Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Stoke – Everton 2-0 - Everton.is

Stoke – Everton 2-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Howard, Garbutt, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Gibson, Naismith, Lennon, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Alcaraz, Besic, Mirallas, Barkley, Osman, Kone.

Það var ákveðni og pressa í leik Everton frá upphafi sem voru fyrir vikið mun meira með boltann fyrstu 25 mínúturnar eða svo (yfir 60%). En færin létu á sér standa, eins og fyrri daginn.

Gibson átti, utan teigs, fyrsta skotið á mark í leiknum á 12. mínútu eftir sendingu frá Garbutt en skotið laust og ekki erfitt fyrir markvörð Stoke.

Stoke höfðu sig lítið í frammi, vörðust vel og bombuðu fram og virtist um tíma sem þeirra plan væri að fiska víti og vinna 1-0. En eftir um hálftíma leik eða svo lifnaði skyndilega yfir þeim. Moses átti fast skot utan teigs sem Howard sló frá á 29. mínútu og bægði hættunni frá. En Moses var ekki hættur því skömmu síðar fékk hann háa sendingu inn í teig frá hægri sem hann algjörlega smellhitti með skalla upp í hornið á fjærstöng. Óverjandi fyrir Howard. Blaut tuska í andlitið. 1-0 fyrir Stoke.

Everton héldu áfram að pressa fram að hálfleik, og það var helst að bakverðir okkar — Coleman og Garbutt væru að komast aftur fyrir vörnina og senda fyrir en sendingarnar ekki að rata á rétta menn. Lennon átti skot innan teigs á nærstöng neðarlega úr ákjósanlegu færi en vel varið. Uppgangur í leik Everton allt fram á lokamínúturnar en ekki hafðist það.

1-0 í hálfleik.

Everton virtist ætla að svara að krafti strax í seinni hálfleik þegar Lukaku fékk dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks, fékk langa sendingu upp völlinn og komst inn í teig vinstra megin upp að marki en skotið í neðanverðan legginn á varnarmanni, breytti um stefnu og fór hárfínt framhjá fjærstönginni. Mark og allt í einu hefði þetta litið þetta allt öðruvísi út.

En næstu 45 mínútur eða svo voru einhverjar leiðinlegust mínútur af fótbolta sem ég hef horft á lengi. Engin spenna og ekki nema eitt almennilegt færi — sem Stoke skoruðu að sjálfsögðu úr — en ekkert að gerast þess á milli. Nákvæmlega. Ekki. Neitt. Leikir gegn Stoke eru yfirleitt ekki skemmtilegir, en þessi var óvenju leiðinlegur á að horfa.

Osman og Kone komu reyndar inn á fyrir Lennon og Barry á 60. mínútu og þeir fyrrnefndu hleyptu strax lífi í leikinn því þeir áttu báðir skot innan teigs sem markvörður Stoke varði. En þar með var sú innspýting að mestu búin. Rúmum tuttugu mínútum síðar fór Naismith út af (á 83. mínútu) fyrir Mirallas. En ekkert kom út úr þeirri skiptingu heldur.

Mirallas var varla orðinn heitur þegar Stoke (í vörn) unnu boltann á 83. mínútu með því að vinna skallaeinvígi gegn Jagielka við miðju. Sýndist þeir brjóta á honum en hvað um það, dómarinn (Clattenburg) hafði sleppt brotum hjá báðum liðum þannig hann var bara sjálfum sér samkvæmur. Stoke menn brunuðu hins vegar í skyndisókn, náðu skoti á markið — í stöng og boltinn hefði getað farið hvert sem er, til dæmis á tvo Everton varnarmenn sem voru nálægt en hann datt í staðinn fyrir Diouf fyrir opnu marki. Fótbolti getur verið svo yndislega random. 2-0 Stoke og leikurinn búinn.

Garbutt átti skot úr aukaspyrnu frá hægri kanti undir lok leiks sem var varin í horn en seinni hálfleikur var ekki það svar sem maður hafði vonast eftir. Erfitt að finna jákvæða punkta í leiknum, bæði hvað varðar frammistöðu leikmanna sem og skemmtanagildi. Það er með ólíkindum að þetta sé sama liðið og er að brillera í Europa League. Skil það ekki.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Garbutt 6, Stones 6, Jagielka 6, Coleman 5, Gibson 7, Barry 6, McCarthy 6, Lennon 5, Naismith 7, Lukaku 6. Varamenn: Kone 6, Osman 7, Mirallas 5.

