Meistari Georg Haraldsson tók að sér að skrifa skýrslu fyrir þennan leik, þar sem ritari var á pöllunum. Þökkum honum kærlega fyrir og gefum honum orðið:
Evrópuævintýrið hófst heldur betur með flugeldarsýningu, mjög flottur 4-1 sigur á Wolfsburg á Goodision Park í fyrsta Evrópuleik okkar síðan tímabilið 2009-2010.
Uppstillingin: Howard, Coleman, Baines, Stones, Jagielka, McCarthy, Barry, Mirallas, McGeady, Naismith, Lukaku. Varamenn: Joel, Gibson, Alcaraz, Eto’o, Besic, Atsu, Osman.
Það sást strax á uppstillingu Martínez að honum er mjög alvara með þessari keppni og var þetta sama byrjunarlið og vann WBA fimm dögum áður 0-2.
Leikurinn var í nokkru jafnvægi í byrjun en þó voru Wolfsburg menn nokkuð sprækari fyrstu mínúturnar og átti Kevin De Bruyne skot yfir markið eftir fínt spil á 10 mínútu.
En á 15. mínútu brutum við ísinn með glæsilegu marki. Frábært uppspil upp völlinn þar sem Naismith, McCarthy og Baines spiluðu sig í gegnum vörn Wolfsburg með frábæru framtaki, endaði með fyrirgjöf Baines á Naismith sem skaut boltanum að marki en boltinn átti viðkomu bæði í Ricardo Rodriguez varnarmann Wolfsburg og Diego Benaglio markmann áður en boltinn fór í netið. 1-0!
Nokkrum mínútum síðar áttu Wolfsborg fínt skot sem Howard varði vel. Andartökum síðar kom Lukaku sér í ákjósanlegt færi þar sem hann fór auðveldlega framhjá varnarmanni Wolfsborg með flottum skærum en því miður þá rann Lukaku í skotinu og ekkert varð úr því.
Það var svo á 45. mínútu sem Everton fór í sókn, Lukaku pressar á vörn Wolfsburg og sendir á Mirallas sem tekur varnarmann Wolfsburg á og skýtur á markið en Benaglio í markinu ver, boltinn lenti fyrir Baines sem var ekki lengi að sjá Coleman frían inn í teig, Coleman skallaði boltann í netið og enn og aftur voru báðir bakverðir okkar okkar fremstu menn. 2-0!
Seinni hálfleikurinn hófst heldur betur fjörlega, McGeady fékk boltann rétt fyrir framan vítateig Wolfsburg og fer mjög auðveldlega framhjá varnarmanni Wolfsburg sem gat ekkert annað gert en að brjóta á honum. McGeady féll inn í teiginn og dómarinn dæmdi vítaspyrnu, þó sást í endursýningu að brotið átti sér stað fyrir utan teig, en við vitum þó öll að Baines hefði vel getað sett boltann úr svona ákjósanlegu aukaspyrnufæri. Baines steig á vítapunktinn og skoraði örugglega framhjá Benaglio. 3-0!
Eftir markið bökkuðu Everton heldur mikið og komst Wolfsburg betur inn í leikinn og reyndi þá vel á bæði vörnina og Howard í markinu. Howard var frábær í leiknum og virtist engin leið framhjá bandaríkjamanninum.
Á 69. mínútu kom Samuel Eto’o inn á fyrir Lukaku. Einnig komu Gibson (82. mín) og Osman (91. mín) inn á seint í leiknum. Eto’o kom nokkuð sprækur inn í leikinn og sýndi að það er ennþá hellings bolti eftir í honum. Eto’o átti mikinn þátt í fjórða marki Everton þar sem hann sendi boltann í gegnum vörn Wolfsburg beint á Mirallas sem kláraði færið einstaklega vel í nær hornið og staðan því 4-0!
Á síðasta andartaki leiksins fékk Wolfsburg aukaspyrnu eftir óþarfa brot hjá Gibson, en úr aukaspyrnunni skoraði Rodriguez glæsilegt mark í nærstöngina og inn, algjörlega óverjandi skot fyrir Howard sem var búinn að vera óstöðvandi í leiknum. Þetta var síðasta spyrna leiksins og fengu þeir því eitt samúðarmark í lokin.
