Mynd: Everton FC.
Þessi færsla verður í styttri kantinum, enda stjórn Everton klúbbsins á Íslandi fyrir norðan að halda upp á árshátíð klúbbsins í frábærri stemmingu!
En á morgun (sunnudag) á Everton leik við Newcastle kl. 16:00 í 29. umferð ensku deildarinnar. Barry er í banni en Stones ætti að ná leiknum en hann missti af Dynamo Kiev leiknum vegna veikinda. Lennon er jafnframt klár eftir að hafa setið hjá í Europa League. Baines er metinn tæpur en McGeady, Pienaar, Oviedo og Hibbert eru meiddir.
Líkleg uppstilling: Howard, Garbutt, Stones, Jagielka, Coleman, McCarthy, Barkley, Besic, Mirallas, Naismith, Lukaku.
Hjá Newcastle er Papiss Cisse í banni og bakvörðurinn Massadio Haidara og Rolando Aarons metnir tæpir. John Carver mun stýra Newcastle í leiknum en hann tók við af Alan Pardew, allavega um stundarsakir.
Í öðrum fréttum er það helst að Everton mun keppa um Asíubikarinn á fjögurra liða móti í sumar (hin liðin: Arsenal, Stoke og úrvalslið Singapore). Leikið verður um miðjan júlí.
Og af ungliðunum er það að frétta að akademían samdi við 16 ára norður-írskan markaskorara, Shane Lavery, sem fékk trial með Everton og heillaði þjálfarana — skoraði í sínum fyrsta leik gegn United og svo fjögur mörk í næsta leik gegn Rotherham! Hann er í augnablikinu á ferðalagi með norður-írska U17 landsliðinu.
Þau ykkar sem stödd eru fyrir norðan minnum við á bjórsmökkunina í Víking Brugg (Vífilfelli) kl. 17:00. Maturinn er svo kl. 19:00 en þá hefst formleg hátíðardagskrá á Strandgötu, Akureyri, í veislusalnum til móts við Pollinn. Heildardagskráin er annars hér.
En hver er annars ykkar spá fyrir Newcastle leikinn?
Miðað við hvernig frammistaðan hjá okkar mönnum hefur verið allt tímabilið eftir Evrópuleiki þá er jafntefli það besta sem við getum vonast eftir. Held samt að við töpum 0-1. 🙁
Ég held það reyndar líka
Ha ha ha þið eruð yndislegir báðir tveir.