Mynd: Everton FC.
Uppstillingin fyrir Sunderland leikinn: Howard, Baines, Distin, Stones, Coleman, McCarthy, Barry, Deulofeu, Naismith, Osman, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Alcaraz, Hibbert, McGeady, Mirallas, Barkley, Garbutt. Sem sagt: Enginn Jagielka, frekar en undanfarnar vikur en Osman búinn að jafna sig af augnmeiðslunum.
Fyrri hálfleikur tiltölulega rólegur að mestu og ekkert of mikið af færum. Varnarmenn Everton gáfu reyndar tvisvar færi á sér með slæmum sendingum aftur á Howard en ekkert kom úr því. Hinum megin voru varnarmenn Sunderland, og þá helst bakverðirnir, í miklum vandræðum með léttleikandi leikmenn Everton, Deulofeu sérstaklega. Andy Johnson fékk gult í glímunni við hann snemma og var heppinn að sleppa við annað eftir tæplega hálftíma leik.
Everton átti tvö skot á mark á fyrstu 10 mínútunum, en bæði fóru beint á markvörðinn. Stuttu síðar sá Baines hlaupið hjá Naismith inn í teig og þegar Naismith fékk boltann stoppaði hann snögglega og sneri við, skildi varnamanninn eftir og náði skoti beint fyrir framan markið af stuttu færi. Skotið hins vegar yfir slána og illa farið með gott færi. Þarna hefði staðan átt að vera 1-0.
Eftir um hálftíma leik kom besta færi Sunderland í leiknum þegar Baines gaf slæma sendingu aftur á Howard sem Borini komst inn í og náði að taka boltann framhjá Howard en skotið af þröngu færi hægra megin bjargað á línu af Stones sem kom hlaupandi og reddaði málunum. 1-1 hefði staðan átt að vera þar.
Everton með 56% possession eftir 35 mínútur og átti eftir að aukast aðeins þegar leið á fyrri hálfleikinn (hálfleikurinn endaði í um 60%).
McCarthy sýndi einnig frábæran varnarleik þegar hann stoppaði skot með skriðtæklingu eftir að Johnson komst upp hægra megin í teig óvaldaður og var næstum búinn að ná skoti á mark.
0-0 í hálfleik. Everton með fleiri skottilraunir (tíu samtals og tvær á mark vs fimm hjá Sunderland og eina á mark) en Sunderland aðeins betri færi en Everton.
Seinni hálfleikur svipaður og sá fyrri, allavega fram að marki Everton. Deulofeu hélt áfram að leika bakvörð Sunderland illa og í byrjun seinni hálfleiks tók hann skærinn og stakk hann svo af hægra megin. En eitruð fyrirgjöf hans var stoppuð af Mannone sem kastaði sér niður til að grípa boltann áður en sóknarmenn Everton kæmust í hann.
Sunderland litu út fyrir að vera að komast betur inn í leikinn upp úr seinni hálfleik og náðu að skapa smá pressu og glundroða í vörn Everton, sem hélt þó.
Barkley inn á fyrir Osman en Sunderland voru enn að bæta í pressuna, náðu nokkrum hættulegum hornum og svo fyrirgjöf sem Howard breytti stefnunni nóg til að Ki skallaði rétt framhjá stönginni.
Deulofeu stakk hægri bakvörðinn aftur af á 59. mínútu og komst upp að marki en enginn náði fyrirgjöfinni (kannski var þetta skot hjá honum, ekki viss?)
Howard tók langt útspark á 61. mínútu og Mannone, markvörður Sunderland, fór í skógarhlaup að reyna að hreinsa en endar á að skalla boltann aftur fyrir sig og setur Naismith í dauðafæri en skot hans úr jafnvægi yfir markið, með varnarmann fyrir framan sig. Sunderland stálheppnir að fá ekki á sig mark!
Lukaku átti fyrirgjöf frá vinstri sem tekur Mannone út úr leiknum en skotið frá Barkley á fjærstöng alls ekki nógu gott.
