Orðsending frá stjórn

Eitt af markmiðum nýkjörinnar stjórnar Everton á Íslandi er að efla tengslin við okkar ástkæra félag úti. Við höfðum því samband við Everton FC til að fá nánari upplýsingar um tengsl stuðningsklúbba við félagið og í svari þeirra kom fram að félagsmenn stuðningsklúbba njóta ýmissa fríðinda. Meðal þeirra eru…
.
– Möguleiki á að kaupa miða á heima- og útileiki Everton.
– Hópmiðar á sérstöku tilboðsverði á ákveðna leiki. Til að byrja með:
  = Everton vs Chelsea á 24 pund (12 pund fyrir 15 ára og yngri).
  = Everton vs Southampton.
  = Everton vs Tottenham.
  = Everton vs Aston Villa á 20 pund, (10 pund fyrir 15 ára og yngri).
  = Til samanburðar: Í okkar ferðum utan höfum við fengið miðana á 40 pund þannig að miðað við það er miðinn á allt að hálfvirði.
– Möguleiki á heimsókn á æfingasvæði Everton, að sjá Everton á æfingum og (ef ég skil þetta rétt) hitta leikmenn.
– Möguleiki á miðum á hátíðina þar sem kosning stuðningsmanna á leikmanni ársins fer fram.
– Reglulegt fréttabréf til meðlima.
– … og ýmislegt fleira.
.
Það er þó eitt mikilvægt atriði sem þarf að hafa í huga. Til að geta nýtt þessi fríðindi gerir Everton FC þá kröfu að viðkomandi sé með skráningarnúmer hjá Everton FC og að Everton á Íslandi haldi utan um skráningarnúmerið í félagatalinu. Að öðrum kosti getur Everton á Íslandi til dæmis ekki keypt fyrir ykkur miða. Athugið að hér er ekki um að ræða þessa venjulegu notandaskráningu á vefsíðunni þeirra (eins og til að sjá vídeóin á Everton síðunni og fleira) heldur eru þeir að biðja um svokallað Customer Number. Þess vegna viljum við biðja ykkur um að gera eftirfarandi:
.
Leitið í tölvupóstinum ykkar að skeyti frá boxoffice@everton.isfc.co.uk. Þau ykkar sem eru með Gmail geta leitað með því að slá eftirfarandi setningu inn í leitarreitinn efst í Gmail: „from:boxoffice@everton.isfc.co.uk“ — eða þá: subject:“Thank you for registering“ og þá ætti pósturinn að finnast.
.
Ef þið eruð ekki á skrá þarf að fylla út eftirfarandi form: https://eticketing.evertonfc.com/PagesPublic/Profile/Registration.aspx. Tvennt sem þarf að hafa í huga þegar þið skráið ykkur:
1) Munið að gefa upp 354 fyrir framan Mobile number (farsíma).
2) Notið aðeins enska stafrófið (enga broddstafi eða séríslenska stafi).
Ef þið þurfið hjálp við þetta ferli, hafið þá samband við everton.a.islandi (hjá) gmail punktur com.
.
Þegar þessu er lokið fáið þið tölvupóst í hendur sem inniheldur 7 stafa Customer Number (sem líklega byrjar á tölunni 5) og þurfum við að fá þessa tölu fyrir félagatalið til að þið getið nýtt ykkur fríðindin sem fylgja því að vera á skrá hjá Everton FC (sjá hér að ofan). Þegar þið eruð komin með Customer Number í hendurnar, sendið það á okkur á everton.a.islandi (hjá) gmail punktur com ásamt kennitölu ykkar.
.
Þetta er jafnframt gott tækifæri fyrir þau ykkar sem voru ekki búin að senda nýjustu upplýsingar um ykkur fyrir félagatalið að uppfæra félagatalið í leiðinni með því senda okkur eftirfarandi upplýsingar:
.
Fullt nafn:
Heimilisfang:
Kennitala:
Skyrtustærð (medium, XL, o.s.frv):
Símanúmer:
Everton Customer Number (ef þekkt):
.
Athugið: Það er engin lokafrestur á að skrá sig í íslenska stuðningsmannaklúbbinn (Everton á Íslandi) því við tökum alltaf við þessum upplýsingum með glöðu geði en frestur til að senda Everton Customer Number er fyrir leikinn við Liverpool þann 28. október því það er nokkuð í næstu uppfærslu til Everton.
.
Við vonumst til að heyra frá sem flestum.
.
Kveðja,
Stjórnin

Comments are closed.