Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Brottför Eto’o og helstu fréttir - Everton.is

Brottför Eto’o og helstu fréttir

Mynd: Everton FC.

Þá er ekki úr vegi að renna yfir helstu fréttir af liðinu okkar en stærstu fréttirnar eru þær að Samuel Eto’o er farinn til Sampdoria á Ítalíu. Þessi 33 ára sóknarmaður kom til okkar á frjálsri sölu í upphafi tímabils, hefur komið að einhverju leyti við sögu í 20 leikjum (oft sem varamaður í lokin) og skoraði í þeim leikjum fjögur mörk. Við þökkum honum þjónustu við klúbbinn (þó skammlíf hefði verið). Söluverðið var ekki gefið upp en maður veltir því hálfpartinn fyrir sér hvort hann hafi frá upphafi verið hugsaður sem skammtímalausn á meðan Kone væri að vinna sig úr sínum meiðslum, eins og Martinez virðist gefa í skyn í viðtali.

Í öðrum fréttum er það helst að leikmenn nýttu leikjahléið til að slaka á í Katar um stund en eru nú mættir á heimaslóðir aftur og var Martinez afar kátur með ferðina. Það er vonandi að hléið komi til með að hjálpa þeim sem hafa verið að jafna sig á meiðslum (McCarthy til dæmis sagður eiga séns í næsta leik) og að menn mæti einbeittir til leiks gegn Crystal Palace. Árangur undanfarinna leikja hefur engan veginn verið ásættanlegur þó enn sé ekki tími til að örvænta.

Einnig má nefna í nokkrum hraðsoðnum punktum að:

– Síðasta tímabil kom afskaplega vel út fjárhagslega en Everton náði á topp 20 lista Deloitte yfir tekjuhæstu félög í heiminum í fyrsta skipti síðan tímabilið 2004/05.
– Akademían fékk Gary Braybin til liðs við sig, en hann var áður stjóri Southport.
– Sóknarmaðurinn ungi, Chris Long, fór að láni til Brentford í einn mánuð.
– U18 ára liðið tapaði 0-1 fyrir Blackburn U18 og duttu út úr ungliðabikarnum en unnu svo Bolton U18 2-0. George Newell og Harry Charsley skoruðu mörk Everton.
– U21 árs liðið gerði 3-3 jafntefli við Fulham U21. David Henen, Joe Williams og Jonjoe Kenny skoruðu mörk Everton.

5 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Nú mætum við Crystal Palace á laugardaginn. Ef maður skoðar stöðuna í deildinni þá má sjá að Crystal Palace eru jafnir Everton en með verra markahlutfall. Ég tel þetta einn mikilvægasta leikinn í deildinni í vetur og má segja að með sigri þá ætti að létta verulega undir þeim leikjum sem framundan eru.
    Við værum með sigri að slíta okkur nokkuð frá þessum botn-liðum og er það nauðsynlegt uppá framhaldið. Næstu þrír af fjórum leikjum Everton er gegn Liverpool, Chelsea og Arsenal og nauðsynlegt að vera ekki með einhvern falldraug hangandi yfir sér þegar við mætum þessum liðum.
    Algerlega kominn tími á sigur hjá okkar mönnum.

  2. Gunnþór skrifar:

    Sammála Elvari

  3. þorri skrifar:

    er Sammála vel skrifað. ætla að reyna mæta í ölver, allir sem einn eiga að mæta á ölver. ÁFRAM EVERTON

  4. Ari G skrifar:

    Gott að Eto’o fór of dýr launakostnaður kom ekkert úr honum nema fyrsta mánuðinn. Ætlar Martinez ekki að fá neinn leikmann algjört skylda að kaupa eða leigja vængmann hitt ætti að sleppa höfum Kone núna.

  5. Finnur skrifar:

    Yikes. Mig minnir að ég hafi lesið viðtöl við leikmenn Everton þar sem þeir sögðu að hann væri allt annað en dramadrottning…
    http://www.mbl.is/sport/fotbolti/2015/02/02/eto_o_for_heim_i_fussi/