Mynd: Everton FC.
Martinez hvíldi nokkra úr aðalliðinu fyrir bikarleikinn við QPR: Howard, Baines, Pienaar, Mirallas og Lukaku og uppstillingin því: Robles, Oviedo, Stones, Alcaraz, Coleman. McCarthy og Barry á miðjunni; Naismith og Osman (fyrirliði) á köntunum; Barkley fyrir aftan Jelavic frammi. Varamenn: Howard, Hibbert, Heitinga, Pienaar, Mirallas, Vellios, Lukaku. Tíu leikmenn QPR höfðu reynslu úr Úrvalsdeildinni, til dæmis Assou-Ekotto, sem er að láni frá Tottenham og Joey Barton, sem flest áhugafólk um knattspyrnu ættu að þekkja.
Leikurinn var ekki sýndur neins staðar og því hefur maður eingöngu það sem maður hefur lesið á netinu til að byggja á. En ég held það sé skemmst frá því að segja að QPR sáu aldrei til sólar, Everton menn skoruðu tvö mörk í hvorum hálfleik (Barkley og Jelavic í fyrri og Jelavic og Coleman í seinni) og hefðu í raun getað unnið stærri sigur því tölfræðilegir yfirburðir voru töluverðir. Skv. BBC voru Everton menn með boltann 63% á móti 37% hjá QPR, Everton átti 27 tilraunir (þar af 12 á markið) (!) en QPR áttu þrjár (þar af ekki eina einustu sem hitti á rammann). Everton átti auk þess átta horn en QPR aðeins tvö.
Með fullri virðingu fyrir QPR þá sýnist mér sem Martinez hafi sýnt Harry Redknapp, stjóra QPR, nákvæmlega hvað þurfi að styrkja hjá QPR áður en þeir fara upp um deild, sem virkar mjög líklegt miðað við stöðuna í deild í dag.
Stóra umtalsefnið eftir leikinn er hvað eigi að gera við Jelavic núna og stuðningsfólk skiptist í tvær fylkingar, annars vegar vill fólk halda honum þar sem hann virðist kominn í gang aftur og hins vegar þau ykkar sem vilja selja. Draumastaðan væri náttúrulega ef hann væri í raun og veru kominn almennilega í gang og myndi fara að raða inn mörkum í kjölfarið og koma Lukaku á bekkinn. Það er samt ekki hægt að líta framhjá því að mótherjarnir í dag voru slakir, að tímabilið er hálfnað og hann var að skora sín fyrstu mörk. Ég get auk þess ekki séð annað en að hann sé að reyna að sannfæra væntanlega kaupendur því hann veit eins og er að tækifærin í deildinni verða ansi fá á nýju ári með Lukaku í framlínunni.
Ég verð samt að taka hatt minn ofan fyrir Húsvíkingnum Didda, sem var ansi nálægt því að spá rétt fyrir um markaskorara Everton í leiknum (hann sá ekki mark Coleman fyrir en var með Jelavic og Barkley rétta).
Hægt að hlusta á lýsinguna hér (smella á Click here to listen live):
http://www.evertonfc.com/match/report/1314/everton-v-qpr
við hljótum að vinna þetta, ég segi 3-1 og Jela með 2 og Barkley 1
góður
Diddi með Jela rétt…. okkar maður Nikica Jelavić sem við gefumst aldrei upp á…… vonandi fer hann í gang, skorar og skorar í janúar og þarf ekki að fara…..
Sá ekki leikinn (4-0) í dag var að setjast við tölvuna eftir vinnu og þetta var það fyrsta sem ég las… (var nottlega búinn að kynna mér úrslitin sko og markaskorarana, var virkilega ánægður með að Jela skuli hafa skorað tvö í dag)
Staðan orðin 1-0 Barkley á 35 mín
2-0 jelavic
Diddi þú ert nokkuð sannspár með markaskoraranna til þessa.
Við erum langflottstir, áfram Everton kv Baddi
2-0 44 mín Jelavic
68 min. Jela
3-0 68 mín Jelavic. Diddi þú ert alveg með þetta
Coleman !!!!!
4-0 78 Mín Coleman
Jelacic að brenna af víti
Hlustaði á lýsinguna, QPR átti aldrei séns, Snodin og Sharp sögðu að Joel hefði getað tekið hægindastól með sér og setið í honum allan leikinn. Jelavic kominn í gang þó hann hefði farið illa með vítið, reyndi að vippa og vera flottur, hræðilegt ef hann verður seldur núna að mínu mati. Áfram EVERTON, kv. Diddi
Leik lokið fínn sigur
Er ekki kominn tími á eina Dollu strákar,erum með frábæran mannskap og kíkjum nú á Wembley? Kv Baddi.