44 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Við erum þó með menn á bekknum sem geta breytt gangi mála

  2. Diddi skrifar:

    af hverju í andsk…… notar hann ekki tvo alvörukantmenn þegar hann hefur völ á því !!!!!!!! Martinez út og það strax 🙂 djók 😉

  3. Diddi skrifar:

    ég spái því að Glenn Whelan verði búinn að brjóta 8 sinnum alvarlega af sér áður en hann fær spjald og haldi síðan áfram að brjóta af sér út leikinn án annars spjalds. Ég væri til í að leggja peninga Yndir 🙂

  4. Georg skrifar:

    Fyrir ykkur að vita þá er leikurinn sýndur á Bravó rásinni. Rás 18 og 522 í HD á iptv myndlyklum Vodafone.

  5. Georg skrifar:

    Mjög líklega þá í opinni dagskrá

  6. Georg skrifar:

    Annara fer þetta 0-2 Lukaku með bæði

  7. Ari G skrifar:

    Hvaða bull er þetta að nota 3 varnarsinnaða miðjumenn Barry, Gibson og MaCarthy furðulegt uppstilling sé engan þeirra til að spila á vængnum sennilega verður Naismith notaður þar bull og vitleysa.

  8. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja ég er ekki að horfa, hvernig gengur??

  9. Orri skrifar:

    Þetta er pottþétt sigur hjá okkur,þetta er að koma.

  10. Diddi skrifar:

    framan af var eins og mennirnir í okkar liði þekktust ekki, Howard virkaði ótrúlega asnalegur í þessu marki sem við fengum á okkur en leikmennirnir hafa kynnst betur eftir því sem á leikinn hefur liðið og með smá meiri sóknarhug t.d. Barry út fyrir Mirallas þá held ég að við vinnum 🙂

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það er aðuvitað algjör snilld að byrja leikinn með ÞRJÁ varnarmiðjumenn og EINN kantmann, og það ekki einu sinni besta kantmaninn okkar. Svona gera bara snillingar.

  12. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Mirallas?????

  13. Finnur skrifar:

    Hélt þú værir ekki að horfa? 🙂

    Hann er annars að hita upp.

  14. Gestur skrifar:

    Jæja svona fór þessi leikur, þetta kemur bara í þeim næsta. Everton var jú miklu betra liðið í kvöld

  15. Diddi skrifar:

    það eru ekki voða mörg lið sem fara með 3 stig frá þessum velli 🙂

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Nú!! Þá er þetta bara allt í lagi er það ekki?

      • Finnur skrifar:

        Nei, en á meðan liðin í fjórum neðstu sætunum eru með lélegra form en Everton þá er Europa League það eina sem skiptir máli það sem eftir lifir tímabils. Og í augnablikinu virðist það vera raunin:
        http://www.premierleague.com/en-gb/matchday/form-guide.html

        • Orri skrifar:

          Sæll Ingvar.Auðvita er þetta ekki lagi,en hvað er til ráða ?????????????????????????????????

          • Ingvar Bæringsson skrifar:

            Það er væntanlega borin von að sideshow Bob verði rekinn þannig að það eina sem við stuðningsmennirnir getum gert er að vona það besta.
            Martinez hinsvegar ætti að kyngja stoltinu og viðurkenna að hans taktík og aðferðir eru ekki að virka og prófa eitthvað nýtt. Ef hann gerir það ekki ætti hann að sjá sóma sinn í að segja upp meðan enn er von um að enda í topp 10.

      • Finnur skrifar:

        En… by the way, þá er þetta engin vitleysa sem Diddi er að benda á. Frá því að Stoke unnu Arsenal á heimavelli í byrjun desember hafa þeir eingöngu tapað þar fyrir City og Chelsea. United voru stálheppnir að sleppa þaðan með eitt stig en Stoke unnu *alla* hina leikina í bæði deild og FA bikar.

  16. Ari G skrifar:

    Ég ætla gleyma þessum leik. Nú verður Everton bara að vinna UEFACUP og falla ekki þá er ég sáttur.

  17. Steini skrifar:

    Stigasöfnun LFC frá 26 des- 29 stig
    Stigasöfnun EFC frá byrjun tímabils- 28 stig

    hahahahahahahahahaha

    Góðar stundir

    • halli skrifar:

      Steini Istanbúl er borgin ykkar er það ekki. En bara til að uppfræða þig þá er betra vera dauður en rauður. Ég vona að þú eigir góðar stundir í þjáningum þínum

    • Diddi skrifar:

      Steini, alltaf velkominn á þessa síðu. Virkilega gaman að lesa þín komment. Ert skemmtilegur 🙂

    • Finnur skrifar:

      Og þó innleggið frá þér sé ekki alltaf innihaldsríkt þá veitir það ávallt góða innsýn inn í persónuleikann, sem hjálpar örlítið til við að létta lund okkar. 🙂

      • Steini skrifar:

        Að ráðast beint á persónuleikann en ekki málefnið segir líka ansi margt um þig.

