Mynd: Everton FC.
Síðasti leikur tímabilsins er gegn Hull á útivelli á morgun (sunnudag) kl. 15:00 en allir leikir síðustu umferðar deildarinnar fara fram þá. Hvorugt liðið hefur að nokkru að keppa þar sem Everton hefur tryggt sér sæti í Europa League (nema ef Tottenham myndi óvænt ná að vinna upp 19 marka mun og þrjú stig). Ef marka má BlueKipper þýðir þetta u.þ.b. 89M punda sem Everton fær fyrir 5. sætið.
Hull hafa jafnframt (naumlega) tryggt áframhaldandi veru sína í Úrvalsdeildinni og verða því afslappaðir í leiknum. Ljóst er þó að Hull munu mögulega nota tækifærið og hvíla einhverja menn þar sem næsti leikur þeirra á eftir er úrslitaleikur í FA bikarnum gegn Arsenal. Kemur í ljós hvað þeir gera. Everton aftur á móti koma örugglega vel stemmdir og sterkir til leiks (eftir því sem meiðsl leyfa) en þeir vilja — eftir tap gegn City síðast — örugglega ekki enda tímabilið með tapi — sérstaklega þar sem þeir geta sett enn eitt stigamet Everton í Úrvalsdeildinni.
Eitthvað var rætt um að Pienaar og Distin gætu náð leiknum gegn Hull og jafnvel Traore en ég held að uppstillingin verði: Howard, Baines, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Osman, Barkley, Naismith, Lukaku.
Klúbburinn rifjaði upp í tilefni leiksins tvo skemmtilega leiki gegn Hull, til dæmis: 2-2 jafntefli (sjá vídeó) eftir að hafa lent 2-0 undir á útivelli í september 2008 og 5-1 sigur (sjá vídeó) í mars 2010.
Í öðrum fréttum er það helst að Dixie Dean Wall of Fame veggurinn var afhjúpaður. Einnig var Steven Naismith valinn leikmaður aprílmánaðar eftir að hafa skorað tvö mörk í þremur sigurleikjum Everton í mánuðinum (sjö sigurleikir í röð samtals). En uppskerushátíð Everton var einnig haldin á dögunum og þar var Coleman valinn leikmaður tímabilsins af bæði klúbbnum og leikmönnum. Barkley átti mark tímabilsins (gegn Man City) og var einnig valinn ungliði ársins, annað árið í röð, Tyias Browning var valinn leikmaður U21 árs liðsins og Ryan Ledson, fyrirliði enska U17 ára landsliðsins, leikmaður ársins í akademíunni. Stjórinn Martinez var fyrir valinu þegar kom að Chairman’s Blueblood verðlaununum.
Af ungliðunum er það að frétta að U18 ára liðið okkar tapaði 1-2 fyrir United U18 í leik sem batt enda á 11 leikja sigurgöngu liðsins. Úrslitin skiptu svo sem ekki miklu máli þar sem liðið hafði þegar tryggt sér pláss í undanúrslitunum og mætir Tottenham U18 þann 11. maí. Mark Everton í leiknum skoraði Harry Charsley sem reyndist jöfnunarmarkið en United skoraði sigurmarkið á 81. mínútu.
Og áðurnefndur, Ryan Ledson, var fyrirliði í 3-0 sigurleik enska U17 ára landsliðsins gegn Möltu en strákarnir tóku þar með forystuna í A riðli þar sem Holland U17 rétt marði Tyrkland U17. Félagi Ledson, Jonjoe Kenny, spilaði einnig allan leikinn.
En, Hull næst. Klára þetta tímabil með style!
Núna endum við leiktímabilið með sigri og förum í fyrsta skipti yfir 70 stig
1-3 Jelavic-Lukaku,Naismith og Ozzy
við vinnum auðvitað endum tímabilið með stæl
2-3
Lukaku, Baines, Stones.
Uppstillingin komin:
http://everton.is/?p=7298