Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Swansea vs. Everton (league cup) - Everton.is

Swansea vs. Everton (league cup)

Mynd: Everton FC.

Það er fátt betra til að gleyma svekkjandi tapleik en nýr leikur og hann kemur strax annað kvöld (þriðjudag kl. 18:45) þegar Everton fer til Swansea í þriðju umferð deildarbikarsins (League Cup). Það er hálf undarlegt að hugsa til þess að Everton hefur orðið Englands- og FA bikarmeistarar mörgum sinnum, unnið góðgerðarskjöldinn oft og náð Evrópubikar í hús en aldrei náð að tryggja sér þennan blessaða League Cup.

Það verður þó að koma í ljós annað kvöld hvort áhersla verði lögð á að vinna þann bikar en mjög líklegt að Martinez eigi eftir að gefa einhverjum séns sem hafa lítið spilað hingað til, til að mynda markverðinum Robles, varnarjaxlinum Hibbert og fleirum.

Tryggt er þó að Pienaar og Coleman eru frá þannig að þeir taka ekki þátt en Oviedo og Kone eru ekki langt frá því að láta sjá sig. Aldrei að vita nema þeir fái einhverjar mínútur. Ég ætla þó að láta vera að spá uppstillingu þar sem það er ómögulegt að segja til um hverjir spila. Ljóst er þó að Wilfried Bony, hjá Swansea, spilar ekki því hann er í banni (fékk rautt á móti Southampton)

Tölfræðin í leikjum gegn Swansea lítur ágætlega út. Swansea menn hafa ekki unnið einn leik gegn Everton í neinni keppni, tapað 15 leikjum og gert 5 jafntefli. En á móti kemur hefur Everton aðeins unnið einn af síðustu sjö útileikjum í League Cup (fimm töp og eitt jafntefli). Og okkar menn hafa jafnframt verið slegnir út í þremur af síðustu fjórum tilraunum við þriðju umferð þessarar bikarkeppni.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U18 unnu Blackburn U18 á útivelli 0-4 með mörkum frá Connolly, Walsh og tveimur frá Charsley.

Hvaða leikmönnum mynduð þið spila gegn Swansea í þessum leik?

6 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    3-1 Swansea vinnur.

  2. Orri skrifar:

    3-1 fyrir Everton.

  3. Ari S skrifar:

    3-1 Everton vinnur. Oviedo skorar eitt.

  4. Halli skrifar:

    Ég vil bikar á þessu tímabili og tel bikarkeppninnar mestan möguleika á því og vil þvï eðlilega vinna þennan leik reyndar eins og alla aðra mín spá er 1-2 og skora Eto’o og Atsu

  5. Baddi skrifar:

    1-2 fyrir okkar menn og held að Lukaku og Baines skori þessi mörk, sjáumst öll á ÖLVER.kv Baddi.

  6. Finnur skrifar:

    Athyglisverð uppstilling í leiknum:
    http://everton.is/?p=7969