Mynd: Everton FC.
Finnur og Halli Örn skiptu þessari skýrslu bróðurlega á milli sín, líkt og þeirri síðustu. Finnur tók fyrri hálfleik og Halli þann seinni.
Uppstillingin: Howard, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, Naismith, Barkley, Lukaku. Varamenn: Robles, Distin, Garbutt, Alcaraz, McGeady, Kone, Eto’o. Þeirra næst-markahæsti maður (Crouch) og miðjumaðurinn Ireland missa báðir af leiknum, eins og búist var við.
Athyglisvert var að sjá uppstillinguna fyrir leik því líklega samsvarar hún því sem talið er okkar sterkasta lið í dag og gott að hafa Eto’o og Kone reiðubúna til að koma inn á af bekknum. Maður er reyndar í bland smá smeykur við að sjá svona marga koma inn í liðið án leikforms, en gott samt að sjá Stones, Mirallas og McCarthy inn á — sá fyrstnefndi búinn að vera lengi frá.
Leikurinn byrjaði með látum þegar Mirallas fór framhjá tveimur og var um leið hlaupinn niður inn í teig, að því er virtist. Maður hefur séð þau gefin fyrir svona en líklega rétt að dæma ekki víti. Stuttu síðar þurftu Lukaku og Shawcross aðhlynningu eftir slæmt samstuð. Báðir komu þó á völlinn aftur, en Shawcross með umbúðir á hausnum.
Everton byrjuðu líflega, náðu góðri og stífri pressu á Stoke og gáfu þeim engan frið. Sama mátti segja um Stoke sem fengu fyrsta almennilega færi leiksins. Whelan tæklaði Stones niður á miðjunni (unnu boltann en fóru í gegnum Stones) og brunuðu svo í skyndisókn og komust tveir á Jagielka og markvörð. Jagielka náði að henda sér fyrir skotið frá framherja Stoke sem náðu frákastinu en næsta skot beint á Howard. Stones þurfti aðhlynningu en kom svo inn á og hélt áfram.
Barkley var næstur til að þurfa aðhlynningu en aðeins vegna blóðnasa. Og stuttu síðar tók Whelan Jagielka niður en slapp við spjald. Jagielka haltraði út af stuttu síðar eftir að hafa flækst í sóknarmanni Stoke. Flæði leiksins alltaf að truflast. Fjórði leikmaðurinn til að meiðast í leiknum, sem betur fer enginn alvarlega.
Mirallas var ekki langt frá því að skora eftir um hálftíma leik þegar skot frá honum breytti um stefnu og fór rétt framhjá stönginni. Barry hefði átt að skora upp úr horninu þegar boltinn barst á fjærstöng og hann reyndir að senda stuttan og háan bolta fyrir í stað þess að skjóta. Ótrúlegt að sjá, hefði átt að skora.
Stoke áttu að fá rautt spjald á 35. mínútu þegar Baines var tekinn í górillugripið af varnarmanni Stoke þegar Barry setti hann inn fyrir með frábærri stungusendingu. Clear goalscoring opportunity, hefði verið einn á móti markverði. Þulirnir ekki sáttir enda algjörlega fáranlegt að gefa ekki rautt.
Og hvað gerist? Ekkert kom úr aukaspyrnunni og Stoke bruna í sókn og fá vafasamt víti. Ef þetta var víti þá átti Mirallas að fá víti hinum megin. Mason dómari búinn að vera fínn þangað til og svo klúðrar hann tveimur mikilvægum ákvörðunum í röð á sömu mínútunni.
Naismith var óheppinn að skora ekki á 44. mínútu þegar skalli frá honum sem stefndi í samskeytin var hreinsaður á línu af varnarmanni. Barry átti svo skot utan teigs um tveimur mínútum síðar sem var auðveldlega varið.
Mirallas fékk upplagt færi undir lokin eftir fínan undirbúning frá Naismith en framhjá.
Howard haltraði út af í hálfleik í stöðunni 0-1 — mjög svo óverðskuldað. Og gefum Halla orðið:
Þá er ég kominn til að skrifa skýrslu seinni hálfleiks aftur og þarf að byrja á sviknu loforði Finnur en lofaði mér að ég þyrfti ekki að skrifa aftur um tap en jæja hér kemur það sem mér þótti markverðast úr seinni hálfleik.
Martinez neyddist til að gera 2 breytingar í hálfleik annars vegar fór Howard úr búrinu fyrir Robles þar sem Howard virtist togna á læri í síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og eins kom Alcaraz inn fyrir Jagielka sem meiddist eftir að hafa dottið um samherja í teignum um miðjan fyrri hálfleikinn.
Það var alveg ljóst að gameplan Stoke manna var að verja forustuna og sækja hratt á okkur þegar færi gæfust þeir höfðu engann áhuga á að vera með boltann, bara verjast, tækla og svo að reyna að sækja hratt.
