Mynd: Everton FC.
Everton leikur við Blackburn kl. 13:00 á morgun (lau) en þetta verður vonandi sá leikur sem við fáum að berja Arouna Kone og Gerard Deulofeu augum. Sá síðarnefndi verður þó líklega hvíldur, skv. Martinez, þar sem hann hefur ekki náð að leika mikið með hópnum síðan hann kom til liðs við hópinn (í gær) en aldrei að vita nema hann fái nokkrar mínútur. Hægt er að horfa á leikinn beint (sjá hér).
Í tilefni leiksins rifjaði klúbburinn upp nokkra klassíska leiki gegn Blackburn í gegnum tíðina, þar á meðal 0-3 sigur í mars 1996, en Blackburn voru þá Englandsmeistarar, 1-0 sigur í febrúar 2007, 3-0 sigur í september 2009 og 2-3 sigur í apríl 2010.
Að öðru leiti er ekki mikið að frétta af liðinu nema kannski helst að ungliðinn Tyias Browning (19 ára varnarmaður) skrifaði undir tveggja ára samning við Everton en hann hefur verið hjá félaginu frá 10 ára aldri og hefur verið leikjahæsti leikmaðurinn í U21 árs liði Everton undanfarið. Hann fylgir því í fótspor Matthew Pennington, Chris Long og Conor Grant sem allir skrifuðu undir atvinnumannasamning nýlega. Gott mál!
Maður verður bara spenntari og spenntari með hverjum deginum sem líður,fyrir komandi tímabil.
Segðu. Það er alltaf taugatrekkjandi að skipta um stjóra þar sem maður veit ekki hvort nýjar áherslur koma til með að renna ljúflega niður og hvernig hópurinn sem hann er með passar inn í hans hugmyndafræði. En ég er hóflega bjartsýnn.
Sammála Finni þetta getur farið allavega þannig að maður er hóflega bjartsýnn.
Ég er mjög bjartýn maður ég held að martínes eigi eftir að koma á óvart.Og haldi liðinu.Meðal 6 efstu í vetur.Við erum með manskap til þess er breidin ekki meiri núna en í fyrra.Hver er ykkar spá félagar.kveðja Þorri Everton maður.
Það er kannski fullsnemmt að spá þar sem við höfum aðeins leikið við lakari andstæðinga og ekki víst hver endanlegur hópur verður. Byrjunin lofar þó góðu.
Spái Everton í 5 sæti Manchester liðin, Chelsea og Tottenhan verða fyrir ofan ef Bale verður ekki seldur. Reikna ekki með að Arsenal kaupi stórstjörnu þetta eru 6 bestu liðin hin eiga ekki sjens. Ef Einhver verður seldur kemur bara aðrir í staðinn. Vonandi höldum við sama hópnum áfram ekki selja neinn þurfum breidd.
Þetta getur breyst mjög fljótt, til dæmis ef Bale verður seldur — eða ef Arsenal kaupir bitvarginn (og hann heldur sig á mottunni, eins ólíklegt og það kann að virðast)… tja eða ef hópur Everton veikist. Skýrist þegar nær dregur.
Rétt Finnur og ekki gleyma því að Moyes er frægur fyrir að vinna með litla peninga á milli handanna og ekki síður að ná 120% út úr leikmönnum,þannig að vonandi nær Martinez því sama út leikmönnum.Þeir eru mjög ólíkir stjórar,hvor um sig mjög góðir.
Martinez er reyndar þekktur fyrir að vinna með lítinn pening líka. Sagan mun þó dæma hann en mér finnst þetta lofa nokkuð góðu, þó maður sé náttúrulega alltaf smeykur við stjóraskipti.