Alonso átti skot af mjög löngu færi á 66. mínútu en Howard með þetta. Ki reyndi það sama á 70. og þó Howard hefði misst boltann frá sér náði hann að bregðast fljótt við og eyða þeirri hættu.
Á 75. mínútu kom markið og þar spilaði stóra rullu Deulofeu, sem fór enn einu sinni framhjá bakverði Sunderland (eins og hann hafði gert nánast að vild í öllum leiknum), gaf fyrir og í þetta skiptið reyndi Wes Brown að hreinsa en stýrði í staðinn boltanum framhjá Mannone. Sjálfsmark. 0-1 fyrir Everton. McGeady inn á fyrir Deulofeu á 77. mínútu og sá kom með hraða í skyndisóknirnar en Everton áttu eftir að ná tvisvar til þrisvar skyndisókn manni fleiri en fóru illa að ráð sínu í hvert skipti.
Sunderland settu strax allt á fullt eftir markið og settu pressu á Everton, enda urðu þeir að ná þremur stig úr leiknum. Þær voru því taugatrekkjandi síðustu 15 mínúturnar eftir hvert hornið og aukaspyrnuna hjá Sunderland á fætur annarri, en þeir eru með sinn Baines (Sebastian Larson) sem er eitraður í föstum leikatriðum enda hafði maður á tilfinningunni að það væri besti séns Sunderland til að skora því lítið bit var í framherjum þeirra og flest af færum þeirra skot af lögu færi. Það fyrsta varði Howard og var hreinsað út úr teig. Ki fékk boltann inn í teig stuttu síðar en lúðraði honum langt upp í stúku af sæmilega hættulegum stað. Conor Wickham náði svo skoti rétt utan teigs en Howard kastaði sér niður til að stoppa það. Borini einnig með skot af löngu sem fór rétt framhjá stönginni.
En, allt kom fyrir ekki og Everton hélt þetta út, náði þremur stigum úr leiknum og tók fjórða sætið af Arsenal, en bæði lið hafa nú spilað jafn marga leiki. Þetta er jafnframt nýtt stigamet Everton í Úrvalsdeildinni — sem er alls ekki slæmur árangur hjá Martinez á sínu fyrsta tímabili. Barry slapp auk þess við gult spjald, sem þýðir að hann lendir ekki í tveggja leikja banni þar sem gulu spjöldin núllstillast eftir þennan leik.
Sjöundi sigurleikur Everton í röð í deild og þó spilamennskan hafi aldrei náð sömu hæðum og á móti Arsenal gerðu þeir rétt nóg til að taka þrjú stig.
Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 6, Distin 7, Stones 6, Coleman 7, McCarthy 7, Barry 7, Deulofeu 8, Osman 6, Naismith 7, Lukaku 6. Varamenn: Barkley 6, McGeady 6.
Deulofeu búinn að vera góður pínuóheppinn en átti stóran þátt í markinu. Kannski maður leiksins. (þegar þetta er skrifað þá sýnir klukkan 79:06 í leiknum)
það var alltaf vitað mál að Sunderland myndi berjast fyrir lífi sínu og við áttum í erfiðleikum með þá í dag, mér fannst við bara ekki með hugann við þetta. En það er samt sætt að fá 3 stig fyrir svona spilamennsku. Ég hélt hreinlega að það ætlaði bara ekki að hafast 🙂 Til hamingju allir með fjórða sætið og við verðum að hanga á því til enda 🙂
Þetta var argasta hörmung á að horfa!!! Feginn að fá stigin þrjú en í raun og veru áttum við ekkert skilið úr þessum leik.
Sætur sigur í höfn, við heppnir að fá ekki á okkur „nokkur mörk“, en Sunderland móuðust eins og MoFo. Fjórða sætið staðreynd og hanga á því eins og enginn sé morgundagurinn. Go Toffees 🙂
Skýrslan komin.
