Browning stimplar sig inn í landslið Englands U21

Mynd: Everton FC.

Ungliðinn okkar, Tyias Browning (sjá mynd), var að spila sinn fyrsta leik fyrir enska U21 árs landsliðið en þeir sigruðu Katar U21 3-0 í upphafsleik sínum í tíu liða Toulon Tournament móti. Ekki mæddi mikið á Browning í vörninni í leiknum en hann var næstum búinn að skora tvisvar fyrir England. Luke Garbutt spilaði lungað úr leiknum líka. Þeir mæta Brasilíu næst, svo Suður-Kóreu og loks Kólumbíu (allt U21 árs lið).

Samningur Ibou Touray úr akademíunni var ekki framlengdur en markverðinum Mateusz Taudul og markamaskínunni Conor McAleny hefur verið boðinn nýr samningur.

Klúbburinn heldur áfram yfirliti sínu yfir tímabilið með birtingu á yfirliti annars vegar yfir desember-janúar og hins vegar febrúar-mars. Áður höfðu þau birt ágúst-september og október-nóvember.

Fjórði hluti viðtals Roberto Martinez við marga af helstu Everton bloggurum (sem rætt hefur verið um nýlega á þessari síðu) er að finna hér (áður birt: hluti 1hluti 2 og hluti 3).

Comments are closed.