Vellios farinn

Mynd: Everton FC.

Roberto Martinez staðfesti að sóknarmaðurinn ungi Apostolos Vellios sé farinn frá klúbbnum en Moyes fékk Vellios til félagsins árið 2011 (þá 19 ára að aldri). Hann gaf honum þriggja ára samning sem nú hefur runnið sitt skeið á enda og var ákveðið að framlengja ekki. Sögusagnir höfðu verið uppi um að hann hefði átt við eitthvert attitude vandamál að stríða þar sem hann meðal annars neitaði nokkrum sinnum að fara að láni til félags í neðri deild til að öðlast meiri reynslu. Martinez vildi þó ekki meina að það væri raunin og sagði: „I think it’s been a disappointing season for [him] but he’s always had a terrific attitude and always a real desire to try to work hard for the team. He’s probably in a position now where, at a very young age still, he needs a new challenge and a new environment to show what he can do“.

Vellios skoraði þrjú mörk í 24 leikjum með Everton en fékk engan leik hjá Martinez og mann var farið að gruna að hann ætti ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu mikið lengur. Við þökkum annars Vellios fyrir góðar minningar og þá sérstaklega skemmtilega hjólhestaspyrnu gegn Tottenham á heimavelli sem lagði upp færi fyrir Jelavic sem náði að skora sigurmarkið gegn Tottenham á lokasekúndunum árið 2012, í mjög dramatískum leik.

Markvörðurinn ungi, Mason Springthorpe, fór einnig frá félaginu en samningur hans var einnig á enda. Þessi ungi 19 ára markvörður náði aðeins að verma bekkinn hjá aðalliðinu í örfá skipti.

Comments are closed.