímann miðað við hvernig þetta tímabil hefur spilast.

    • Diddi skrifar:

      hvað höfum við gert í sambandi við það að verjast föstum leikatriðum. Við getum það ekki lengur. Reyndar las ég grein um daginn þar sem haft var sagt að Martinez teldi að það þyrfti ekki að æfa svoleiðis lagað. Segir kannski allt 🙂

  11. Teddi skrifar:

    Það var ástæða fyrir þessum upphrópunarmerkjum í spánni hjá mér. 🙂

  12. Ari S skrifar:

    Fínn sigur hjá okkar mönnum í dag. Þrjú stig.

    Ég er ánægður með Lennon í dag, við þyrftum að skipta á honum og Mirallas. Fá kannski seðla í milli. Það þarf að hreinsa til eins og Gunnþór segir en ég er nú ekki alveg sammála um tíu árin því fyrir tíu árum vorum við í keppni um sæti í meistaradeildinni. 😉

    Ég styð Martinez alla leið og vonast til að hann fái mikla peninga til kaupa á leikmönnum í sumar.

    • Finnur skrifar:

      Lennon vill fara frá Tottenham þar sem hann er ekki í náðinni hjá stjóranum þar. Ég held það hafi ekkert með Mirallas að gera — vona bara að við náum að halda honum líka. Mig grunar að búið sé að semja við Tottenham um kaup á Lennon í lok tímabils ef hann reynist okkur vel á lánstímanum og hann er strax farinn að láta til sín taka. Hafði til dæmis afgerandi áhrif á síðustu tvo deildarleiki. Hann var mjög sterkur í sigurleiknum gegn Newcastle: skóp færi, vítið — sem og rauða spjaldið á Colloccini. Og í dag var hann með sigurmarkið.

      Held við yrðum flottir á köntunum með Mirallas öðrum megin og Lennon hinum megin.

    • Gestur skrifar:

      Var Everton ekki að keppa um meistaradeildar sæti í fyrra

  13. Finnur skrifar:

    Seinni partur skýrslunnar kominn. Halli sendi hana strax eftir leik en seinkunin skrifast á mig — gagnatengingin var ekki að gera sig í Kórahverfinu þannig að ég hélt að skýrslan væri ekki komin.

  14. Diddi skrifar:

    Við unnum reyndar Crystal Palace á útivelli 31. janúar Halli

  15. þorri skrifar:

    Það sem ég sá seinnihálfleikinn.Þá voru QPR meira með boltan í leiknum.Þetta var bara skildu sigur og ekkert annað og þaug komu í hús og nú á bara að halda áfram fram á við.Veit einhver um Distin er hann bara meidur eða er hann hættur maður hefur ekkert heirt af honum

    • Ari S skrifar:

      Hann er búinn að vera að spila með U-21 árs liðinu þannig að hann er ekki meiddur.

  16. Orri skrifar:

    Ég held að við ættum öll að vera sátt við stigin þrjú úr þessum leik,ég er það.Það eru ekki neitt léttir leikir framundan en það er góð von hjá okkur að enda í 8 sæti í vor með góðri spilamennsku í þeim leikjum sem eftir eru.

  17. albert gunnlaugsson skrifar:

    Eru einhverjar fréttir af hvað leikmenn Everton verða í landsliðum um næstu helgi?

  18. Diddi skrifar:

    Ó ó ó ó , Steini púlari!!!! þú kemur vonandi hingað inn fljótlega. Þú hlýtur bara að gera það því þú hefur svo mikinn áhuga á okkar liði. OOOOOOg þá verður þú að lesa þetta kallinn minn 🙂 http://sport.moi.is/fotbolti/2015/03/30/twitter-logar-studningsmenn-liverpool-hrauna-yfir-sterling/

    • Diddi skrifar:

      æ.æ. gleymdi að þú hefur meiri áhyggjur af því sem Lukaku sagði. Sorry 🙁

      • Steini skrifar:

        http://433.moi.is/enski-boltinn/lukaku-skiptir-um-umbodsmann-raiola-mun-semja-fyrir-hann/

        þú ættir kanski að spá aðeins í þessu. Kallinn á greinilega að finna toppklúbb handa Lukaku í sumar

        • Diddi skrifar:

          hvað reiknaðir þú með að nýr umboðsmaður myndi segja um hann?? að hann væri svo lélegur að hann ætti ekki að spila í úrvalsdeildinni ?????? common

      • Finnur skrifar:

        Svo skal böl bæta að benda á annað, greinilega. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég klóra mér svolítið í hausnum yfir þessum tilraunum til að bera í bætafláka fyrir Sterling með því að benda á einhver ummæli umba úti í bæ um Lukaku — þegar sá síðarnefndi var nýlega keyptur til liðsins, gerði langtímasamning og er greinilega að njóta þess að skora fyrir Everton (kominn yfir 20 mörk). Ég sé ekki að hann sé á leiðinni neitt — og færi ekki nema fyrir feita summu.

        Nærtækara væri þó að bera Sterling saman við Barkley, okkar skærustu stjörnu úr unglingadeildinni, sem sýndi það síðasta sumar að það þarf ekki að borga honum yfir 150þ pund á viku til að spila fyrir liðið sitt. Honum þótti einfaldlega heiður af því að skrifa undir langtímasamning við uppeldisfélag sitt og lét vera að hlaupa með samningaviðræðurnar í blöðin enda búið að vera draumur hans lengi að verða burðarás í Everton liðinu.

    • Steini skrifar:

      Mér gæti hreinlega ekki verið meira sama um þessa taktík hjá Sterling til að fá hærri laun, reyndar er ég svoldið glaður með að hann bendir eigendunum á að þeir verði að gera einhvað til að halda toppleikmönnunum og kaupa nýja.

  19. Orri skrifar:

    Sæll Diddi.Þú verður að skirfa einhverjar neikvæðar fréttir um Everton til að Steini tjái sig á okkar síðu.Hann liggur líklega í þunglyndi núna þessa dagana yfir góðu gengi Everton í undanförnum leikjum.

    • Steini skrifar:

      já gott gengi Everton er ekki einhvað sem að þú ættir að tala um. í 13 sæti í deild og dottnir úr öllum keppnum

      • Ari S skrifar:

        Steini, 1-4 tap hjá þínum mönnum í dag. Mun styttra í 7. sætið heldur en það 4. fyrir þína menn. Gaman að sjá að þú ert ekki hættur að venja komur þínar hingað 🙂 Gleðilega páska Steini minn, þú ert ágætur 🙂

      • Orri skrifar:

        Sæll Steini.Ég talaði bara um gott gengi Everton í undanförnum leikjum,við erum reyndar í 11 sæti.Að mati Liverpoolmanna voru þið búnir að vinna deidina eftir 4 umferðir í haust.En þú ert velkominn á þessa siðu þegar að þú vilt,gleðilega páska.