Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Phil Neville hættir í lok tímabils - Everton.is

Phil Neville hættir í lok tímabils

Mynd: Everton FC.

Stórfrétt dagsins er sú að fyrirliði Everton, Phil Neville, lýsti því yfir að hann myndi ekki leika með Everton á næsta tímabili. Hann var keyptur, eins og þekkt er, frá Manchester United fyrir um 3.5M punda og hefur verið hjá Everton í um 8 ár. Þó hann hafi ekki náð fyrri hæðum á tímabilinu og hafi misst hægri bakvarðarstöðuna sína til Coleman þá er mikill sjónarsviptir af Neville úr liðinu, því hann kom með aukinn baráttuanda og reif menn upp á bakhlutanum þegar á brattann var að sækja. Hann var mjög hátt skrifaður hjá Moyes enda vinnusamur, með gott viðhorf og til í að taka að sér hvaða hlutverk á vellinum sem hann er beðinn um.

Hann hefur leikið 303 leiki fyrir Everton og hefur verið fyrirliði liðsins síðan 2007. Hann skoraði ekki mörg mörk á ferlinum fyrir Everton (8 talsins) en þau sem hann skoruðu voru yfirleitt afskaplega mikilvæg eða sérlega glæsileg. Þar má nefna glæsimark hans sem sló út West Brom í deildarbikarnum, sem var valið mark Everton á síðasta tímabili, glæsimark gegn Úlfunum af löngu færi og mörk hans úr vítaspyrnum í FA bikarnum (þ.m.t. gegn Man United sem hjálpaði Everton að komast í úrslit í FA bikarnum og vítaspyrnan sem sló út Chelsea á útivelli í sömu keppni). Hægt er að sjá vídeó af mörkunum hér, sem og fræga tæklingu hans á Ronaldo.

Neville er einn af aðeins 7 leikmönnum sem hafa spilað 500 Úrvalsdeildarleiki eða meira. Hann hefur nefnilega haldið sér ágætlega við, þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall og er í ágætis formi — enda segist hann ekki vera hættur að spila fótbolta. Hann er einn af þeim sem hefur rætt það að fara mögulega niður um deild til að fá að spila reglulega. Einnig er hann að taka þjálfurnargráðu og hefur verið viðloðinn þjálfun unglingalandslið Englands.

Phil Neville hefur auk þess verið dyggur þjónn Everton í gegnum árin og góður talsmaður fyrir liðið. Við þökkum Neville kærlega fyrir allar minningarnar og framlag hans til klúbbsins og vonumst til að sjá hann mögulega í þjálfunarstarfi tengdum klúbbnum á komandi árum.

13 Athugasemdir

  1. Georg skrifar:

    Ég held að þetta hafi verið rökrétt ákvörðun að leiðir skyldu skilja á þessum timapunkti fyrir báða aðila. Neville hefur gefið liðinu mjög mikið í gegnum árin og það verður alls ekki tekið af honum. Hann verður seint talinn framúrskarandi knattspyrnumaður, hinsvegar hefur hann aðra kosti sem hafa vegið stórt upp á móti, einna helst dryfkrafturinn hans bæði inn á vellinnum að rífa menn áfram, einnig utan vallar og í búningsklefanum, hann er sannur fyrirliði.

  2. Halli skrifar:

    Ég vona að við eigum eftir að sjá kappann aftur að störfum fyrir Everton hann hefur svo mikla leiðtogahæfileika og vinnur menn með sér. Ég á eftir að sakna hans í nr 18

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Gott mál.

  4. Finnur skrifar:

    Nokkrar skemmtilegar minningar af Neville í rituðu máli (ekki langt):
    http://www.evertonfc.com/evertoninteractive/when-nev-became-a-blue

  5. þorri skrifar:

    góður hjá góðu félagi ég held að það væri gott að hafa svona góðan nagla hann getur ýmislegt.

  6. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    ég man ennþá hvar ég var staddur þegar við fengum þenna aula til okkar vegna þess að það var góður vinur minn (liverpool stuðningsmaður) sem hringdi hálfhlægjandi til mín og óskaði mér til hamingju. Ég hef ekki lesið lengi eins gleðilega frétt og þessa um að hann sé að fara og vona að hann eigi aldrei eftir að stíga fæti inn á Goodison Park framar. Hann er búinn að vera dragbítur á okkur í gegnum tíðina með einstaka undantekningum þó……..

  7. Gunnþór skrifar:

    Sammála Halla mikill leiðtogi,ósammála SIgurjóni þó hann sé ekki flinkasti leikmaður sem hefur spilað með Everton þá er hann búinn að stoppa ófáar sóknirnar fyrir okkur og hefur verið mikill drifkraftur fyrir liðið og ósérhlýfinn,held að þetta sé samt réttur tímapunktur fyrir hann að fara á næsta level fyrir neðan tempolega séð.

  8. Ari G skrifar:

    Frábært hann kann að hætta á réttum tíma. Vonandi kemur hann aftur til að vera t.d. ráðgjafi.

  9. Einar G skrifar:

    Ég var nú drullustressaður þegar Neville kom á sínum tíma og skyldi ekki þessi kaup. En hann hefur leitt liðið af miklum sóma finnst mér og þó hann eigi það til að vera ótrúlega mistækur er hann yfirleitt mjög traustur og maður sér að liðið fylgir honum. Hárréttur tími hjá honum að hætta núna, tweetaði David James ekki að hann væri velkominn í ÍBV, væri gaman að sjá hann í sumar þar 🙂

  10. Elvar Örn skrifar:

    Jagielka tekur við sem fyrirliði skv. eftirfarandi :
    http://www.mbl.is/sport/enski/2013/04/12/jagileka_naesti_fyrirlidi_everton/

  11. Finnur skrifar:

    Var það nú ekki bara formsatriði að Jagielka tæki við? 🙂

    „King Phil is dead! Long live King Phil!“

  12. Gunni D skrifar:

    Amen.

  13. Ari S skrifar:

    Phil er frábær karakter og hefur staðið sig vel fyrir Everton. Hans kostur og kannski um leið hans dragbítur var hversu fjölhæfur leikmaður hann er.

    Hann hefur hingað til getað spilað í mörgum stöðum á vellinum og einhvernveginn aldrei fest sig á einum stað. Hann hefur staðið sig vel fyrir félagið og á heiður skilinn og ekkert annað … 🙂

    Skil ekki þessa heift manna hérna í garð hans. Hann er ekkert annað en gaur/maður/persóna sem hefur spilað fyrir Everton og ég er viss um að hann hefur í 99.9% tilvika gert sitt besta!

    kær kveðja og góða helgi, Ari.