Sammála Didda varðandi Jelavic, ég vil halda honum, það er ekki eins og við séum með of marga framherja. Sagði það einmitt við Georg fyrir leikinn að við ættum ekki að selja hann og hann svaraði kallinu. Held að Martinez verði bara að leyfa honum að spila meira og stundum að hafa bæði Lukaku og Jelavic saman frammi.
Snilld að fá tvö mörk frá Jelavic í dag og auðvitað Barkley líka.
Skv lýsingum þá voru Alcaraz og Jones alveg sjóðandi heitir og þeir fengu hrós hvað eftir annað.
Heitinga veifaði og klappaði til áhorfenda að leik loknum sem bendir til þess að hann sé á förum.
Diddi líka alveg með markaskorarana en hann gleymdi Coleman sem átti víst enn eitt glæsimarkið.
Verður gaman að sjá hve langt við komumst í FA Cup þetta árið.
Við Norðanpiltar förum að kanna heimsókn til ykkar í borgina og á Ölver áður en langt um líður en auðvitað væri líka frábært að fá ykkur norður einhvern tímann.
http://www.thesportreview.com/tsr/2014/01/everton-4-qpr-0-roberto-martinez-doesnt-want-to-sell-nikica-jelavic/? Þessi linkur undirstrikar það sem við höfum auðvitað vitað að Martinez er enginn hálfviti, það er svo aftur annað mál hvort Jelavic krefst þess að fara, vonandi ekki.
Flottur sigur. Flott að fá tvö mörk frá Jelavic þar sem hann fékk loksins að byrja leik. Maður er búinn að vera kalla eftir því að hann fái sénsinn þar sem Lukaku hefur í nokkrum leikjum virkjað pínu þreyttur og var því alveg kominn tími á að leyfa Jelavic að sanna sig og hvíldin mjög góð fyrir Lukaku. Oviedo heldur áfram að standa sig vel þar sem hann lagði upp 2 mörk og fiskaði vítið. Barkley flottur að skora og leggja upp. Svekkjandi að geta ekki séð leikinn og bíður maður spenntur eftir að fá að sjá Extended Highlights á evertontv.
Mörkin eru komin á netið og er hægt að sjá þau hér: http://www.101greatgoals.com/goals/england/everton-4-qpr-0-barkley-jelavic-2-coleman-steers-toffees-to-an-easy-win/
takk fyrir þetta Georg 🙂
Takk fyrir linkinn Georg!
þetta er flott hjá okkar mönum.Ánæður að heira að Jelavic hafi byrjað og gert 2 mörk þetta er algjörsnild Áfram Everton
Ég vill selja Jelavic. Gott að hann stóð sig vel í leiknum þá fæst hærra verð fyrir hann. Skil ekki þessa gagnrýni á Lukaku. Hann er kannski þreyttur má alveg hvíla hann t.d. síðustu 30 mín í leik. Mér finnst hann mjög ógnandi í leikjum. Kannski hef ég ekki vit á fótbolta en Jelavic er alls ekki nógu góður fyrir Everton mín skoðun. Vonandi seljum við Heitinga líka enda hefur hann aldrei heillað mig. Finnst að menn ættu frekar að leita eftir nýjum sóknarmanni og gleyma Jelavic.
Græt þetta ekki, ef satt er:
http://www.mbl.is/sport/enski/2014/01/04/united_kaupir_engan_i_januar/
… en trúi því þegar ég sé það.
Barkley og Baines ættu að grandskoða hvernig fór fyrir Fellaini.
Stevenage-Everton í næstu umferð í Budweiserbikarnum 32 liða úrslitum.
Flottur dráttur fyrir okkur
Sáttur við það. Þeir eru neðstir í C deildinni — sem sagt: Hættulega léttur bikarleikur. Við þekkjum Stevenage úr deildarbikarnum, lentum undir og náðum að sigra 2-1.
4. umferðin í FA bikarnum er annars að finna í heild sinni hér:
http://www.bbc.com/sport/0/football/25614019
Einu Úrvalsdeildarliðin sem mætast eru Chelsea og Stoke (nema Derby nái að vinna upp tvö mörk í seinni hálfleik gegn Chelsea).
Við erum þá fjórum leikjum frá dollunni.