Á 50. mínútu skaut Barkley að marki en hefði sennilega betur reynt að stinga boltanum inn á Naismith. Strax í kjölfarið átti Stoke sennilega sína bestu tilraun í seinni hálfleik en Stones varðist vel. Á mínútunum frá 50 til 65 erum við að sækja töluvert mikið án þess að skapa neina hættu, þannig séð, fengum einhverjar hornspyrnur og eins átti Lukaku skot sem var máttlaust og auðvelt fyrir Begovic en inni í þessum mínútum átti Baines gott skot sem Begovic varði en litlu munaði að Naismith tæki frákastið. Á 63. mín kom Eto’o inn fyrir McCarthy en á næstu 15 mín gerðist mest lítið — við með boltann og þeir að verjast á 10 mönnum með 1 frammi. Það markverðasta var að Barry fékk gult spjald og er nú sá leikmaður sem hefur fengið flest gul spjöld í Úrvalsdeildinni EVER. Á síðustu 10 mín hélt þetta áfram á svipuðum nótum, reyndar undir lok venjulegs leiktíma tók Charlie „f*cking“ Adam Mirallas niður og hefði að mínu mati verðskuldað rautt spjald fyrir. Lokastaða 0-1, Stoke í vil. Robles fékk ekki skot á sig í öllum seinni hálfleiknum.
Staðreyndin er sú að stjórar hinna liðanna eru búnir að lesa okkar leik og virðist vera of einfalt að loka á okkur. Við erum ekki að ná að koma boltanum nægilega mikið í hættuleg svæði og erum of mikið þar af leiðandi að skjóta úr erfiðum færum af löngu færi. Eins sjá menn tækifæri á okkur með að spila boltanum mikið á bak við bakverðina okkar sem eru hátt á vellinum og lítil hjálp til baka.
Mitt mat er að þetta lið okkar sem spilaði í dag er ein okkar sterkasta uppstilling. Ef ég mætti ráða þá er kanski ein breyting sem ég myndi gera og það er að taka Barry út og færa Barkley þangað með svona playmaker hlutverk. Naismith í holuna og McGeady á kantinn. Það að geta ekki unnið Stoke á okkar sterkasta liði (ca.) á heimavelli er ekki ásættanlegt. Eins og þið vitið þá er ég aldrei hættur að styðja liðið mitt og horfi á næsta leik á móti Newcastle bara með það fyrir augum að ná í 3 stig.
Maður/menn leiksins okkar megin held ég að ég velji Stones en maður leiksins að mínu mati Pieters hjá Stoke.
Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 7, Jagielka 6, Stones 7, Coleman 6, McCarthy 6, Barry 5, Mirallas 7, Naismith 6, Barkley 6, Lukaku 6. Varamenn: Robles 6, Eto’o 5, Alcaraz 6. Stoke á nærri sléttri sjöu í meðaleinkunn, fyrir utan varamenn þeirra (tveir með fjóra, einn með fimmu).
jæja góðir gestir, þessi uppstilling skilar okkur sigri í dag. Ég segi 3-0 🙂
eiga þeir bara að fa að lemja , berja og tækla okkar menn og fá ekki einu sinni gult fyrir
hann hefur nú aldrei verið góður hann Mason en ég held að þetta taki nú steininn úr 🙂
Allt við það sama sé ég.
ég hef ekki oft orðið vitni að eins villidýrslegum leik og Stoke sýndi okkur í fyrri hálfleik, en það má ekkert vera að gagnrýna dómgæsluna á Englandi 🙂
nú vantar bara Adam inná til að drepa okkur alveg með sínum hárbeittu tæklingum 🙂
Þér varð svo sannarlega að ósk þinni.
Við erum á góðri leið með að verða næsta verkefni Tony Pulis.
Burt með Martinez!!!
nei, nú þar Martinez að hugsa sinn gang , 5 sigur leikir af 18 í deild eða ælta menn að segja þetta kemur allt og hvar var Becic ég spyr nú bara.
Já sammála Martinez þarf að hugsa sinn gang. Senda Barry og Distin burtu í janúar. Annað hvort að fá annann markmann eða hreinlega láta Robles spila. Getur ekki versnað þó að markið í dag skrifist ekki á Howard.