Leikurinn endaði því með frábærum 4-1 sigri þar sem liðið sýndi að því er mjög alvara með þessari keppni og greinilega mikið hungur í mönnum að standa sig.
Var í vinnu skrapp í ræktina og kveikti á leiknum þegar tíu + mínútur voru liðnar.. viti menn var ekki Naismith að skora á sama tíma… mark sem síðan var tekið af honum…og núna missti ég af öðru markinu á meðan ég er að skrifa þetta… glæsilegt! 2-0 BAINES MEÐ SKALLA…:) hálfleikur
Glæsilegur sigur,gæsilegur leikur þetta var flott frammistaða í kvöld.ÁFRAM EVERTON.
tók tónleika með Birni Thoroddsen fram yfir leikinn, en snilld að byrja með þessum látum 🙂
góður sigur en alveg skelfileg vörn. Everton heppið að fá ekki fleiri mörk á sig.
Flott skýrsla Georg. Gott að eiga svona menn í handraðanum. 🙂
Flottur sigur og Howard var stórbrotinn í markinu verð ég að segja. Gaman að sjá að Everton skora grimmt í þessum fyrsti leikjum tímabilsins og í seinustu tveimur leikjum hefur vörnin verið að bæta sig. Wolfsburg með flotta leikmenn og voru oft nærri því að skora en mér fannst samt Stones og Jagielka standa sig vel. Eto’o kom sterkur inná þegar um 20 mín eftir og hann mun reynast okkur mjög vel í vetur.
Mirallas fannst mér magnaður og hann er að bæta varnarleik sinn verulega.
Góð byrjun í Evrópu deildinni.
Það var svo gaman á pöllunum frábær leikur og erum svolítið spennt að bíða eftir leiknum á sunnudaginn Kv frá Liverpool
Greining Executioner’s Bong á leiknum:
http://theexecutionersbong.wordpress.com/2014/09/19/tactical-deconstruction-everton-4-1-wolfsburg/
Og Coleman í Europa League liði umferðarinnar að mati Goal tímaritsins:
http://www.goal.com/en-gb/news/2915/europa-league/2014/09/19/5116955/europa-league-team-of-the-week-coleman-mertens-shine-on-matchday-?ICID=HP_FT_4
Frábær leikur. Finnst pínku gleymast að Lukaku vann gríðarlega vel í leiknum. Bæði framávið en ekki síður aftur fyrir miðju. Ég held að þessi sigur hefði aldrei komið nema með vinnusemi Lukaku. Ætla reyndar ekki að hætta nema að minnast á Howard sem var í sínu HM formi. Hef litlar áhyggjur af deild, bikar og Evrópu ef menn spila svona 😉 Góðar stundir 😉 sjáumst á aðalfundi.
Ég átti ekki von á sigri og alls ekki svona stórum (bjóst við jafntefli) en frábært að byrja svona vel.
Vörnin er samt ennþá svolítið „shaky“ og þá er nú gott að hafa Howard í þessum ham. Maður leiksins að mínu mati.
Mér fannst samt eins og liðið færi aldrei úr öðrum gír eftir þriðja markið og eftir það tók Wolfsburg nánast öll völd á vellinum en fram að þriðja markinu fannst mér við mun betri.
Howard var flottur og vörnin var flott líka og hjálpaði honum gríðarlega mikið, voru að loka svæðum vel þannig að flest skotin komu fyrir utan teig. Enn og aftur flottur sigur gegn flottu Þýsku liði.
Flottur sóknarleikur hjá Everton. Meiri sókn bitnar alltaf á varnarleiknum en hann hefur verið miklu betri í síðustu 2 leikjum Everton. Howard maður leiksins en meðalmennskan alsráðandi hjá Everton sem er bara gott mál. Lukaku finnst mér ekki vera búinn að koma sér á alvöru flug en hann hefur samt lagast undanfarið. Eto er algjör snillingur og ég vill að hann spili alltaf seinni hálfleikinn ekki meir til að spara hann.