Finn ekki ennþá fyrir vorkunnsemi þó að ég horfi á fyrrverandi stjóra okkar ráðalausan á örvinglaðan á hliðarlínunni. Samt er ég tiltölulega aumingjagóður og samúðarfullur maður 🙂
Rakst á þessa tilvitnun á BBC síðunni í umfjölluninni um FA bikarinn:
„The discussion regarding Barkley to Man Utd is quite frankly laughable. He is already at a better team with better prospects.“
🙂
Horfði á 20 mínútna higlights úr Everton-QPR og það sést vel hve Oviedo er að standa sig vel en hann var með tvær stoðsendingar og „veiddi“ vítaspyrnuna. Coleman var alveg stórhættulegur líka og Jelavic átti amk 2 öflug skot sem voru varin nánast á línunni.
Svo virðist sem liðið allt hafi verið að spila frábæran bolta og áhugavert að QPR átti ekki skot á rammann í öllum leiknum og er nú QPR alls ekki illa mannað.
Það verður gaman að sjá hvernig Alcaraz og Stones munu standa sig í næstu leikjum en þó getur verið að Distin komi fljótlega til baka.
Næst fáum við Norwich í heimsókn, nánar tiltekið næsta laugardag og svo spilum við eftir rúma viku geng WBA á útivelli áður en við mætum Stevenage á þeirra velli í FA bikarnum. Þetta eru jú allt leikir sem við ættum alla jafnan að vinna og náum vonandi hagstæðum úrslitum áður en við förum á Anfield í kjölfarið.
Liðið að spila vel og verður einnig gaman að sjá hvort Everton muni eitthvað styrkjast nú í Janúar.
Það var auðséð á þessu 20 mín. highlights og umfjöllun ýmissa miðla um leikinn að hann hefði hæglega geta unnist með 7-8 mörkum. Greinilega frábær leikur. Tvennt sem ég velti fyrir mér eftir þennan leik: Er ekki bara málið að halda Jelavic (ef hann vill þá vera áfram), hann hefur virkað nokkuð frískur þegar hann hefur komið inn á í síðustu leikjum og gerði tilkall til að vera maður leiksins í gær eftir því sem sumir miðlar segja. Hitt sem ég velti fyrir mér er hvort Baines eigi kannski ekki sjálfkrafa heimtingu á byrjunarliðssæti miðað við frammistöðu Oviedo í desember törninni og í gær.
Vídeó-ið sem Elvar vísar í er hér:
http://www.evertonfc.com/evertontv/home/9824
Yfirburðir Everton greinilegir af þessu að dæma og 4-0 sigur kannski eiginlega heldur lítill, ef ég á að segja eins og er.
Ég held að það sé ekki rétt tímasetning að losa sig við Jelavic í janúar. Við megum ekki gleyma því að Lukaku er á láni og Kone er frá út leiktíðina. Í raun vantar okkur eiginlega framherja nú þegar þar sem bestu liðin í deildinni eru allavega með 4 strikera. Vellios er til staðar en hann hefur ekkert verið að spila og er ekki víst hvort hann sé tilbúinn að leiða framlínuna ef t.d. Lukaku meiðist. Ef Jelavic fer þá þurfum við 2 strikera í viðbót og ég vil þá ekki fá þá báða að láni. Jelavic var frábær fyrstu 5 mánuðina hjá okkur og raðaði inn mörkunum og hann hefur verið duglegur að skora hjá öllum þeim sem hann hefur spilað með. Sjálfstraustið fór alveg með hann eins og gerist oft með strikera sem eru ekki að skora en vonandi að þetta lyfti honum aðeins upp og hann fari að sína sitt rétta andlit. Hann hefði getað skorað 3-4 mörk í þessum leik, hann sýndi ákveðið sjálfstraust þegar hann chipppaði vítinu eins og Stones gerði það í pre-season og leit vel út í þessum leik. Ég segi að við eigum að gefa honum séns út tímabilið og ef hann stendur sig ekki að láta hann fara í sumar.
http://www.caughtoffside.com/2014/01/06/exclusive-man-united-ready-to-sack-manager-david-moyes-with-interim-boss-lined-up-to-take-charge-until-the-summer/
Erum mjög nálægt því að fá írskan kantmann nokkuð sprækan,hvernig lýst mönnum á það?
Diddi: Veit þú þolir ekki Man „Untied“ en verð að hryggja þig með því að hér er ekki um annað að ræða en hugaróra blaðamanns. Sést best á því að eftirmenn Moyes eru sagðir annaðhvort Giggs eða Neville. Eða eins og einhver sagði… Yeeeeah, right.
