Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Sunderland vs. Everton - Everton.is

Sunderland vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton mætir Sunderland á morgun kl. 14:00 en þetta er fyrsti heimaleikur Sunderland undir nýjum stjóra, Paulo Di Canio, sem er okkur að góðu kunnugur (sjá vídeó). Kann hann okkar bestu þakkir fyrir þetta atvik. Hann stýrði Sunderland í sínum fyrsta leik (gegn Chelsea) sem tapaðist en náði svo aldeilis að hrista upp í hópnum og vinna sína erkifjendur í Newcastle í síðasta leik. Engin leið að segja til um hvað gerist í þessum leik.

Moyes hefur aldrei tapað gegn Sunderland — unnið 15 leiki og gert þrjú jafntefli, sem er jafnframt besti árangur nokkurs stjóra Everton gegn einu liði (næstbesti árangur eiga tveir fyrrum þjálfarar Everton, báðir með 8 leiki án taps). Everton hefur ekki tapað í 6 síðustu deildarleikjum og haldið hreinu í fjórum af síðustu 5 leikjum (sem er það sama og síðustu 28. leiki þar á undan). Everton þarf eiginlega að vinna alla leikina 5 sem eftir eru til að eiga séns á meistaradeildarsæti en það verður þó að teljast ólíklegt og kannski rétt að stefna á UEFA sæti. Næstu tveir leikir eru þó við lið sem Everton vinnur alla jafna og kannski spurning að taka stöðuna eftir þá leiki, eins og Baines benti á í viðtali. Þess má geta að Everton er með einu stigi færra á þessu stigi tímabilsins en 2004/05 þegar liðið endaði í fjórða sætið. Aldrei að vita…

Sigur í leiknum þýðir að Everton hoppar yfir Tottenham í 5. sæti því þeir eiga ekki leik fyrr en á sunnudag (við Man City).

Það er lítið um meiðsli í herbúðum Everton, helst spurning með Osman sem verður metinn á leikdegi en ef Barkley spilar eins og gegn Arsenal er ekkert að óttast. Ég ætla að spá því að Osman hvíli og líkleg uppstilling því: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Pienaar og Mirallas á köntunum. Fellaini og Gibson á miðjunni. Barkley í holunni fyrir aftan Anichebe. Nokkuð um meiðsli hjá Sunderland. Markaskorarinn Fletcher og fyrirliðinn Cattermole frá til loka tímabils. Spurningarmerki jafnframt við Carlos Cuellar og Phil Bardsley, sem fóru báðir út af meiddir gegn Newcastle og miðjumaðurinn Craig Gardner er í banni.

Ég ætla jafnframt að spá því að Everton komist yfir með marki frá Pienaar og svo nái Sunderland að jafna en Jelavic steli sigrinum í lokin með marki á lokamínútunum.

Í öðrum fréttum er það helst að Coleman er leikmaður mars mánaðar 2013. Hann hefur vaxið mikið frá því hann kom til Everton frá Sligo Rovers á Írlandi (fyrir minna en vikulaun David Moyes-ar) og þó Coleman hafi átt frábært fyrsta tímabil þá voru margir tilbúnir að afskrifa hann eftir að hann meiddist fyrir undirbúningstímabilið í fyrra og náði sér ekki á strik í kjölfarið. Hann hefur þó aldeilis sýnt það á þessu tímabili hvað í honum býr og er fyrsti valkostur flestra stuðningsmanna í stöðu hægri bakvarðar.

Af ungliðunum: Everton U18 ára unnu Manchester United U18 0-3 með mörkum frá Ryan Ledson, George Waring og Callum Dyson. Þeir eru í augnablikinu í 5. sæti í Elite grúppu U18 ára liða en þeir eiga tvo til þrjá leiki til góða á liðin í sætunum fyrir ofan og ekki nema 2 stig í 2. sætið í riðlinum. Efstu þrjú liðin komast áfram í úrslitakeppnina.

Á morgun er hins vegar leikur við Sunderland. Hver er ykkar spá?

5 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Ég vil byrja með Jelavic inná þar sem Anichebe var einkar slakur í síðasta leik. Annars væri gaman að vinna 0-2 og Tottenham að tapa fyrir City á Sunnudag. Þá væri komin upp áhugaverð staða.
    Mirallas skorar, svo eitt er víst.

    • Elvar Örn skrifar:

      Já og eftir nákvæmnlega 5 daga verða yfir 20 íslenskir Everton félagar, jafnvel með kaldan á kantinum, á leið til Evertonborgar.

  2. Finnur skrifar:

    Elvar veit nákvæmlega hvað þarf til að fá mann til að brosa svona í morgunsárið. 🙂

  3. Halli skrifar:

    1-2 Barkley og Mirallas svo stefnum við á meistaradeildarsæti allan tímann við tökum Fulham enda sjálfir á vellinum jafnt við RS vinnum West Ham sjáum svo hvað við þurfum á móti Chelsea

  4. baddi skrifar:

    Ég ætla að spá 0-1 fyrir okkar menn, Jelavic með markið seint í leiknum. PS allir að mæta á Ölver sjáumst hressir 🙂