        • Finnur skrifar:

          Ad hominem á við þegar tveir eru að rökræða. Ég á ekki í neinum rökræðum við þig enda er tilgangslaust að rífast um staðreyndir. En ég skal umorða þetta sem hér átti sér stað með sambærilegu dæmi…

          Ég sé þig í anda banka upp á hjá nágranna þínum (sem er búinn að vera að leita sér að atvinnu) í þeim tilgangi einum að stæra þig af því af því hvað þú fáir mikið borgað í þinni vinnu. Ef hann benti þér kurteisislega á að það væri nú svolítið skítlegt eðli í skilaboðunum sem þú værir að senda til hans þá myndi það líta ansi undarlega út að svara að bragði: „Aha! Þú hefur tapað þessari rökræðu því það eina sem þú hefur upp á að bjóða er að ráðast á persónuleika minn!“

          En ég hvet þig eindregið til að halda áfram að lesa þér til um rökfræði því ekki bara er það mannbætandi heldur gæti líkað hjálpað þér til við (og jafnvel komið í veg fyrir?) net-troll í framtíðinni. Gangi þér vel.

    • Diddi skrifar:

      OOOOg gangi ykkur vel í Meistaradeild….neeeeei eruð þið dottnir út úr henni, jæja ég meinti Evrópudeildinn…..neeeeei eruð þið ekki lengur í henni heldur……..ókei????? jæja þá er bara eftir að óska ykkur góðs gengis í deildinni 🙂

      • Steini skrifar:

        Takk fyrir. Gott að vita að þú stendur með okkur í baráttu okkar um að komast aftur í Cl sætið.

        Jú það er rétt að við erum ekki enn í þessum keppnum en okkar ungi hópur var klárlega ekki tilbúinn í þessar keppnir. Við verðum það samt á næstu árum.
        Miðað við gengi okkar á síðustu mánuðum þá erum við að fara beinustu leið aftur í meistaradeildina. Eina keppnin sem að maður tekur mark á í evrópu. B-deildin svokallaða heillar alls ekki. Enda virðist árangur þar leiða beint til vandræða í deild heima fyrir. Eitthvað sem þið ættuð að þekkja ansi vel.
        Þess vegna vil ég bara óska ykkur góðs gengis þar í ár.

        Góðar stundir

        • Diddi skrifar:

          ég er svo skrýtinn að ég vil að liverpool gangi vel, reyndar vil ég að Everton gangi betur en þegar kemur að því að velja á milli manutd og liverpool í meistaradeildarsæti verður það alltaf liverpool í mínum huga.

    • Orri skrifar:

      Alltaf skulu þeir sem styðja litla liðið í Liverpool sýna sitt skitlega eðli reglulega.

      • Diddi skrifar:

        Já Orri, þeir eru ekki eins og við, það myndu engir stuðningsmenn styðja þá eins og við höfum gert t.d. vegna Hillsborough slyssins 🙂

  18. Diddi skrifar:

    Jæja, þá er tölva búin að reikna það út að Everton endar í 12. sæti með 45 stig, neðstu lið verða Burnley 31, Leicester og QPR með 32. Á þessum tímapunkti er ég sko bara nokkuð ánægður með þetta og svo laumumst við auðvitað í CL í gegnum Evrópudeildina 🙂 http://talksport.com/football/premier-league-table-final-positions-and-points-predicted-bottom-ten-150306138711?

  19. Gestur skrifar:

    Hvað , það er bara stigasöfnun í síðustu leikjunum. Hingað til höfum við fengi 1stig að meðaltali en í síðustu leikjunum eigum við að fá 1,7 stig. Það verður bara gaman.

  20. Diddi skrifar:

    talandi um smá réttlæti, Cisse sem átti með réttu ekki að skora gegn okkur í fyrri leiknum gegn newcastle, hefur nú verið dæmdur í 7 leikja bann fyrir að hrækja á evans leikm. manutd sem byrjaði reyndar á að hrækja á Cisse. En Cisse leikur sem sagt ekki gegn okkur í næsta leik 🙂

    • Finnur skrifar:

      Mikið rétt. En ég hefði nú samt frekar kosið rautt spjald á hann í fyrri leiknum, eins og hann átti skilið fyrir ítrekuð olnbogaskot í andlitið á Coleman (í sömu sókninni). 🙂

      • Diddi skrifar:

        auðvitað hefði það orðið allt önnur keppni en þetta er þó smá sárabót 🙂

        • Finnur skrifar:

          Algjörlega sammála. Og Evans er að berjast á móti því að lenda í sambærilegu banni — sem er ágætt því ég held svei mér þá við höfum ekkert á móti því að mæta honum. 🙂