Finnur, Adam Johnson er reyndar ekki hægri bakvörður hjá þeim en það var hann sem fékk spjaldið fljótlega og var heppinn að fá ekki annað fljótlega 🙂
Ég var að tala um Bardsley.
Nei, heyrðu. Ég sé að þetta er rétt hjá þér. Laga það.
Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég er bara hálf dofinn af spennufalli eftir að hafa horft á þennan leik… 🙂
já ekki að þetta skipti miklu máli en þessi leikur tók rosalega á taugarnar 🙂
Velkomnir aftur niður á móður jörð!
Hver sagði að við værum komnir niður eftir sjöunda sigurleikinn í röð? 🙂
Frábært að vinna þennan leik. Heilladísirnar eru loksins farnar að snúast með Everton. Skil samt ekki hvað leikmennirnar fá háa einkunn t.d. Stones bjargar marki fær bara 6 og aðrir fá sumir frekar háa einkunn. Fannst Everton ekki mjög góðir í þessum leik en það er skiljanlegt eins og Sunderland spilar en náum að halda hreinu sem er frábært. Vel Stones mann leiksins Spánverjinn allt of eigingjarn skil ekki að hann sé með 8 of mikið annars voru leikmennirnir frekar jafnir.
Góð 3 stig, vorum ekki góðir og ekki lélegir, Sunderland eins og fram hefur komið að berjast fyrir lífi sínu og ég held að síðasti naglinn hafi farið. Allavega hálfa leið niður í dag hjá þeim, en góð úrslit þrátt fyrir hugmyndasnauðan leik hjá Everton.
Það er frábært að fá 3 stig úr leikjum sem ekki spilast vel eins og í dag en 4. sætið gefur manni rosalega góða tilfinningu. Nú er bara að halda áfram og ná í 3 stig á móti Crystal Palace á miðvikudaginn og sjá svo hvert þetta getur leitt okkur í framhaldinu. Til hamingju allir með nýtt stigamet í EPL.
C.O.Y.B
Kannski verður mér að ósk minni að Martinez verði valinn besti stjóri ensku deildarinnar fer samt hvernig leikurinn fer á morgun hjá Liverpool og City. Ef Liverpool vinnur ekki ensku þá á að velja Martinez besta stjórann ekki spurning jafnvel þótt liverpool vinni deildina.
Svakalegt að horfa á leikinn, væri mjög svekktur ef ég væri stuðningsmaður Sunderlands. Vantar alla ákveðni, hrein heppni að vinna á sjálfsmarki. Gengur vonandi betur gegn Crystal Palace. Alltof algengt hvað okkur gengur illa gegn liðum í neðri hlutanum.
Og ef liverpool endar í öðru eða þriðja sæti af hverju ætti þá ekki að veljja Brendan Rodgers sem stjóra ársins? Liverpool var í 7 sæti í fyrra en eru á toppnum þegar að ég skrifa þetta. Margir hér héldu því líka fram fyrir tímabilið að hópurinn sem Martinez hefur sé sterkari en sá sem að Rodgers hefur. Sem ætti að gera þetta enn stærra afrek í þeirra augum.
En ég vona að bæði merseyside liðin endi í topp 4. Við í fyrsta en þið í fjórða 😉
Það væri ekki ónýtt að sjá tvö Merseyside lið í Champions League á næsta tímabili. It would be like the good old days. 🙂
Sammála Steingrími að þetta er frábær framistaða hjá Rodgers og Martinez, ég var og er á þeirri skoðun að Martinez sé með sterkari hóp í höndunum, sé það reyndar með bláu augunum.
Erfitt að bera þessa tvo hópa saman því styrkleikarnir eru svo ólíkir. Everton t.d. með frábæra varnarlínu en Liverpool frábæra sóknarlínu. Finnst samt athyglivert að þrátt fyrir að Liverpool sé með *tvo* markahæstu menn deildarinnar eru þeir ekki nema 8 stigum á undan þegar 5 leikir eru eftir.