Vælið í ykkur…
gott að eitthverjir eru ánægiðir
Gestu þú ert eins og smákrakki að snúa útúr. Hvar segi ég að ég sé ánægður. Og endilega haltu svo áfram að væla… 🙂
Gleðileg jól 🙂
Ekki gefast upp. Þetta á eftir að lagast. Hef engar áhyggjur af Everton nema ég tel okkur ekki möguleika að ná 4 sætinu því miður. Nú á Everton að stefna á að vinna UEFA-CUP og gleyma 4 sætinu í ensku. Þurfum mun meiri breidd í liðið og ég vill endilega losa okkur við þá leikmenn sem standa sig ekki nógu vel. Þurfum að byggja upp liðið á ungum leikmönnum og losa okkur við flesta af eldri leikmönnunum í janúar og í sumar. Næst á Everton að leita eftir ungum leikmönnum vill ekki sjá meira af eldri leikmönnum í liðið nema hann kosti ekkert og þá til skamms tíma.
Algerlega sammála þessu nafni 🙂
Ég var búinn að viðra það fyrr í vetur, að liðið væri að vera of gamalt sem mér finnst enn. Og það er kannski eina rétt að stefna á sigur í uefa
Ah. Já, einmitt. Frábær hugmynd. Rekum stjórann sem er með hæsta vinningshlutfallið síðan Howard Kendall (sem rakaði inn titlunum á 8. áratugnum). Maður á stundum varla aukatekið orð.
Eitt timabil er ekki nóg. Lið lifði í fyrra á góðri vörn sem Moyse átti mestan heiður af. En nú getur liðið hvorgi spilað vörn eða sött. Nú er þetta bara gauf með boltan , engin hraði í soknarleiknum. Vera með boltan 60%+ er ekki til neins ef það er bara verið að gaufa með boltan á eigin vallar helmingi.
Ekki fer Martinez að raða inn tittlum með þessa spilamennsku. Það vantar eitthvað eða það þarf að breyta eitthverju, því hljóta allir að vera sammála?
Er gestur og Gestur sami maðurinn Finnur? 😉
nei
það þarf eiginelga bara að breyta úrslitunum, láta suma af eldri mönnunum fara í janúar. distin má fara og jafnvel Barry líka. Fá Shawcross til liðsins í staðinn.
þarna get ég verið sammála þér. Afhverju er Becic hent út úr liðinu sem hafði staðið sig vel í síðustu leikjum og var að finna sig og Barry tekinn inn í liðið.
Mér finnst líka að það sem hafi verið mesti áhrifavaldurinn í vetur eru mistök og léleg spilamennska (FORM) hjá leikmönnum sem eiga að vera með reyndari mönnum í hópnum.
Ég get nefnt menn eins og Gareth Barry, Sylvain Distin, Tim Howard, Phil Jagielka í byrjun tímabilsins, Barkley ekki svipur hjá sjón og síðast en ekki síst eru það bakverðirnir okkar sem hafa á undanförnum árum verið ein helsta ógn okkar.
Baines er búinn að vera slakur og Colemann líka. En þetta byrjar allt saman hjá þeim elstu sem eiga að leiða hópinn en gera það ekki……. smitar út frá sér.
Takið eftir að þetta eru eiginlega allt saman varnarmenn… (og þetta er mín skoðun)það er vörnin semhefur klikkað á ögurstundum.
Spilamennskan oftar enn ekki verið fín í tapleikjum… en þá klikkar vörnin. Held að það atriði sé helsta meinið. En þetta er bara mín hugleiðing. 🙂
Takk fyrir fína leikskýrslu.
Það er ekkert við þessum ósigri að segja.Ég er nú ekki vanur að setja út á dómarana,en ég held að í dag hafi hann komið því til leiðar að við töpuðum þessum leik.Mér fannst dómarinn vera mjög hlihollur Stoke.Liðið lék á stórum köflum vel en vandamálið er að við skorum ekki,það verður að koma til að vinna leiki.Ég held að Martinez sé ekki vandamálið í okkar klúbb.
sammála því að martinez er ekki vandamálið,svona er boltinn brekka annað slagið svo gengur vel inná milli,þurfum bara að vera þolinmóðir og þetta kemur allt saman.ÁFRAM EVERTON OG GLEÐILEGA HÁTÍÐ.
Sæll Gunnþór.Það er rétt hjá þér brekkurnar eru stundum uppá móti og stundum niður í móti,þessa dagana eru þær mjög brattar uppá móti.
Sammála ykkur Gunnþór, Finnur og Orri, Martinez er ekki vandamál og hann finnur útúr þessu og kemur okkur aftur á beinu brautina 🙂
Sammála ykkur Diddi, Gunnþór, Finnur og Orri, Martinez er ekki vandamál og hann finnur útúr þessu og kemur okkur aftur á beinu brautina 🙂
Fyrirgefið!! En þið sem eruð að segja að Martinez sé ekki vandamálið og að hann muni snúa þessu við, hafið þið ekki séð Everton spila nýlega?
Hafið þið séð eitthvað sem bendir til þess að þetta sé að fara að breytast??? Þetta er búið að vera svona síðan á undirbúningstímabilinu og ég hef allavega ekki séð neitt sem bendir til að Martinez sé að reyna að laga nokkurn skapaðan hlut.