Gunnþór: Grunar að þú sért að tala um Aiden McGeady. Þekki hann ekki neitt en miðað við tölfræðina sem ég heyrði frá mjög svo mætum manni yfir (stoðsendingar+mörk)/leik þá kvarta ég alls ekki yfir því að fá hann á free transfer. Gæti jafnvel hjálpað til með blóðþrýstinginn hjá Róberti Eyþórssyni því væntanlega spilar McGeady í stöðu Steven John Naismith Róbertssonar. Just sayin’ …
Finnur, ég las þetta alveg á sama hátt og þú, það er með miklum fyrirvara, því yfirleitt fá stjórar stuðningsyfirlýsingu frá klúbbnum og jafnvel tvær áður en til brottreksturs kemur, samt gaman að henda þessu inn 🙂
Áhugaverð tölfræði sem ég var að reikna út, þökk sé fantasy.preamierleague.com. Jalavic hefur ekki spilað nema samtals 50 mínútur í síðustu 15 leikjum í deildinni. Svo það er alveg spurning hvort að Martínez fari að gefa honum aðeins meiri séns til að sanna sig. Hann nýtti tækifærið í síðasta leik með 2 mörkum og væri gaman að fá að sjá hann aðeins meira. Lukaku getur ekki spilað allar mínútur í deildinni. Fyrir mér hefur Lukaku verið þreyttur í jólatörninni enda bara skorað 1 mark í síðustu 7 deildarleikjum. Vonandi kemur hann ferskur í næsta leik enda löngu kominn tími á smá hvíld. Ástæðan fyrir að Jagielka og Distin eru meiddir tel ég vera 100% út af of miklu álagi. Það verður að passa að missa menn ekki í meiðsli því þeir eru að spila allar mínútur. Hann hefur reyndar aðeins verið að rótera í síðustu leikjum.
Aiden McGeady er sagður hægri kantmaður, hann er jafnvígur á hægri og vinstri og spilaði að jafnaði vinstra megin hjá Celtic. Hann var orðaður við Everton um 2007-8 áður en Pienaar var keyptur. Hann verður samningslaus í sumar en er kominn upp á kant við Rússana, þeir verða væntanlega fegnir að losna við hann núna í janúar þannig að hann kemur frítt sem er bara gott. Einhversstaðar las ég að Martinez hefði reynt að kaupa hann til Wigan í janúar í fyrra þannig að hann þekkir til kauða.
Mirallas getur spilað sem fremsti sóknarmaður. Hægt að setja Oviedo á kantinn og Baines í bakvörðinn. Hræðilegt að missa Spánverjann svo við mundum neyðast að nota Naismith hægra meginn samt hefur hann ekki heillað mig bara hugmynd. Þá er tilvalið að kaupa írann og setja hann á kantinn gefur fleiri möguleika. Allt í lagi að hvíla Lakaku í næsta leik og gefa Jelavic einn sjens í viðbót bara til að hækka söluverðið á honum nema hann fái sjálfstraustið aftur þá er í lagi að bíða fram á sumar en alls ekki treysta á hann mín skoðun.
Tom Ince það væri ekki leiðinlegt er það?
Stevenage leiknum verður sjónvarpað.
http://www.bluekipper.com/news/misc__news/6989-stevenage_fa_cup_tie_to_be_televised.html
Spurning hvort verði á stöð2 sport2 eða bara á netinu.
Það er á BT sports Elvar og örugglega á stöð 2 sport.
Hvernig er það líst mönnum ekkert á Tom Ince,gríðarlega flottur og efnilegur leikmaður,las í gær að Martinez væri búin að spjalla við hann og Everton væri mjög álitlegur kostur fyrir hann.
Jú, það væri gaman að sjá Tom Ince in action.
Hann hlýtur að velja Everton frekar en Swansea,
vonandi á hann þokkalega skemmtilega móður strákurinn svo hann sé þokkalega geðslegur náungi 🙂
Það er ekki einu sinni víst að Everton eða Swansea séu þeir kostir sem hann er að velta fyrir sér. Þetta er jú bara á rumor stiginu ennþá… En alls ekki láta það stoppa þig í dagdraumunum, Diddi! ;þ
#nær í poppkornið# 🙂
pabbi hans „poppar“ upp í höfðinu á mér, ógeðsleg mynd þar…….
Þessi hérna?
http://www.youtube.com/watch?v=-rcXdZpdJ6I
🙂