þeir rauðu hafa meira að segja fengið að velja sér sinn mann í dómgæsluna í dag, þá er ekki að sökum að spyrja 🙂
Helsti munurinn á Liverpool og Everton að Liverpool hefur stundum dómarann í vasanum. Soarez átti að fá rautt og city að fá 2 viti og Soarex 1 en samt ekki þá átti vera búið að reka hann af áður. Hvernig getur mönnum dottið í hug að Everton sé með sterkari hóp en Liverpool skoðið bara eyðsluna hjá liðunum síðustu 5 ár LIVERPOOL EYÐIR MÖRGUM SINNUM MEIRA Í LEIKMENN EN Everton. Þess vegna skil ég ekki af hverju árangur Martinez sé verri en Rogders en hann má vinna ef Liverpool vinnur deildina annars Martinez mín skoðun.
Það er alveg rétt að Everton liði gengur alltaf mjög ílla með liðin sem eru í neðrihluta deilarinnar.En þetta er frábært hjá Everton að taka 7 leiki í röð án þess að taba.Vonandi að þetta haldi bara áfram hjá okkur og við tökum 4 sætið.Þeir eru bestir
Ég get ekki verið sammála að Everton hafi verið slakir í gær, mér finns í rauninni afrek að vinna Sunderland á þeirra heimavelli. Þeir eru í harðri fallbaráttu og þeir börðust eins og ljón í leiknum. Ég sá að Howard fékk 6 hjá Sky, mér finnst hann eiga meira skilið en það. Mér fannst hann mjög traustur í markinu og sýndi að hann er frábær markmaður með mikið sjálfstraust.
Finnur, það er ekkert merkilegt við það að það muni ekki fleiri stigum á okkur og liv, liðin fá jú ekkert fleiri stig fyrir að skora fleiri mörk 🙂
Liverpool eyðir meira því að þeir hafa unnið sér inn aurinn. Annað en olíuklúbbarnir 2. Svo er Everton ekki með betri hóp en besta lið englands.
er þetta væl um peminga eyðslu orðið leiðinlegt þetta er eins og á leikskóla (pabbi minn er sterkari en þinn) svona er veruleikinn í dag verðum bara að lifa við það
Ég man ekki betur en að Liverpool hafa líka hagnast vel á olíuauðnum á undanförnum árum? Til dæmis þegar góður slatti af olíuauð Chelsea fór í að kaupa handónýtan Torres af ykkur á 50M punda. Ég gapti af undrun þegar ég las þá frétt, upphæðin var svo fáránlega stór fyrir mann sem var varla skugginn af sjálfum sér. Þeir olíupeningar fóru svo beint í að kaupa Suarez þannig að gengi Liverpool á núverandi tímabili er að miklu leyti tilkomið vegna olíauðs og gjafmildi Chelsea.
Og nú er mér ekkert sérstaklega ummunað að verja Chelsea og City en það er ágætt þegar menn ætla að gagnrýna fjáröflunarleiðir annarra liða að horfa sér nær fyrst. Í því samhengi bendi ég á að Standard Chartered Bank (SCB) er einn helsti styrktaraðili Liverpool en sá banki var fyrir ekki svo löngu gripinn glóðvolgur við fjárþvætti (höfðu í um áratug hagnast um verulegar fjárhæðir á ólöglegu athæfi) og lauk því dómsmáli með því að greiða stóra sekt.
„SCB’s actions left the U.S. financial system vulnerable to terrorists, weapons dealers, drug kingpins and corrupt regimes, and deprived law enforcement investigators of crucial information used to track all manner of criminal activity.
— Tilvitnun: New York State Department.
