
Mynd: Everton FC.
Rétt í þessu var tilkynnt á BBC að Everton hefði keypt 15 ára gamlan miðjumann að nafni Fraser Hornby frá Northampton Town. Everton nýtti sér Elite Player Performance Plan leiðina, en hún kemur í stað gamla tribunal kerfisins sem ákvarðaði verðgildi leikmanna. Fraser kemur því til með að kosta £65.000 upphaflega en sú upphæð gæti farið í £1.3 milljónir ef hann nær að leika 100 leiki í Úrvalsdeildinni fyrir Everton.
Stjóri akademíu Northampton sagði þá hafa blendnar tilfinningar gagnvart þessari sölu: „He is going to a fantastic club with a proud record of producing young players. We always want to keep our best players, but under the EPPP if a player is wanted by a Premier League club then it is just about impossible for us to resist, given the processes set out as part of the EPPP“.
Klúbburinn á enn eftir að staðfesta þessar fréttir en líklega fer hann beint í akademíuna (sjá mynd) og fær vonandi fljótt tækifæri með U18 ára liðinu.
Comments are closed.