Hvar er Oviedo??? Mér sýndist hann nokkuð sprækur um daginn en hann hefur ekki sést síðan.
Hvers vegna er Barry alltaf í byrjunarliðinu þrátt fyrir að virðast vera 10 árum eldri en í fyrra og hefur ekki getað blautan s**t síðan hann kom til okkar aftur.
Af hverju er verið að spila mönnum út úr stöðu aftur og aftur??
Af hverju fattar Martinez ekki að það gengur ekki að hafa Barkley, Eto’o og Naismith alla inná í einu??? Hann er búinn að prófa það nokkrum sinnum án árangurs.
Hvers vegna er aldrei neitt plan B eða C til staðar þegar plan A klikkar? Og það klikkar alltaf.
Ég er þó sammála því að þetta eigi eftir að lagast….. þegar Martinez er farinn.
Hef tröllatrú á Martinez og það hefur ekki hjálpað honum þessi eilífu meiðslavandræði, gleymum því ekki að nokkrir af okkar burðarásum hafa meiðst töluvert alvarlega á tímabilinu og eru því væntanlega ekki komnir í sitt fullkomna leikform. Oviedo er frábær en það eru ekki margir sem byrja að leika á fullu nokkrum mánuðum eftir fótbrot eins og hann hlaut. Ég ætla að fullyrða það hér að seinni hluti tímabilsins verði óslitin sigurför og hana nú 🙂 Besic hlýtur að hafa verið veikur fyrir síðasta leik.
Ég get tekið undir hvert orð hjá Didda,þetta hefur ekki verið auðvelt hjá Martinez það sem af er vetri.Svo hafa dómarnir hjápað okkur við að missa stig.Nú liggja allar leiðir upp á við hjá okkur eftir áramót,að vísu byrjar sú sigurganga á morgun.
við skulum vona að þetta fari nú að koma hjá okkar manni á brúni.Þetta hefur ekki gengið sem skildi.Það er margt sem er í gangi.Td meiðsli.Svo gengur ílla að finna réttu varnarmennina.Það eru samt nokkur atriði sem mig langar að nefna.Mér fynst að hann Martínes mætti bara að breita uppstilinguni og setja aðra inn í staðinn.og vera duglegri að nota varamennina meira.Veit einhver hvort hann meitist mikið hann Jelka og hvort Hawart sem meiddur.En við skulum ekki henda Martines út alveg strax KV þORRI ÁFRAM EVERTON
Hættið þessu væli. Martinez er ekki að fara neitt. Það væri það vitlausasta að reka Martinez. Everton hafa verið óheppnir með meiðsli og ekki gleyma UEFA-CUP Everton spilaði vel í þeirri keppni yrðu efstir þar svo það er ekki allt slæmt. En ég vill losna við DISTIN, HIBBERT, BARRY, PINEER,GEADY,OSMAN,ETO’O NÆSTA SUMAR. Veit ekki með Kone skil ekki hvers vegna að hann er ekki notaður meira. Svo á Martinez að byggja upp nýtt lið með hinum og kaupa unga og efnilega leikmenn og nota Garbutt, Browning og fleiri unga leikmenn eftir áramót og einbíta að vinna UEFACUP eina von okkar til að búa til auknar tekjur og hætta að hugsa um 4 sætið þá gengur miklu betur árangurinn kemur af sjálfu sér.
Ef að lið stendur sig illa, þá fjúka stjórar. Cristal Palace er búið að missa þolinmæðina, þeir eru með 6 stigum minna en Everton. Við sjáum bara á því hvað Everton er að spila illa.
Það er svolítið þannig að menn ganga í gegnum second season syndrum og það er það sem Martinez er að ganga í gegnum núna ásamt besta tímabils Everton í PL sögunni sem yrði alltaf erfitt að toppa. og svo bætist við Evrópukeppnin þar sem árangurinn hefur verið frábær við skulum ekki gleyma því og ef við eigum kost á því að fara aftur í Evrópukeppni já takk fyrir mig mér finnst gaman að horafa á Evertonliðið spila líka á fimmtudögum. Ég styð Martinez áfram sem stjórann okkar, auðvtiað er ég ekki alltaf sammála honum en ef taka þá ákvorðun að reka hann hvern vilja menn þá í staðinn Ensku slúðurblöðin tala um Steve MaClaren mig hryllir við svona umtali. Drengir við höldum áfram að styðja liðið okkar og ræða málin hér það er gaman að skiptast á skoðunum. Góðar stundir
Vel sagt Halli.
Mér fannst hræðilegt að sjá að McClaren er orðaður við okkar ástkæra lið. Enda er þetta bara hugarórar hjá blaðamanni, ekkert til í þessu sem betur fer.