Og þeir sjá greinilega ekki að sér…
http://www.bbc.com/news/business-28860566
Veit ekki… held ég myndi kjósa tékka frá olíufursta fram yfir sömu frá Standard Chartered. #yppi öxlum#
Hvað um það. Tek annars heilshugar undir með því sem Gunni D segir hér í næstu færslu (kl. 17:51). 🙂
Hey strákar, Hull var að koma sér í úrslit FA cup. Við eigum þá í síðasta leik.Þeir mæta varla á fullu blasti í þann leik. Þetta ræðst örugglega allt í síðustu umferðinni. Góður sigur í gær. Góðar stundir.
Núna ertu bara að snúa út úr orðum mínum Finnur. Liverpool eyðir pening sem það vinnur sér inn með að vinna titla, peningum sem það fær fyrir að enda ofarlega í deildinni. Eignast fullt af stuðningsmönnum sökum þess og fær risastóra sponsa einnig. En þú veist þetta allt þannig að ég skil ekki alveg kommentið þitt. Liverpool keyptum Torres fyrir sinn pening, gerðu hann að einum allra flottasta framherja heimsins og olíuklúbburinn kom með risatilboð sem ekki var hægt að hafna.
Ég held að það sé öllum morgunljóst hvað þú áttir við. Ef þú vilt halda því fram að Liverpool hafi ekki fengið neina „olíupeninga“ (eins og þú myndir kalla það) fyrir söluna á Torres og að kaupin á Suarez hafi verið fyrir einhvern FA bikar sem kom í hús 5 árum áður þá er þér frjálst að gera svo. En allt þetta peningasnobbs-tal er svolítið annkannalegt í ljósi sögunnar.
Við unnum okkur inn peninginn sem við fengum fyrir Torres með því að gera hann að einum besta striker heimsins.
Það sem ég kalla „olíupeninga“ er tilvísun í sugar daddy peningana sem chelsea og city fá alveg sama hvað. Liverpool varð ríkt. Chelsea/City urðu rík. Skiluru? Eða langar þig bara að rífast?
Veistu. Ekki svara þessu. Eg kom hingað inn eingungis til að svara einu kommenti og óska ykkur til hamingju með 4 sætið. Ég vonaði svona hálfpartinn að þið tækuð það en núna vona ég það svo sannarlega ekki. Og eftir að hafa skoðað fixtures þá sé ég líka að það er frekar ólíklegt, en samt ekki ómögulegt
Ég var bæði sammála þér með að það væri gaman að sjá Merseyside klúbbana báða í Champions League (for old times sake) og að það sé erfitt að horfa framhjá því að Brendan Rodgers hljóti að vera stjóri ársins — svona í ljósi þess hversu vel hópurinn, sem mér finnst reyndar lakari en City hópurinn, hefur smollið saman hjá Liverpool á tímabilinu.
Ég er hins vegar hjartanlega ósammála því að Torres hafi verið einhver world class striker _þegar hann var seldur_, eins og sú staðreynd að hann skoraði ekki mark í úrslitakeppni HM rétt áður en hann var seldur sýnir (og frammistaðan hjá Chelsea eftir sölu). En þú ert greinilega annarrar skoðunar og allt í lagi með það.
Finnur minn, nú ert þú kominn á hálan ís, ég held þú þurfir stundum að setjast niður og draga djúpt andann áður en þú byrjar að skrifa. Torres skoraði 65 mörk í 102 leikjum fyrir liverpool, ef hægt er að kalla það handónýtt þá heiti ég Þorbjörn Sigvaldason. Síðan gleymir þú því að við fengum 22-3 millur fyrir Lescott frá City(olíupeningar) og 12-15 millur fyrir Rodwell (líka olíupeningar) sem var búinn að vera meiddur hjá okkur meira og minna í 4 ár og hefur verið meiddur síðan. Ég óska Liverpool mönnum til hamingju með árangurinn í vetur og vil að við viðhöldum sama vingjarnlega ríg og ríkir í borginni okkar á milli þessara stórvelda. Áfram Everton 🙂
Fótbolti er business og eigendur Chelsea og City brutu engar reglur með olíupeningunum, mér vitanlega. Það sem ég var að benda á er að það kemur svolítið undarlega út að stuðningsmenn kvarta yfir því að það séu olíupeningar í spilinu á sama tíma og liðið þeirra hagnast verulega á sömu peningum. That’s it. Veit vel af Rodwell/Lescott peningunum — en ef þú lest þráðinn aftur sérðu mig hvergi kvarta yfir því að olíupeningar séu í spilinu. Þetta er jú bara business.
