Mynd: Everton FC.
Annað kvöld, klukkan 20:05, er komið að seinni leik Everton í 32ja liða úrslitum Europa League gegn Young Boys frá Sviss. Flest okkar vorum líklega sátt við hvaða úrslit sem er — sem væru betri en tveggja marka tap gegn þeim á þeirra heimavelli í síðustu viku — en annað kom á daginn, Everton var yfir 1-3 í hálfleik og voru ekki á því að pakka í vörn heldur bættu í og unnu síðari hálfleikinn 0-1 (manni færri)!
Það er því afskaplega stórt verkefni sem bíður Young Boys liðinu á útivelli gegn dyggilega studdu Everton liði á Goodison Park. Þeir þurfa að skora allavega fjögur mörk og vona að fá ekki á sig mark á móti. Það verður ekki hlaupið að því þó þeir komi væntanlega fullir sjálfstrausts í leikinn eftir að hafa um helgina unnið Basel, sem eru í efsta sæti svissnesku deildarinnar.
John Stones fékk rautt í síðasta leik gegn þeim og er því í banni og Aaron Lennon er ekki gjaldgengur í Europa League. Osman og Pienaar eiga séns en Atsu (flensa), McGeady og Hibbert eru frá. Oviedo er tæpur en Barry er búinn að taka út sína refsingu í deild og getur verið með.
Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, Atsu, Naismith, Lukaku.
Rétt er í lokin að minnast á flott vídeó sem Ari S beindi athygli okkar að í kommentakerfinu á dögunum en það bar titilinn We Are Chosen og ég fæ ennþá gæsahúð af að horfa á. Mæli með að horfa á full screen með hljóðið hátt. 🙂
Klúbburinn gaf einnig út We Are Chosen – behind the scenes vídeó en hægt er að horfa hér á part 1 og part 2.
Af ungliðunum er það að frétta að Chris Long framlengdi lán sitt hjá Brentford um einn mánuð.
En, nú er komið að Young Boys annað kvöld. Hver er ykkar spá?
Þetta er okkar keppni 3-0 öruggur sigur
Ætt að vera nokkuð öruggur leikur hjá okkar mönnum spái 3-1 kv Baddi -:)
Held að okkar menn komi til með að gera þetta spennandi en að þetta hafist að lokum. 🙂
Uppstillingin:
http://everton.is/?p=8936