Uppstillingin fyrir leikinn nokkuð ljós

Liðsuppstillingin fyrir leikinn á eftir er komin: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Mirallas, Osman, Neville, Naismith, Fellaini, Jelavic.

Ég er búinn að vera með fiðring í maganum í allan morgun sem á eftir að ná hámarki (ásamt gæsahúðinni) þegar ZCars hljómar í hátölurunum og allt verður vitlaust á pöllunum á Goodison Park. Áhorfendur eru 12. maður í svona leik.

Ég vona innilega að dómaratríóið verði vandanum vaxið og að enginn meiðist í leiknum, en þessir leikir er þekktur fyrir nokkra hörku og fjölda rauðra spjalda (20 samtals á síðustu 15 árum). Ég vona líka að Everton liðið taki þessum leik eins og hverjum öðrum deildarleik þegar kemur að spilamennskunni og nýti sér yfirburðina sem þeir hafa sýnt gegn liðum á borð við Man United, Newcastle, Aston Villa og Swansea, svo ég nefni nokkur dæmi. Ég vil sjá sömu baráttu og í síðasta heimaleik gegn þessu liði og sjá dómarann gefa spjöld á þá sem stunda ólympískar dýfingar.

Að sjálfsögðu vonast ég líka eftir (og býst við) sigri okkar manna. Ég spáði 2-1, Jagielka og Jelavic.

Koma svo bláir! TAKA Á ÞESSU!!!!

Comments are closed.