Ég tók það líka mjög skýrt fram að _þegar Torres var seldur_ var hann enginn world class striker. Hann hafði þá átt við meiðsli að stríða sem höfðu rænt hann sprengikraftinum og var að nálgast núll í sjálfstrausti. Þetta sást greinilega í úrslitakeppni HM fyrir söluna til Chelsea (Torres með ekkert mark þrátt fyrir að leika með besta landsliði heims sem fór alla leið í úrslit og vann) og aðeins eitt mark á sínu fyrsta tímabili með Chelsea undirstrikar það enn frekar.
Torres hefur átt eitt sæmilegt tímabil síðan með Chelsea en ekkert sem réttlætir 50M punda verðmiða. Í dag er hann búinn að skora einu marki fleiri á tímabilinu en Steven nokkur Naismith. Og við vitum nú hver verðmiðinn á honum var. 🙂
Uppfært: Hér er grein á BBC sem bendir á það að Torres hljóti að teljast flop þegar litið er til verðmiðans…
http://www.bbc.com/sport/0/football/27171297
PS. Ég er alveg sultuslakur, Diddi minn. 🙂 Hélt að akkúrat svona rökræður væru partur af rígnum sem þú talar um. 🙂
Ætla menn á Ölver á miðvikudaginn að horfa á Everton mæta Crystal Palace? Verð í borginni og stefni á að mæta.
Ég veit ekki betur… það hefur verið mæting á alla leiki á tímabilinu hingað til á Ölveri og alltaf svolítið sérstök stemming á kvöldleikjunum, þannig að já, ég myndi reikna með því.
Bæði Coleman og Stones í liði vikunnar að mati BBC:
http://www.bbc.com/sport/football/27012000
Auðvitað mæta allir á miðvikudag og hlakka til að sjá sveitastrákinn kv Baddi.
Mér finnst við eigum að horfa á að ná 3. sæti núna af Man City. Við erum 4 stigum á eftir þeim og þeir eiga eftir að koma á Goodison. Þeir eiga þó einn leik til góða á okkur en þetta er vel mögulegt.
Strákar rígur er nauðsynlegur, séra Steingrímur hefur lokið máli sínu og er alltaf velkominn hér inn, en ætti kannski að passa sig á komunum hingað ef hann er hörundssár og þolir ekki smá mótlæti á sitt lið, það sem hefur komið fram hér er þvílíkur titlingaskítur að það hálfa væri nóg, og ef menn þola ekki svona skrif þá ættu þeir að vera á einhverjum haleluja síðum en ekki á fótbolta fan síðum.
Mikilvæg 3 stig í hús. Það getur reynst erfitt að mæta þessum botnliðum þegar það er liðið svona á leiktíðna, sérstaklega á þeirra heimavelli. Ég sá því miður ekki leikinn en var það heppinn að ná akkúrat að stream´a úr símanum þegar markið koma og sá nokkrar mín í kringum það.
Þetta verður áhugaverð lokabarátta hjá okkar mönnum. Á blaði á Arsenal léttara programm. Hinsvegar eiga þeir eftir lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu, Arsenal er að mæta West Brom og Norwich í síðustu tveim umferðunum sem eru alls ekki gefins stig. Það væri gaman ef West Ham myndi ná stigi á morgun gegn Arsenal
Þar sem Liverpool hefur borist inn í umræðuna hérna, ásamt því að talað er um eyðslu, stjóra ársins, olíupeninga og fleira þá finnst mér svolítið merkileg tölfræði ef litið er á nett spend (kaup og sala) þessara tveggja liða frá 2003. Nett spend hjá Liverpool er: £198,100,000 á meðan Everton er með nett spend upp á -£7,865,500. Semsagt rúmlega 200m punda munur á Nett spend. Síðustu 5 leiktíðir hefur Liverpool verið með nett spend upp á rúmar 100 m punda meira en Everton. Svo ég myndi seint segja að Liverpool væri ekki að eyða neinu umfram það sem þeir eru að vinna sér inn. Þeir eru klárlega að eyða töluvert meiri fjármuni í leikmannakaup en við og þessvegna má ekki gleyma að hrósa okkar mönnum að halda þeim fyrir neðan okkur síðustu 2 árin. Ég er alls ekki sammála þeirri yfirlýsingu frá þér Steingrímur að þessir peningar hafi verið fengnir út af stöðu í deildinni, bikurum og sponsor. Sé ekki að það sé 100m punda munur á þessum þrem þáttum milli Everton og Liverpool síðustu 5 árin.
Liverpool hefur spilað frábærlega á leiktíðinni, því skal ekki neita, en því skal ekki heldur neita að Liverpool hefur haft miklu meiri pening til leikmannakaupa en Everton.
Þessi langloka mín leiðir þá áliktun að ef Liverpool vinnur deildina þá finnst mér í lagi að Rogers verði valinn stjóri ársins, enda má rökstyðja það með slöku gengi liðsins í fyrra (tek samt fram að miðað við eyðslu ætti Liverpool ekki að hafa endað í 7. sæti í fyrra og finnst því ódýrt að nota það sem rökstuðning).
Finnst Martínez eiga að vera stjóri ársins ef Everton endar í 4. sæti og Liverpool hafnar í 2-3 sæti.
Það er þó nokkuð ljóst að eins og staðan er núna þá er þetta í höndunum á bæði Everton og Liverpool að klára sín markmið.
Svo mætti líka tína til 50M punda tap á rekstri hjá Liverpool á síðasta ári…
http://www.bbc.com/news/business-26433208
… og 48m punda innspýtingu frá eigendum svo hægt væri að borga lánin. Það myndi varpa svolítið skrýtnu ljósi á kommentið um að Liverpool eyði bara því sem þeir hafi unnið sér inn.
En á móti kemur að þá gæti einhver sakað mig um að vera alveg svakalega reiður, þannig að ég ætti kannski að láta það vera. 😉
slakaðu á Finnur 🙂
Nei, Diddi, ég er brjálaður! En áður en ég rústa öllu er rétt að koma því að að Executioner’s Bong eru búnir að gefa út greiningu á Sunderland leiknum…
http://theexecutionersbong.wordpress.com/2014/04/14/sunderland-deconstruction-palace-preview/
… sem einnig inniheldur nokkrar hugleiðingar um Crystal Palace leikinn annað kvöld.
Þetta eru skemtilegar umræður á milli ykkar. Það er margt gott sem þið eruð að tala um. En um stjóra mér finnst hann Brendan Rodgers vera góður stjóri hann er einn af þeim sem kæmu til greina sem stjórar ársins. Martínes okkar maður á brúni hann ætti það allveg skilið. Þvílikt starf sem hann er búinn að vinna. En að leiknum á morgun, Crystal Palace sá leikur á að vinnast. En við vitum að Everton á það til að mistaka sig. En ég segi að við vinnum. Og svo er leikurin við Man ud þann 20 Apríl það sýnir að okkur gengur betur með betri liðinn. kv þorri verð ekki í bænum góða skemtun á ölveri ÁFRAM EVERTON
Ég er alls ekki sammála því að Everton eigi það til að mistakast. Kannski á árum áður þegar Moyes var með okkur en ekki núna með Martinez, ekki séns!
Við höfum aldrei áður verið í þessari stöðu og engin ástæða til að fara að gera mistök núna. Við höfum alla ástæðu til að vera bjartsýnir og enga ástæðu til svartsýni, ég segi 2-0 sigur gegn Crystal Palace.